Að brenna sig á sama soðinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. október 2019 08:00 Nú berast tíðar fréttir af málum sem koma til kasta Mannréttindadómstóls Evrópu. Nú síðast um hlutabréfaeignir dómara við Hæstarétt sem dæmdu í svokölluðum hrunmálum sem vörðuðu banka þar sem dómararnir áttu sjálfir fjármuni undir. Fréttir sem þessar eru stórfréttir enda eru líkurnar á að dómstóllinn taki mál til efnislegrar meðferðar almennt sáralitlar. Raunar komast mál ekki í gegn nema eftir hafsjó af pappírsvinnu og að útlit sé fyrir að brotið hafi verið á mannréttindum. Brotabrot allra innsendra mála fær efnislega úrlausn og dæmin sýna að mannréttindi eru oft látin lönd og leið á okkar litla landi. Sífellt fleiri Íslendingar hafa leitað til dómstólsins á undanförnum árum. Frá árinu 2003 hefur hann tekið 29 kærur á hendur íslenska ríkinu til meðferðar, þar af tíu á síðustu tveimur árum, og beið íslenska ríkið lægri hlut í sex þessara tíu mála. Sex áfellisdómar yfir íslenska ríkinu. Sex sinnum traðkað á mannréttindum íslenskra ríkisborgara. Vissulega hafa einhverjar réttarbætur verið gerðar, en dómurum ber engin skylda til þess að fylgja fordæmum Mannréttindadómstólsins, enda er hann er ekki áfrýjunardómstóll, svo að mannréttindabrot ríkisins fá að standa um aldur og ævi. Á sama tíma og hver dómurinn á fætur öðrum fellur á hendur íslenska ríkinu lýsa ráðamenn yfir efasemdum um ágæti dómstólsins – að minnsta kosti þegar þeim hugnast ekki niðurstaðan. Slík órökstudd orðræða er ekki til þess fallin að auka traust á stjórn- og réttarkerfinu heldur er hún óábyrg og lýsir fyrst og fremst virðingarleysi í garð þeirra sem í hlut eiga. Ef ráðamenn treysta ekki fjölþjóðlegum erlendum dómstóli, sem við höfum átt aðild að í meira en sex áratugi, þá verða þeir að segja svo og taka síðan ákvörðun um hvort við hreinlega drögum aðild okkar til baka eða viðurkennum eigin mistök og gerum betur. Það þarf að vera hægt að treysta því að ríkisvaldið vinni mál sín af einurð, festu og réttlæti og láti persónulega gremju ekki hlaupa með sig í gönur. Hvað sem því líður er löngu orðið tímabært að stjórnvöld geri gangskör að því að nema úr gildi þau lög sem skerða réttindi einstaklingsins og haldi áfram eðlilegri réttarþróun samhliða breyttri réttarvitund. Sömu mistökin eiga ekki að gerast tvisvar og mannréttindi mega ekki lengur mæta afgangi. Dómstólar eiga að sama skapi ekki að leggjast á sveif með almenningsáliti hverju sinni, líkt og oft virðist raunin. Réttarkerfið þarf að standa í lappirnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Nú berast tíðar fréttir af málum sem koma til kasta Mannréttindadómstóls Evrópu. Nú síðast um hlutabréfaeignir dómara við Hæstarétt sem dæmdu í svokölluðum hrunmálum sem vörðuðu banka þar sem dómararnir áttu sjálfir fjármuni undir. Fréttir sem þessar eru stórfréttir enda eru líkurnar á að dómstóllinn taki mál til efnislegrar meðferðar almennt sáralitlar. Raunar komast mál ekki í gegn nema eftir hafsjó af pappírsvinnu og að útlit sé fyrir að brotið hafi verið á mannréttindum. Brotabrot allra innsendra mála fær efnislega úrlausn og dæmin sýna að mannréttindi eru oft látin lönd og leið á okkar litla landi. Sífellt fleiri Íslendingar hafa leitað til dómstólsins á undanförnum árum. Frá árinu 2003 hefur hann tekið 29 kærur á hendur íslenska ríkinu til meðferðar, þar af tíu á síðustu tveimur árum, og beið íslenska ríkið lægri hlut í sex þessara tíu mála. Sex áfellisdómar yfir íslenska ríkinu. Sex sinnum traðkað á mannréttindum íslenskra ríkisborgara. Vissulega hafa einhverjar réttarbætur verið gerðar, en dómurum ber engin skylda til þess að fylgja fordæmum Mannréttindadómstólsins, enda er hann er ekki áfrýjunardómstóll, svo að mannréttindabrot ríkisins fá að standa um aldur og ævi. Á sama tíma og hver dómurinn á fætur öðrum fellur á hendur íslenska ríkinu lýsa ráðamenn yfir efasemdum um ágæti dómstólsins – að minnsta kosti þegar þeim hugnast ekki niðurstaðan. Slík órökstudd orðræða er ekki til þess fallin að auka traust á stjórn- og réttarkerfinu heldur er hún óábyrg og lýsir fyrst og fremst virðingarleysi í garð þeirra sem í hlut eiga. Ef ráðamenn treysta ekki fjölþjóðlegum erlendum dómstóli, sem við höfum átt aðild að í meira en sex áratugi, þá verða þeir að segja svo og taka síðan ákvörðun um hvort við hreinlega drögum aðild okkar til baka eða viðurkennum eigin mistök og gerum betur. Það þarf að vera hægt að treysta því að ríkisvaldið vinni mál sín af einurð, festu og réttlæti og láti persónulega gremju ekki hlaupa með sig í gönur. Hvað sem því líður er löngu orðið tímabært að stjórnvöld geri gangskör að því að nema úr gildi þau lög sem skerða réttindi einstaklingsins og haldi áfram eðlilegri réttarþróun samhliða breyttri réttarvitund. Sömu mistökin eiga ekki að gerast tvisvar og mannréttindi mega ekki lengur mæta afgangi. Dómstólar eiga að sama skapi ekki að leggjast á sveif með almenningsáliti hverju sinni, líkt og oft virðist raunin. Réttarkerfið þarf að standa í lappirnar.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun