Samtökin benda á að heimsóknarskýrsla Umboðsmanns Alþingis, sem er liður í eftirliti með stöðum þar sem frelsissviptir dvelja, hafi staðfest það.
Í skýrslu umboðsmanns segir að ljóst sé að fullnægjandi lagaheimildir séu ekki til staðar í íslenskri löggjöf til að taka ákvarðanir gagnvart frelsissviptum einstaklingum á geðheilbrigðisstofnunum sem geti falið í sér inngrip í réttindi sem eru varin í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu.