Segir niðurfærslu Gamma:Novus ekki standast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. október 2019 13:00 Frá Vestmannaeyjum. fbl/Óskar P. Friðriksson Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja segir að niðurfærsla á gengi Gamma:Novus rekstrarsjóðsins sé litið grafalvarlegum augum. Lífeyrissjóðurinn fjárfesti í Novus fyrir tveimur árum og hlutaféð hefur nánast þurrkast út. Stjórnendur Gamma sendu fjárfestum skýringar á niðurfærslum tveggja sjóða á mánudag. Gengi tveggja sjóða í rekstri Gamma, eða Gamma:Novus og Gamma:Anglia, var fært verulega niður á mánudag. Þannig fór gengi í Gamma:Novus frá því að vera 183,7 í að vera metið á tveir og gengi í Gamma:Angla úr 105 í 55. Novus er fasteignafélag sem heldur utan um byggingar hér á landi en Anglia hefur fjárfest í fasteignaþróunarverkefnum í Bretlandi. Meðal þeirra sem hafa fjárfesti í þessum sjóðum eru íslenskir lífeyrissjóðir. Haukur Jónsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja, segir að niðurfærslan í Gamma:Novus hafi valdið miklum vonbrigðum. „Í árslok 2013 fjáfestum við fyrir hundrað milljónir í Gamma Novus og í árslok 2013 fáum við endurgreiðslu í formi sölu upp á 34 milljónir króna. Þannig að nettó staðan er 66 milljónir. Verðmatið samkvæmt gengi fer úr 155 milljónum í 1,7 milljónir,“ segir Haukur.Haukur Jónsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja.Fundað í hádeginu Nýir stjórnendur Gamma sendu fjárfestum skýringar á niðurfærslunni á mánudaginn en þar kemur fram að ástæðan sé að framvinda verkefna hafi verið ofmetin. Framkvæmdakostnaður yfir áætlunum. Ekki hafi verið að fullu tekið tillit til fjármagnskostnaðar félagsins vegna skuldabréf og þróun um söluverð íbúða og þróunareigna hafi verið endurmetin. „Augljóslega eru þetta ekki nægjanlegar skýringar og við tökum málið sérstaklega fyrir á stjórnarfundi sjóðsins í hádeginu. Eðlilega viljum við fá nánari skýringar,“ segir Haukur, sem telur niðurfærsluna ekki standast. „Við lítum á málið mjög alvarlegum augum og það er ekkert sem við sjáum að geti valdið því að þetta fari svona mikið niður nánast í ekki neitt.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, taldi þörf á rannsókn á niðurfærslu sjóðanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Haukur segir að eftirlit með fjármálamarkaði geti stigið inn. „Ég bendi á að Fjármálaeftirlitið sem á að sinna þessum störfum. Við eigum eftir að taka ákvörðun um hvort við kærum málið.“ GAMMA Lífeyrissjóðir Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Vill rannsókn vegna niðurfærslu gengis hjá sjóðum Gamma Fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, tapa tæpum þremur milljörðum króna vegna niðurfærslu á gengi tveggja sjóða í rekstri Gamma. Þá hefur þetta neikvæð áhrif á afkomu tryggingafélaga. Nýir stjórnendur Gamma segja ástæðuna meðal annars vera endurmat eigna og hærri byggingakostnað. Formaður VR vill að fram fari rannsókn. 1. október 2019 18:30 Kanna greiðslur sem runnu frá félagi í stýringu GAMMA Grunur um að ekki hafi verið eðlilega staðið að greiðslum til félaga sem komu að verkefnum Upphafs. Félag Guðbjargar í Eyjum fjárfesti fyrir hundruð milljóna í sjóð GAMMA og Stoðir fyrir 500 milljónir í skuldabréfaútboði. 2. október 2019 08:00 Félag Gísla hagnast um 1.100 milljónir Hagnaður fjárfestingafélags Gísla Haukssonar, fyrrverandi forstjóra og annars stofnenda GAMMA, nam tæplega 1.083 milljónum króna í fyrra og jókst um einn milljarð á milli ára. 2. október 2019 08:00 Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja segir að niðurfærsla á gengi Gamma:Novus rekstrarsjóðsins sé litið grafalvarlegum augum. Lífeyrissjóðurinn fjárfesti í Novus fyrir tveimur árum og hlutaféð hefur nánast þurrkast út. Stjórnendur Gamma sendu fjárfestum skýringar á niðurfærslum tveggja sjóða á mánudag. Gengi tveggja sjóða í rekstri Gamma, eða Gamma:Novus og Gamma:Anglia, var fært verulega niður á