Segir tíma til kominn að félagshyggjuflokkar hætti að lauma sér í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2019 11:45 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. aðsend/Sóllilja Baltasarsdóttir Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag í Austurbæ en þar verða loftslagsmál í forgrunni, hugað verður að framtíðinni og hvernig Samfylkingin getur orðið leiðandi afl í næstu ríkisstjórn. Þetta segir í fréttatilkynningu. Meðal annars verða pallborðsumræður sem Sævar Helgi Bragason, vísindamaður, mun stýra um aðgerðir í umhverfismálum þar sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, munu taka til máls ásamt Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, hagfræðingi, og Brynhildi Pétursdóttur, framkvæmdarstjóra Neytendasamtakanna. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hélt ræðu á fundinum þar sem hann einblíndi einnig á loftslagsmál, félagsmál og breytt landslag stjórnmálanna. „Nú er runninn upp sá tími í íslenskum stjórnmálum, og ég vona að vinir okkar sem halda nú landsfund á Grand hótel, heyri þetta vel og skilji, nú er runninn upp sá tíma að íslensk stjórnmál hætti að snúast um hvaða félagshyggjuflokkur það er hverju sinni sem hleypst undan merkjum og laumar sér í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Logi og vísaði í landsfund VG sem fer fram um helgina.Segir ríkisstjórn ekki treysta sér til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Hann sagði að hvorki væri óhjákvæmilegt né réttlætanlegt að barn sem fæddist með varanlega fötlun sé dæmt til fátæktar út lífið eða að eldri hjón sem stritað hefðu allt sitt líf þyrftu að neita sér um læknisþjónustu. Þá væri óásættanlegt að ungt fólk hefði ekki aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og flosnaði upp úr námi vegna skilyrða Lánasjóðsins. Hann sagði mikilvægt að Samfylkingin væri leiðandi í málum framtíðarinnar og að flokkurinn þyrfti að rísa undir þeirri ábyrgð. Heimurinn tæki stöðugum breytingum og að móta þyrfti skýr markmið og leiðir til að vinna úr þeim vandamálum sem upp kæmu. „Stjórnin er of svifasein og metnaðarlítil í loftslagsmálum enda er einum stjórnmálaflokkanna nokkuð sama um þau og virðist ekki hafa aðra stefnu en þvælast sem allra mest fyrir og aðhafast sem minnst.“ Þá sagði hann ríkisstjórnina ekki treysta sér til að lýsa yfir neyðarástandi vegna hamfarahlýnunar eða að lögbinda markmið um kolefnishlutleysi sem myndi skuldbinda hana til aðgerða. Þrátt fyrir þetta ríkti svo sannarlega neyðarástand í loftslagsmálum. Hann benti þá á að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar kæmi fram að draga eigi úr framlögum til menntamála. Skref væri tekið afturábak en ekki áfram, fjölskylduvænt samfélag væri ekki við sjóndeildarhringinn og ekki stæði til að semja við opinbera starfsmenn og háskólafólk um styttri vinnuviku. „Það er ekki svona sem við búum í haginn fyrir unga fólkið okkar á 21. öldinni; þessari skammsýni og minnimáttarkennd í alþjóðamálum verður að linna. Við eigum að stefna í þveröfuga átt.“ Alþingi Loftslagsmál Samfylkingin Umhverfismál Tengdar fréttir Bein útsending frá ræðu Loga á flokksfundi Samfylkingarinnar Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag og hófst hann klukkan 10 í morgun og mun honum ljúka klukkan 17:00. 19. október 2019 10:46 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag í Austurbæ en þar verða loftslagsmál í forgrunni, hugað verður að framtíðinni og hvernig Samfylkingin getur orðið leiðandi afl í næstu ríkisstjórn. Þetta segir í fréttatilkynningu. Meðal annars verða pallborðsumræður sem Sævar Helgi Bragason, vísindamaður, mun stýra um aðgerðir í umhverfismálum þar sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, munu taka til máls ásamt Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, hagfræðingi, og Brynhildi Pétursdóttur, framkvæmdarstjóra Neytendasamtakanna. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hélt ræðu á fundinum þar sem hann einblíndi einnig á loftslagsmál, félagsmál og breytt landslag stjórnmálanna. „Nú er runninn upp sá tími í íslenskum stjórnmálum, og ég vona að vinir okkar sem halda nú landsfund á Grand hótel, heyri þetta vel og skilji, nú er runninn upp sá tíma að íslensk stjórnmál hætti að snúast um hvaða félagshyggjuflokkur það er hverju sinni sem hleypst undan merkjum og laumar sér í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Logi og vísaði í landsfund VG sem fer fram um helgina.Segir ríkisstjórn ekki treysta sér til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Hann sagði að hvorki væri óhjákvæmilegt né réttlætanlegt að barn sem fæddist með varanlega fötlun sé dæmt til fátæktar út lífið eða að eldri hjón sem stritað hefðu allt sitt líf þyrftu að neita sér um læknisþjónustu. Þá væri óásættanlegt að ungt fólk hefði ekki aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og flosnaði upp úr námi vegna skilyrða Lánasjóðsins. Hann sagði mikilvægt að Samfylkingin væri leiðandi í málum framtíðarinnar og að flokkurinn þyrfti að rísa undir þeirri ábyrgð. Heimurinn tæki stöðugum breytingum og að móta þyrfti skýr markmið og leiðir til að vinna úr þeim vandamálum sem upp kæmu. „Stjórnin er of svifasein og metnaðarlítil í loftslagsmálum enda er einum stjórnmálaflokkanna nokkuð sama um þau og virðist ekki hafa aðra stefnu en þvælast sem allra mest fyrir og aðhafast sem minnst.“ Þá sagði hann ríkisstjórnina ekki treysta sér til að lýsa yfir neyðarástandi vegna hamfarahlýnunar eða að lögbinda markmið um kolefnishlutleysi sem myndi skuldbinda hana til aðgerða. Þrátt fyrir þetta ríkti svo sannarlega neyðarástand í loftslagsmálum. Hann benti þá á að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar kæmi fram að draga eigi úr framlögum til menntamála. Skref væri tekið afturábak en ekki áfram, fjölskylduvænt samfélag væri ekki við sjóndeildarhringinn og ekki stæði til að semja við opinbera starfsmenn og háskólafólk um styttri vinnuviku. „Það er ekki svona sem við búum í haginn fyrir unga fólkið okkar á 21. öldinni; þessari skammsýni og minnimáttarkennd í alþjóðamálum verður að linna. Við eigum að stefna í þveröfuga átt.“
Alþingi Loftslagsmál Samfylkingin Umhverfismál Tengdar fréttir Bein útsending frá ræðu Loga á flokksfundi Samfylkingarinnar Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag og hófst hann klukkan 10 í morgun og mun honum ljúka klukkan 17:00. 19. október 2019 10:46 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Bein útsending frá ræðu Loga á flokksfundi Samfylkingarinnar Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag og hófst hann klukkan 10 í morgun og mun honum ljúka klukkan 17:00. 19. október 2019 10:46
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent