Telur Markús hafa stórskaðað Hæstarétt og þar með réttarfar í landinu öllu Jakob Bjarnar skrifar 2. október 2019 09:00 Jón Steinar skrifar mikla grein þar sem hann beinir spjótum sínum að Markúsi Sigurbjörnssyni sem nýverið lét af störfum hjá Hæstarétti Íslands. Vísir birtir í dag mikla grein eftir Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmann og fyrrverandi Hæstaréttardómara, en þar beinir hann spjótum sínum að Markúsi Sigurbjörnssyni, sem nýverið lét af störfum sem dómari við réttinn. Þar hefur hann starfað í aldarfjórðung. Jón Steinar segir Markús hafa ráðið lögum og lofum í réttinum, náð öðrum dómurum undir vald sitt sem þá stóðu og sátu eins og Markúsi þóknaðist. Þá hafi Markús stjórnað því bak við tjöldin hverjir voru ráðnir til Hæstaréttar sem dómarar. Jón Steinar segir að enginn ætti að efast um hæfileika Markúsar en þá hafi hann ekki notað þá til góðs, heldur þvert á móti stórskaðað Hæstarétt með verkum sínum og þar með valdið réttarfari í landinu ómælanlegum skaða. Jón Steinar fer ítarlega í saumana á ferli Markúsar, að hann hafi verið skipaður dómari við Hæstarétt árið 1994 þá aðeins fertugur að aldri. Hann hefur verið langáhrifamesti dómarinn og afköst hans verið með miklum ólíkindum. Jón Steinar var í fyrstu hrifinn af gífurlegum afköstum hans og upplýsir að sjálfur hafi hann meira að segja tilnefnt Markús mann ársins eftir að Markús vann það afrek 1989 þegar hann nánast uppá sitt einsdæmi uppfærði lagabálka sem voru lög um meðferð einkamála, lög um meðferð opinberra mála, aðfararlög, skiptalög, lög um nauðungarsölu og fleiri bálka. „Maðurinn var ekki einhamur,“ segir Jón Steinar. En, böggull fylgdi skammrifi sá að mati Jóns Steinars að Markús er ekki fær um að meðhöndla einstök mál af réttsýni og hefur fengið til fylgilags við sig aðra dómara, sem honum hefur tekist að brjóta undir áhrifavald sitt, til illra verka. Jón Steinar nefnir svo til sögunnar dæmi þar sem ýmis þekkt mál koma við sögu. Jón Steinar segir til dæmis að upphaf hinna miklu Hafskipsmála megi rekja til mikillar skýrslu sem Markús, þá skiptaráðandi við Skiptarétt Reykjavíkur, skrifaði að því er virðist að þeim hvötum að koma á höggi á þá menn sem fyrir urðu. „Móðir Markúsar var stór hluthafi í Eimskipi, sem hafði beinna hagsmuna að gæta af falli Hafskips. Auk þess hafði faðir Markúsar verið endurskoðandi Eimskips um tíma.“ Sá gjörningur varðaði veginn og hefur Markús síðan misnotað aðstöðu sína við Hæstarétt Íslands með ýmsu móti og ekki látið hvarfla að sér að hann sé ekki hæfur til að beita sér í málum þar sem hann á beinna hagsmuna að gæta. Dómstólar Tengdar fréttir Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum. 25. september 2019 06:00 Dómari lætur af störfum Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, fjallar um verk Markúsar Sigurbjörnssonar sem lét nýverið af störfum sem dómari. 2. október 2019 09:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Sjá meira
Vísir birtir í dag mikla grein eftir Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmann og fyrrverandi Hæstaréttardómara, en þar beinir hann spjótum sínum að Markúsi Sigurbjörnssyni, sem nýverið lét af störfum sem dómari við réttinn. Þar hefur hann starfað í aldarfjórðung. Jón Steinar segir Markús hafa ráðið lögum og lofum í réttinum, náð öðrum dómurum undir vald sitt sem þá stóðu og sátu eins og Markúsi þóknaðist. Þá hafi Markús stjórnað því bak við tjöldin hverjir voru ráðnir til Hæstaréttar sem dómarar. Jón Steinar segir að enginn ætti að efast um hæfileika Markúsar en þá hafi hann ekki notað þá til góðs, heldur þvert á móti stórskaðað Hæstarétt með verkum sínum og þar með valdið réttarfari í landinu ómælanlegum skaða. Jón Steinar fer ítarlega í saumana á ferli Markúsar, að hann hafi verið skipaður dómari við Hæstarétt árið 1994 þá aðeins fertugur að aldri. Hann hefur verið langáhrifamesti dómarinn og afköst hans verið með miklum ólíkindum. Jón Steinar var í fyrstu hrifinn af gífurlegum afköstum hans og upplýsir að sjálfur hafi hann meira að segja tilnefnt Markús mann ársins eftir að Markús vann það afrek 1989 þegar hann nánast uppá sitt einsdæmi uppfærði lagabálka sem voru lög um meðferð einkamála, lög um meðferð opinberra mála, aðfararlög, skiptalög, lög um nauðungarsölu og fleiri bálka. „Maðurinn var ekki einhamur,“ segir Jón Steinar. En, böggull fylgdi skammrifi sá að mati Jóns Steinars að Markús er ekki fær um að meðhöndla einstök mál af réttsýni og hefur fengið til fylgilags við sig aðra dómara, sem honum hefur tekist að brjóta undir áhrifavald sitt, til illra verka. Jón Steinar nefnir svo til sögunnar dæmi þar sem ýmis þekkt mál koma við sögu. Jón Steinar segir til dæmis að upphaf hinna miklu Hafskipsmála megi rekja til mikillar skýrslu sem Markús, þá skiptaráðandi við Skiptarétt Reykjavíkur, skrifaði að því er virðist að þeim hvötum að koma á höggi á þá menn sem fyrir urðu. „Móðir Markúsar var stór hluthafi í Eimskipi, sem hafði beinna hagsmuna að gæta af falli Hafskips. Auk þess hafði faðir Markúsar verið endurskoðandi Eimskips um tíma.“ Sá gjörningur varðaði veginn og hefur Markús síðan misnotað aðstöðu sína við Hæstarétt Íslands með ýmsu móti og ekki látið hvarfla að sér að hann sé ekki hæfur til að beita sér í málum þar sem hann á beinna hagsmuna að gæta.
Dómstólar Tengdar fréttir Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum. 25. september 2019 06:00 Dómari lætur af störfum Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, fjallar um verk Markúsar Sigurbjörnssonar sem lét nýverið af störfum sem dómari. 2. október 2019 09:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Sjá meira
Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum. 25. september 2019 06:00
Dómari lætur af störfum Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, fjallar um verk Markúsar Sigurbjörnssonar sem lét nýverið af störfum sem dómari. 2. október 2019 09:00