Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2025 15:47 Mikel Arteta vill að séð verði til þess að netníði á borð við það sem Havertz-hjónin urðu fyrir á sunnudag verði útrýmt. Getty/Neal Simpson Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, kallar eftir því að mun harðar verði tekið á netníði eins og því sem Sophia, eiginkona Kai Havertz, varð fyrir á sunnudaginn. Sophia birti á Instagram viðurstyggileg skilaboð sem hún fékk send á sunnudag, í kjölfar bikarleiks Arsenal og Manchester United, þar sem vítaspyrna Havertz var varin í sigri United í vítaspyrnukeppni. Í einum skilaboðunum var Sophiu, sem er ólétt, óskað fósturláts. „Þetta er ótrúlegt. Við verðum að gera eitthvað í þessu, því það hefur alvarlegar afleiðingar að sætta sig við þetta og þagga þetta niður. Þetta er eitthvað sem við verðum að útrýma,“ sagði Arteta þegar hann var spurður út í málið á blaðamannafundi í dag, fyrir stórleikinn við Tottenham annað kvöld. 🚨 Mikel Arteta on Kai Havertz and the horrible, unacceptable abuse he/his partner suffered after the game. 👏🏻@BeanymanSports 🎥 pic.twitter.com/CdXMyA2Qde— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 14, 2025 „Þetta er ekki svona í neinum öðrum atvinnugeira,“ sagði Arteta og rifjaði upp að þann 27. desember hefði Havertz skorað sigurmarkið í 1-0 sigri gegn Ipswich og allur leikvangurinn sungið gleðisöngva honum til heiðurs: „Þetta var fyrir tuttugu dögum. Hvert er sjónarhornið hérna? Við berum öll ábyrgð. Þið [blaðamenn] berið ábyrgð og allir bera ábyrgð á því hvernig þeir tala. Við getum ekki bent í aðra átt. Þetta er mjög alvarlegt mál og það hefur áhrif á hann, mig og alla í þessum geira. Við getum sætt okkur við ýmislegt og sagt að þetta sé grín en það eru ákveðin mörk. Það verður að draga línu í sandinn,“ sagði Arteta og bætti við: „Við eyðum miklu púðri í að skoða tæknina og hvað gæti komið næst í fótbolta. Það næsta í fótbolta er að svona lagað ætti að vera bannað. Að þetta geti ekki gerst.“ Enski boltinn Mest lesið Man City fór létt með Liverpool Enski boltinn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Enski boltinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann Körfubolti Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Íslenski boltinn „Erum ekkert að fara slaka á“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Englandi Sport Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Enski boltinn „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Enski boltinn Juventus í Meistaradeildarsæti Fótbolti Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Fleiri fréttir Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum David Moyes finnur til með Arne Slot Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ Slot fullur eftirsjár og gæti sloppið við bann Nýja tæknin notuð alls staðar nema hjá liði Stefáns Teits Sjáðu síðasta borgarslaginn á Goodison með augum stuðningsmannanna Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Arsenal staðfestir slæm tíðindi Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Guðlaugur Victor lagði upp mark Sjá meira
Sophia birti á Instagram viðurstyggileg skilaboð sem hún fékk send á sunnudag, í kjölfar bikarleiks Arsenal og Manchester United, þar sem vítaspyrna Havertz var varin í sigri United í vítaspyrnukeppni. Í einum skilaboðunum var Sophiu, sem er ólétt, óskað fósturláts. „Þetta er ótrúlegt. Við verðum að gera eitthvað í þessu, því það hefur alvarlegar afleiðingar að sætta sig við þetta og þagga þetta niður. Þetta er eitthvað sem við verðum að útrýma,“ sagði Arteta þegar hann var spurður út í málið á blaðamannafundi í dag, fyrir stórleikinn við Tottenham annað kvöld. 🚨 Mikel Arteta on Kai Havertz and the horrible, unacceptable abuse he/his partner suffered after the game. 👏🏻@BeanymanSports 🎥 pic.twitter.com/CdXMyA2Qde— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 14, 2025 „Þetta er ekki svona í neinum öðrum atvinnugeira,“ sagði Arteta og rifjaði upp að þann 27. desember hefði Havertz skorað sigurmarkið í 1-0 sigri gegn Ipswich og allur leikvangurinn sungið gleðisöngva honum til heiðurs: „Þetta var fyrir tuttugu dögum. Hvert er sjónarhornið hérna? Við berum öll ábyrgð. Þið [blaðamenn] berið ábyrgð og allir bera ábyrgð á því hvernig þeir tala. Við getum ekki bent í aðra átt. Þetta er mjög alvarlegt mál og það hefur áhrif á hann, mig og alla í þessum geira. Við getum sætt okkur við ýmislegt og sagt að þetta sé grín en það eru ákveðin mörk. Það verður að draga línu í sandinn,“ sagði Arteta og bætti við: „Við eyðum miklu púðri í að skoða tæknina og hvað gæti komið næst í fótbolta. Það næsta í fótbolta er að svona lagað ætti að vera bannað. Að þetta geti ekki gerst.“
Enski boltinn Mest lesið Man City fór létt með Liverpool Enski boltinn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Enski boltinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann Körfubolti Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Íslenski boltinn „Erum ekkert að fara slaka á“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Englandi Sport Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Enski boltinn „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Enski boltinn Juventus í Meistaradeildarsæti Fótbolti Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Fleiri fréttir Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum David Moyes finnur til með Arne Slot Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ Slot fullur eftirsjár og gæti sloppið við bann Nýja tæknin notuð alls staðar nema hjá liði Stefáns Teits Sjáðu síðasta borgarslaginn á Goodison með augum stuðningsmannanna Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Arsenal staðfestir slæm tíðindi Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Guðlaugur Victor lagði upp mark Sjá meira