Sádi-Arabía verði vinsælasta ferðamannaland heims 2030 Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. október 2019 09:00 Ráðstefnan Saudi Open Hearts Open Doors í Ríad á föstudaginn. Hún er liður í því að gera landið að mesta ferðamannastað heims. Nordicphotos/Getty Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hyggjast gera landið aðgengilegra fyrir ferðamenn og hafa þegar liðkað fyrir reglum um vegabréfsáritanir frá 49 löndum. Allir innviðir eru þegar til staðar, svo sem glæsileg hótel, ævintýragarðar, menningarverðmæti, gott veður og strendur. En stífar og afturhaldssamar reglur, ófriðsamleg landamæri og mannréttindabrot hafa fælt ferðamenn frá. Þegar ferðamannatölur frá Miðausturlöndum eru skoðaðar kemur í ljós að Sádi-Arabía er þegar í þriðja sæti, á eftir Tyrklandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. En hafa ber í huga að langstærstur hluti ferðamanna er íslamskir pílagrímar, sem skylt er að heimsækja borgirnar Mekka og Medína, einu sinni á ævinni. Margir þessara pílagríma eyða eins litlum pening og hægt er meðan á dvölinni stendur. Ferðaþjónustan hefur blómstrað í Katar, Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Dúbaí er þegar orðin ein vinsælasta ferðamannaborg heims. Sádi-Arabar líta nú til þessara litlu nágranna sinna sem fyrirmyndar að verkefninu Vision 2030. Á því ári er stefnt að því að ná 100 milljónum ferðamanna til landsins. Til samanburðar heimsækja árlega um 90 milljónir Frakkland, vinsælasta ferðamannaland heims. Aðeins um 16 milljónir koma til Sádi-Arabíu, og fer fækkandi. Helsta ástæðan fyrir þessu átaki er að gera Sádi-Arabíu minna háða olíunni. Í nærri heila öld hefur efnahagur landsins nær alfarið verið byggður á olíuútflutningi, og gengið vel. En vitundarvakning um loftslagsmál, hröð orkuskipti og árásir eins og gerð var á Saudi Aramco fyrir skemmstu, hafa knúið konungsfjölskylduna til þess að leita að öðrum stoðum undir efnahagslífið. Sádi-Arabar hafa undanfarið sýnt viðleitni til að auka mannréttindi, meðal annars til þess að snúa ímynd landsins við. Konur mega nú taka bílpróf, sækja tónleika með körlum og ítök trúarlögreglunnar hafa verið minnkuð. Stjórnvöld vilja þó litlu svara um hvernig þau hyggjast tryggja frið í landinu og koma í veg fyrir hryðjuverk. Einnig hefur ekkert verið rætt um að leyfa áfengi í landinu. Þess í stað einblína stjórnvöld á það sem byggt verður upp. Stærst er Rauðahafsverkefnið svokallaða, sem kynnt var til sögunnar árið 2017. Í fyrsta áfanga, sem lýkur 2022, munu 14 lúxushótel, alþjóðaflugvöllur og ótal afþreyingargarðar og búðir rísa. Þá verður landslaginu breytt að miklu leyti, og fínkorna sandstrendur lagðar. Áætlað er að verkefnið skapi 35 þúsund ársverk. Við landamæri Egyptalands mun rísa hátækniborgin NEOM, eins konar Silíkondalur á sterum, og öll erfiðisvinna verður unnin af vélmennum. Vilja stjórnvöld laða þangað allt mesta hæfileikafólk heims. Í miðju landsins, við höfuðborgina Ríad, er skemmtanaborgin Qiddiya að rísa sem mun skarta stærstu og flottustu skemmtigörðum heims og þegar hefur einn garður verið opnaður. Til að taka við svo miklum fjölda ferðamanna þarf að hafa innviðina í lagi og á næstu árum verður lesta- og samgöngukerfi landsins stórbætt. Í landinu er þegar mikið af starfsfólki sem er þjálfað til að sjá um pílagríma en einnig verður erlent vinnuafl flutt inn til að sinna ferðamönnum. Birtist í Fréttablaðinu Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olía í hæstu hæðir sameinist ríki heims ekki gegn Írönum Krónprins Sádí-Arabíu varar við því að olíuverð gæti farið í hæstu hæðir ef heimurinn sameinast ekki gegn Írönum. 30. september 2019 07:13 Gríðarmikill eldur í nýrri háhraðalestarstöð í Sádi-Arabíu Lestarstöðin var liður í margmilljarða lestarkerfauppbyggingu í landinu. 30. september 2019 10:05 Lífvörður konungs Sádi-Arabíu skotinn til bana Takmarkað upplýsingar hafa borist um lát lífvarðarins, aðeins að vinur hans hafi skotið hann í persónulegum deilum þeirra. Vinurinn hafi fallið í skotbardaga við öryggissveitir í kjölfarið. 