Samkvæmt BBC hefur Marmoush náð munnlegu samkomulagi við Englandsmeistarana. Félagaskiptin eru þó ekki frágengin.
Marmoush hefur slegið í gegn með Frankfurt í vetur og skorað fimmtán mörk og lagt upp níu í þýsku úrvalsdeildinni. Alls hefur hann skorað tuttugu mörk í 26 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu.
Hinn 25 ára Marmoush kom til Frankfurt frá Wolfsburg 2023. Á tíma sínum hjá Wolfsburg var hann lánaður til St. Pauli og Stuttgart.
Auk Marmoushs er City nálægt því að ganga frá kaupunum á brasilíska varnarmanninum Vitor Reis frá Palmeiras. Hann er nýorðinn nítján ára.
City er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn nýliðum Ipswich Town á sunnudaginn.