mánudag. Þannig fór gengi í Gamma:Novus frá því að vera 183,7 í að vera metið á tveir og gengi í Gamma:Angla úr 105 í 55. Novus er fasteignafélag sem heldur utan um byggingar hér á landi en Anglia hefur fjárfest í fasteignaþróunarverkefnum í Bretlandi. Meðal þeirra sem hafa fjárfesti í þessum sjóðum eru íslenskir lífeyrissjóðir. Haukur Jónsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja, segir að niðurfærslan í Gamma:Novus hafi valdið miklum vonbrigðum. „Í árslok 2013 fjáfestum við fyrir hundrað milljónir í Gamma Novus og í árslok 2013 fáum við endurgreiðslu í formi sölu upp á 34 milljónir króna. Þannig að nettó staðan er 66 milljónir. Verðmatið samkvæmt gengi fer úr 155 milljónum í 1,7 milljónir,“ segir Haukur.Haukur Jónsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja.Fundað í hádeginu Nýir stjórnendur Gamma sendu fjárfestum skýringar á niðurfærslunni á mánudaginn en þar kemur fram að ástæðan sé að framvinda verkefna hafi verið ofmetin. Framkvæmdakostnaður yfir áætlunum. Ekki hafi verið að fullu tekið tillit til fjármagnskostnaðar félagsins vegna skuldabréf og þróun um söluverð íbúða og þróunareigna hafi verið endurmetin. „Augljóslega eru þetta ekki nægjanlegar skýringar og við tökum málið sérstaklega fyrir á stjórnarfundi sjóðsins í hádeginu. Eðlilega viljum við fá nánari skýringar,“ segir Haukur, sem telur niðurfærsluna ekki standast. „Við lítum á málið mjög alvarlegum augum og það er ekkert sem við sjáum að geti valdið því að þetta fari svona mikið niður nánast í ekki neitt.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, taldi þörf á rannsókn á niðurfærslu sjóðanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Haukur segir að eftirlit með fjármálamarkaði geti stigið inn. „Ég bendi á að Fjármálaeftirlitið sem á að sinna þessum störfum. Við eigum eftir að taka ákvörðun um hvort við kærum málið.“
GAMMA Lífeyrissjóðir Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Vill rannsókn vegna niðurfærslu gengis hjá sjóðum Gamma Fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, tapa tæpum þremur milljörðum króna vegna niðurfærslu á gengi tveggja sjóða í rekstri Gamma. Þá hefur þetta neikvæð áhrif á afkomu tryggingafélaga. Nýir stjórnendur Gamma segja ástæðuna meðal annars vera endurmat eigna og hærri byggingakostnað. Formaður VR vill að fram fari rannsókn. 1. október 2019 18:30 Kanna greiðslur sem runnu frá félagi í stýringu GAMMA Grunur um að ekki hafi verið eðlilega staðið að greiðslum til félaga sem komu að verkefnum Upphafs. Félag Guðbjargar í Eyjum fjárfesti fyrir hundruð milljóna í sjóð GAMMA og Stoðir fyrir 500 milljónir í skuldabréfaútboði. 2. október 2019 08:00 Félag Gísla hagnast um 1.100 milljónir Hagnaður fjárfestingafélags Gísla Haukssonar, fyrrverandi forstjóra og annars stofnenda GAMMA, nam tæplega 1.083 milljónum króna í fyrra og jókst um einn milljarð á milli ára. 2. október 2019 08:00 Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Vill rannsókn vegna niðurfærslu gengis hjá sjóðum Gamma Fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, tapa tæpum þremur milljörðum króna vegna niðurfærslu á gengi tveggja sjóða í rekstri Gamma. Þá hefur þetta neikvæð áhrif á afkomu tryggingafélaga. Nýir stjórnendur Gamma segja ástæðuna meðal annars vera endurmat eigna og hærri byggingakostnað. Formaður VR vill að fram fari rannsókn. 1. október 2019 18:30
Kanna greiðslur sem runnu frá félagi í stýringu GAMMA Grunur um að ekki hafi verið eðlilega staðið að greiðslum til félaga sem komu að verkefnum Upphafs. Félag Guðbjargar í Eyjum fjárfesti fyrir hundruð milljóna í sjóð GAMMA og Stoðir fyrir 500 milljónir í skuldabréfaútboði. 2. október 2019 08:00
Félag Gísla hagnast um 1.100 milljónir Hagnaður fjárfestingafélags Gísla Haukssonar, fyrrverandi forstjóra og annars stofnenda GAMMA, nam tæplega 1.083 milljónum króna í fyrra og jókst um einn milljarð á milli ára. 2. október 2019 08:00