29. september 2019 10:57 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hyggjast gera landið aðgengilegra fyrir ferðamenn og hafa þegar liðkað fyrir reglum um vegabréfsáritanir frá 49 löndum. Allir innviðir eru þegar til staðar, svo sem glæsileg hótel, ævintýragarðar, menningarverðmæti, gott veður og strendur. En stífar og afturhaldssamar reglur, ófriðsamleg landamæri og mannréttindabrot hafa fælt ferðamenn frá. Þegar ferðamannatölur frá Miðausturlöndum eru skoðaðar kemur í ljós að Sádi-Arabía er þegar í þriðja sæti, á eftir Tyrklandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. En hafa ber í huga að langstærstur hluti ferðamanna er íslamskir pílagrímar, sem skylt er að heimsækja borgirnar Mekka og Medína, einu sinni á ævinni. Margir þessara pílagríma eyða eins litlum pening og hægt er meðan á dvölinni stendur. Ferðaþjónustan hefur blómstrað í Katar, Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Dúbaí er þegar orðin ein vinsælasta ferðamannaborg heims. Sádi-Arabar líta nú til þessara litlu nágranna sinna sem fyrirmyndar að verkefninu Vision 2030. Á því ári er stefnt að því að ná 100 milljónum ferðamanna til landsins. Til samanburðar heimsækja árlega um 90 milljónir Frakkland, vinsælasta ferðamannaland heims. Aðeins um 16 milljónir koma til Sádi-Arabíu, og fer fækkandi. Helsta ástæðan fyrir þessu átaki er að gera Sádi-Arabíu minna háða olíunni. Í nærri heila öld hefur efnahagur landsins nær alfarið verið byggður á olíuútflutningi, og gengið vel. En vitundarvakning um loftslagsmál, hröð orkuskipti og árásir eins og gerð var á Saudi Aramco fyrir skemmstu, hafa knúið konungsfjölskylduna til þess að leita að öðrum stoðum undir efnahagslífið. Sádi-Arabar hafa undanfarið sýnt viðleitni til að auka mannréttindi, meðal annars til þess að snúa ímynd landsins við. Konur mega nú taka bílpróf, sækja tónleika með körlum og ítök trúarlögreglunnar hafa verið minnkuð. Stjórnvöld vilja þó litlu svara um hvernig þau hyggjast tryggja frið í landinu og koma í veg fyrir hryðjuverk. Einnig hefur ekkert verið rætt um að leyfa áfengi í landinu. Þess í stað einblína stjórnvöld á það sem byggt verður upp. Stærst er Rauðahafsverkefnið svokallaða, sem kynnt var til sögunnar árið 2017. Í fyrsta áfanga, sem lýkur 2022, munu 14 lúxushótel, alþjóðaflugvöllur og ótal afþreyingargarðar og búðir rísa. Þá verður landslaginu breytt að miklu leyti, og fínkorna sandstrendur lagðar. Áætlað er að verkefnið skapi 35 þúsund ársverk. Við landamæri Egyptalands mun rísa hátækniborgin NEOM, eins konar Silíkondalur á sterum, og öll erfiðisvinna verður unnin af vélmennum. Vilja stjórnvöld laða þangað allt mesta hæfileikafólk heims. Í miðju landsins, við höfuðborgina Ríad, er skemmtanaborgin Qiddiya að rísa sem mun skarta stærstu og flottustu skemmtigörðum heims og þegar hefur einn garður verið opnaður. Til að taka við svo miklum fjölda ferðamanna þarf að hafa innviðina í lagi og á næstu árum verður lesta- og samgöngukerfi landsins stórbætt. Í landinu er þegar mikið af starfsfólki sem er þjálfað til að sjá um pílagríma en einnig verður erlent vinnuafl flutt inn til að sinna ferðamönnum.
Birtist í Fréttablaðinu Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olía í hæstu hæðir sameinist ríki heims ekki gegn Írönum Krónprins Sádí-Arabíu varar við því að olíuverð gæti farið í hæstu hæðir ef heimurinn sameinast ekki gegn Írönum. 30. september 2019 07:13 Gríðarmikill eldur í nýrri háhraðalestarstöð í Sádi-Arabíu Lestarstöðin var liður í margmilljarða lestarkerfauppbyggingu í landinu. 30. september 2019 10:05 Lífvörður konungs Sádi-Arabíu skotinn til bana Takmarkað upplýsingar hafa borist um lát lífvarðarins, aðeins að vinur hans hafi skotið hann í persónulegum deilum þeirra. Vinurinn hafi fallið í skotbardaga við öryggissveitir í kjölfarið. 29. september 2019 10:57 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Olía í hæstu hæðir sameinist ríki heims ekki gegn Írönum Krónprins Sádí-Arabíu varar við því að olíuverð gæti farið í hæstu hæðir ef heimurinn sameinast ekki gegn Írönum. 30. september 2019 07:13
Gríðarmikill eldur í nýrri háhraðalestarstöð í Sádi-Arabíu Lestarstöðin var liður í margmilljarða lestarkerfauppbyggingu í landinu. 30. september 2019 10:05
Lífvörður konungs Sádi-Arabíu skotinn til bana Takmarkað upplýsingar hafa borist um lát lífvarðarins, aðeins að vinur hans hafi skotið hann í persónulegum deilum þeirra. Vinurinn hafi fallið í skotbardaga við öryggissveitir í kjölfarið. 29. september 2019 10:57
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent