Veitingastað Braggans lokað Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. október 2019 10:18 Veitingastaðurinn Bragginn Bistro & Bar hefur verið lokaður undanfarnar vikur. Gert er ráð fyrir að hann opni aftur í næstu viku. Vísir/vilhelm Stefnt er að enduropnun hins umtalaða Bragga í Nauthólsvík í næstu viku. Veitingastaður Braggans hefur verið lokaður undanfarnar vikur, eftir að rekstraraðilar Braggans Bar & Bistro sögðu samningi sínum lausum í vor. Vefur Hringbrautar greindi frá því í gærkvöld að búið væri að skella þar í lás. Þá hafa vef- og Facebook-síður veitingarstaðarins verið lagðar niður, en staðurinn opnaði sumarið 2018. Háskólinn í Reykjavík leigir húsnæðið af Reykjavíkurborg og hefur greitt 694 þúsund krónur á mánuði fyrir. HR nýtir hluta húsnæðsins undir nemendaaðstöðu og frumkvöðlasetur, auk þess sem skólinn hefur milligöngu um að leigja það áfram til rekstraraðila veitingastaðarins.Sjá einnig: Skýrsla innri endurskoðunar um framkvæmdir við Braggann Eiríkur Sigurðsson, forstöðumaður markaðs- og samskiptasviðs HR, segir í samtali við Vísi að það sé rétt að Bragginn sé nú í millibilsástandi meðan nýr rekstraraðili kemur sér fyrir. Hann hafi fengið lykla að Bragganum á dögunum og gerir ráð fyrir að opna strax í næstu viku.Starfsmenn máttu þola aðkast Fréttastofa hefur ekki náð á Daða Agnarsson, rekstraraðila Braggans Bar & Bistro, vegna málsins en Eiríkur segir að hann hafi sagt samningi sínum lausum í vor. Fræg er Facebookfærsla Daða um þá óvægnu umræðu sem Bragginn mátti þola vegna framúrkeyrslu vegna byggingar hans, sem leiddi m.a. til þess að starfsfólk Braggans, sem voru um 18 talsins, þurfti sífellt að afsaka vinnustað sinn.„Þetta er fólk sem þarf að svara fyrir mistök annara, svara fyrir óábyrga umræðu stjórnmálamanna og reyna að útskýra að hvorki þau né þeir aðilar sem koma að rekstri Braggans Bar & Bistró hafa ekkert með þann kostnað, framkvæmdir eða annað sem misfórst í byggingu húsana að gera,“ skrifaði Daði. Nánar má fræðast um Braggamálið svonefnda með því að smella hér. Uppfært kl. 12:05.Háskólinn í Reykjavík hefur birt tilkynningu á vef sínum um málið. Þar er þess getið að félagið NH 100 ehf. hafi tekið við veitingarekstri í Bragganum en félagið er í eigu sömu einstaklinga og hafa séð um rekstur á Nauthóli og matsölunni Málinu í háskólanum. „Nýir rekstraraðilar hyggjast leggja aukna áherslu á að Bragginn verði félagsaðstaða fyrir nemendur HR og munu eiga náið samstarf við Stúdentafélag HR og bjóða upp á fjölbreytta viðburði í samstarfi við nemendur,“ segir í tilkynningunni. Braggamálið Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Veitingamaður Braggans ósáttur við „óábyrga umræðu stjórnmálamanna“ Daði Agnarsson veitingamaður á Bragganum í Nauthólsvík gagnrýnir "óvægna umræðu“ minnihlutans í borgarstjórn um Braggann. 13. janúar 2019 19:28 Útilokað að Norðmenn reisi bragga Bjarki Þór Steinarsson er lögfræðingur á innkaupaskrifstofu sveitarfélags í Noregi með svipað marga íbúa og Reykjavík. Hann segir útilokað að mál sem hafi komið upp hér á landi í tengslum við opinber innkaup geti komið upp þar í landi. Furðar hann sig á því að verktakar séu ekki tilbúnir að fara í skaðabótamál þegar ekki er farið eftir reglum. 