Segir tíma til kominn að félagshyggjuflokkar hætti að lauma sér í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2019 11:45 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. aðsend/Sóllilja Baltasarsdóttir Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag í Austurbæ en þar verða loftslagsmál í forgrunni, hugað verður að framtíðinni og hvernig Samfylkingin getur orðið leiðandi afl í næstu ríkisstjórn. Þetta segir í fréttatilkynningu. Meðal annars verða pallborðsumræður sem Sævar Helgi Bragason, vísindamaður, mun stýra um aðgerðir í umhverfismálum þar sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, munu taka til máls ásamt Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, hagfræðingi, og Brynhildi Pétursdóttur, framkvæmdarstjóra Neytendasamtakanna. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hélt ræðu á fundinum þar sem hann einblíndi einnig á loftslagsmál, félagsmál og breytt landslag stjórnmálanna. „Nú er runninn upp sá tími í íslenskum stjórnmálum, og ég vona að vinir okkar sem halda nú landsfund á Grand hótel, heyri þetta vel og skilji, nú er runninn upp sá tíma að íslensk stjórnmál hætti að snúast um hvaða félagshyggjuflokkur það er hverju sinni sem hleypst undan merkjum og laumar sér í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Logi og vísaði í landsfund VG sem fer fram um helgina.Segir ríkisstjórn ekki treysta sér til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Hann sagði að hvorki væri óhjákvæmilegt né réttlætanlegt að barn sem fæddist með varanlega fötlun sé dæmt til fátæktar út lífið eða að eldri hjón sem stritað hefðu allt sitt líf þyrftu að neita sér um læknisþjónustu. Þá væri óásættanlegt að ungt fólk hefði ekki aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og flosnaði upp úr námi vegna skilyrða Lánasjóðsins. Hann sagði mikilvægt að Samfylkingin væri leiðandi í málum framtíðarinnar og að flokkurinn þyrfti að rísa undir þeirri ábyrgð. Heimurinn tæki stöðugum breytingum og að móta þyrfti skýr markmið og leiðir til að vinna úr þeim vandamálum sem upp kæmu. „Stjórnin er of svifasein og metnaðarlítil í loftslagsmálum enda er einum stjórnmálaflokkanna nokkuð sama um þau og virðist ekki hafa aðra stefnu en þvælast sem allra mest fyrir og aðhafast sem minnst.“ Þá sagði hann ríkisstjórnina ekki treysta sér til að lýsa yfir neyðarástandi vegna hamfarahlýnunar eða að lögbinda markmið um kolefnishlutleysi sem myndi skuldbinda hana til aðgerða. Þrátt fyrir þetta ríkti svo sannarlega neyðarástand í loftslagsmálum. Hann benti þá á að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar kæmi fram að draga eigi úr framlögum til menntamála. Skref væri tekið afturábak en ekki áfram, fjölskylduvænt samfélag væri ekki við sjóndeildarhringinn og ekki stæði til að semja við opinbera starfsmenn og háskólafólk um styttri vinnuviku. „Það er ekki svona sem við búum í haginn fyrir unga fólkið okkar á 21. öldinni; þessari skammsýni og minnimáttarkennd í alþjóðamálum verður að linna. Við eigum að stefna í þveröfuga átt.“ Alþingi Loftslagsmál Samfylkingin Umhverfismál Tengdar fréttir Bein útsending frá ræðu Loga á flokksfundi Samfylkingarinnar Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag og hófst hann klukkan 10 í morgun og mun honum ljúka klukkan 17:00. 19. október 2019 10:46 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag í Austurbæ en þar verða loftslagsmál í forgrunni, hugað verður að framtíðinni og hvernig Samfylkingin getur orðið leiðandi afl í næstu ríkisstjórn. Þetta segir í fréttatilkynningu. Meðal annars verða pallborðsumræður sem Sævar Helgi Bragason, vísindamaður, mun stýra um aðgerðir í umhverfismálum þar sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, munu taka til máls ásamt Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, hagfræðingi, og Brynhildi Pétursdóttur, framkvæmdarstjóra Neytendasamtakanna. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hélt ræðu á fundinum þar sem hann einblíndi einnig á loftslagsmál, félagsmál og breytt landslag stjórnmálanna. „Nú er runninn upp sá tími í íslenskum stjórnmálum, og ég vona að vinir okkar sem halda nú landsfund á Grand hótel, heyri þetta vel og skilji, nú er runninn upp sá tíma að íslensk stjórnmál hætti að snúast um hvaða félagshyggjuflokkur það er hverju sinni sem hleypst undan merkjum og laumar sér í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Logi og vísaði í landsfund VG sem fer fram um helgina.Segir ríkisstjórn ekki treysta sér til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Hann sagði að hvorki væri óhjákvæmilegt né réttlætanlegt að barn sem fæddist með varanlega fötlun sé dæmt til fátæktar út lífið eða að eldri hjón sem stritað hefðu allt sitt líf þyrftu að neita sér um læknisþjónustu. Þá væri óásættanlegt að ungt fólk hefði ekki aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og flosnaði upp úr námi vegna skilyrða Lánasjóðsins. Hann sagði mikilvægt að Samfylkingin væri leiðandi í málum framtíðarinnar og að flokkurinn þyrfti að rísa undir þeirri ábyrgð. Heimurinn tæki stöðugum breytingum og að móta þyrfti skýr markmið og leiðir til að vinna úr þeim vandamálum sem upp kæmu. „Stjórnin er of svifasein og metnaðarlítil í loftslagsmálum enda er einum stjórnmálaflokkanna nokkuð sama um þau og virðist ekki hafa aðra stefnu en þvælast sem allra mest fyrir og aðhafast sem minnst.“ Þá sagði hann ríkisstjórnina ekki treysta sér til að lýsa yfir neyðarástandi vegna hamfarahlýnunar eða að lögbinda markmið um kolefnishlutleysi sem myndi skuldbinda hana til aðgerða. Þrátt fyrir þetta ríkti svo sannarlega neyðarástand í loftslagsmálum. Hann benti þá á að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar kæmi fram að draga eigi úr framlögum til menntamála. Skref væri tekið afturábak en ekki áfram, fjölskylduvænt samfélag væri ekki við sjóndeildarhringinn og ekki stæði til að semja við opinbera starfsmenn og háskólafólk um styttri vinnuviku. „Það er ekki svona sem við búum í haginn fyrir unga fólkið okkar á 21. öldinni; þessari skammsýni og minnimáttarkennd í alþjóðamálum verður að linna. Við eigum að stefna í þveröfuga átt.“
Alþingi Loftslagsmál Samfylkingin Umhverfismál Tengdar fréttir Bein útsending frá ræðu Loga á flokksfundi Samfylkingarinnar Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag og hófst hann klukkan 10 í morgun og mun honum ljúka klukkan 17:00. 19. október 2019 10:46 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Bein útsending frá ræðu Loga á flokksfundi Samfylkingarinnar Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag og hófst hann klukkan 10 í morgun og mun honum ljúka klukkan 17:00. 19. október 2019 10:46