Það er Sky Sports sem greinir frá þessu. Í frétt miðilsins segir að á morgun komi í ljós hvaða lið geti ekki eytt meiru í félagaskiptaglugganum sem er opinn til lok janúarmánaðar, hvaða lið geta ekki eytt meiru og hvaða liðum verður refsað.
BREAKING: Premier League will issue disciplinary charges tomorrow against any clubs who have broken financial rules for the 2021-24 reporting period 🚨 pic.twitter.com/ziv3Pta2ju
— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 13, 2025
Leicester City er eitt þeirra liða sem er hvað líklegast til að vera refsað samkvæmt The Guardian. Félagið slapp við stigafrádrátt fyrr á leiktíðinni vegna brota á tímabilinu 2022-23. Þar eyddu Refirnir 23,4 milljónum punda – 4,2 milljarða íslenskra króna – umfram því sem þeir máttu samkvæmt fjárhagsregluverki ensku úrvalsdeildarinnar.
Á síðasta ári voru stig dregin af Everton sem og Nottingham Forest. Fyrrnefnda liðið má ekki við því nú þar sem það er í bullandi fallbaráttu á meðan Forest er í harðri baráttu á toppi deildarinnar en stigafrádráttur gæti breytt því.