22. júní 2019 11:00 Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Stefnt er að enduropnun hins umtalaða Bragga í Nauthólsvík í næstu viku. Veitingastaður Braggans hefur verið lokaður undanfarnar vikur, eftir að rekstraraðilar Braggans Bar & Bistro sögðu samningi sínum lausum í vor. Vefur Hringbrautar greindi frá því í gærkvöld að búið væri að skella þar í lás. Þá hafa vef- og Facebook-síður veitingarstaðarins verið lagðar niður, en staðurinn opnaði sumarið 2018. Háskólinn í Reykjavík leigir húsnæðið af Reykjavíkurborg og hefur greitt 694 þúsund krónur á mánuði fyrir. HR nýtir hluta húsnæðsins undir nemendaaðstöðu og frumkvöðlasetur, auk þess sem skólinn hefur milligöngu um að leigja það áfram til rekstraraðila veitingastaðarins.Sjá einnig: Skýrsla innri endurskoðunar um framkvæmdir við Braggann Eiríkur Sigurðsson, forstöðumaður markaðs- og samskiptasviðs HR, segir í samtali við Vísi að það sé rétt að Bragginn sé nú í millibilsástandi meðan nýr rekstraraðili kemur sér fyrir. Hann hafi fengið lykla að Bragganum á dögunum og gerir ráð fyrir að opna strax í næstu viku.Starfsmenn máttu þola aðkast Fréttastofa hefur ekki náð á Daða Agnarsson, rekstraraðila Braggans Bar & Bistro, vegna málsins en Eiríkur segir að hann hafi sagt samningi sínum lausum í vor. Fræg er Facebookfærsla Daða um þá óvægnu umræðu sem Bragginn mátti þola vegna framúrkeyrslu vegna byggingar hans, sem leiddi m.a. til þess að starfsfólk Braggans, sem voru um 18 talsins, þurfti sífellt að afsaka vinnustað sinn.„Þetta er fólk sem þarf að svara fyrir mistök annara, svara fyrir óábyrga umræðu stjórnmálamanna og reyna að útskýra að hvorki þau né þeir aðilar sem koma að rekstri Braggans Bar & Bistró hafa ekkert með þann kostnað, framkvæmdir eða annað sem misfórst í byggingu húsana að gera,“ skrifaði Daði. Nánar má fræðast um Braggamálið svonefnda með því að smella hér. Uppfært kl. 12:05.Háskólinn í Reykjavík hefur birt tilkynningu á vef sínum um málið. Þar er þess getið að félagið NH 100 ehf. hafi tekið við veitingarekstri í Bragganum en félagið er í eigu sömu einstaklinga og hafa séð um rekstur á Nauthóli og matsölunni Málinu í háskólanum. „Nýir rekstraraðilar hyggjast leggja aukna áherslu á að Bragginn verði félagsaðstaða fyrir nemendur HR og munu eiga náið samstarf við Stúdentafélag HR og bjóða upp á fjölbreytta viðburði í samstarfi við nemendur,“ segir í tilkynningunni.
Braggamálið Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Veitingamaður Braggans ósáttur við „óábyrga umræðu stjórnmálamanna“ Daði Agnarsson veitingamaður á Bragganum í Nauthólsvík gagnrýnir "óvægna umræðu“ minnihlutans í borgarstjórn um Braggann. 13. janúar 2019 19:28 Útilokað að Norðmenn reisi bragga Bjarki Þór Steinarsson er lögfræðingur á innkaupaskrifstofu sveitarfélags í Noregi með svipað marga íbúa og Reykjavík. Hann segir útilokað að mál sem hafi komið upp hér á landi í tengslum við opinber innkaup geti komið upp þar í landi. Furðar hann sig á því að verktakar séu ekki tilbúnir að fara í skaðabótamál þegar ekki er farið eftir reglum. 22. júní 2019 11:00 Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Veitingamaður Braggans ósáttur við „óábyrga umræðu stjórnmálamanna“ Daði Agnarsson veitingamaður á Bragganum í Nauthólsvík gagnrýnir "óvægna umræðu“ minnihlutans í borgarstjórn um Braggann. 13. janúar 2019 19:28
Útilokað að Norðmenn reisi bragga Bjarki Þór Steinarsson er lögfræðingur á innkaupaskrifstofu sveitarfélags í Noregi með svipað marga íbúa og Reykjavík. Hann segir útilokað að mál sem hafi komið upp hér á landi í tengslum við opinber innkaup geti komið upp þar í landi. Furðar hann sig á því að verktakar séu ekki tilbúnir að fara í skaðabótamál þegar ekki er farið eftir reglum. 22. júní 2019 11:00
Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33