Orð og ábyrgð Ólöf Skaftadóttir skrifar 3. október 2019 07:00 Ég fékk hálfgert áfall þegar ég heyrði umræðurnar í þinginu, og trúið mér, það þarf nokkuð mikið til að koma mér úr jafnvægi í þeim efnum,“ sagði Brendan Cox, ekkill bresku þingkonunnar Jo Cox, sem myrt var við vinnu í kjördæmi sínu í aðdraganda Brexit-kosninganna árið 2016. Umræðurnar sem Cox vísar til áttu sér stað þegar þingmenn komu saman aftur eftir að Hæstiréttur landsins hafði úrskurðað ákvörðun forsætisráðherrans um að fresta þinghaldi ólögmæta. Einu sinni sem oftar var Brexit bitbeinið. Boris Johnson kallar lög sem skylda hann til að sækja um frekari frestun á útgöngu Breta „Uppgjafarlögin“, sem hefur auðvitað skýra hernaðarlega tilvísun hjá gamla heimsveldinu. Andstæðingar Johnsons saka hann á móti um „valdarán“ og uppnefna hann „einræðisherra“. Gífuryrðin ganga á víxl og á sama tíma hækkar hitastigið meðal kjósenda. Hótanir í garð stjórnmálamanna verða sífellt algengari og, líkt og Brendan Cox getur vitnað um, eru því miður dæmi um að gjörðir fylgi orðum. „Þessi pólaríseraða orðræða er að valda varanlegu tjóni á stjórnmálunum,“ segir hann. Orðum fylgir nefnilega ábyrgð. Við Íslendingar þurfum þó ekki að líta til Bretlands til að finna sambærileg dæmi um orðaflaum. Ofgnótt er í heimabyggð. Formaður Miðflokksins sagði til að mynda orkupakka þrjú, tiltölulega saklausa innleiðingu á samevrópsku regluverki, vera „stórhættulegan“ og vísaði ítrekað í „fullveldið“ og sambærileg hugtök: „[…] að okkur verður sótt af hagsmunaaðilum og pólitískum andstæðingum,“ bætti hann við. Formaðurinn er heldur ekki einn um stóryrði. Oddviti sama flokks í borgarstjórn telur embættismannakerfið í Ráðhúsinu „áreita“ sig. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins talar um „einræði og harðstjórn í Reykjavík“, og það í tengslum við umræður um samgöngumál! Gífuryrðin æsa svo í vanstilltum nærbuxnariddurum á samfélagsmiðlum og kommentakerfum. Þannig heldur hringrásin áfram. Sjálfnærandi. Auðvitað er það beinlínis eðli stjórnmálanna að tekist sé á. Það má hins vegar ekki vera á kostnað almennrar kurteisi og háttvísi í samskiptum. Ýmislegt má vafalaust segja um Dag B. Eggertsson en fullyrða má að hann er hvorki einræðisherra né harðstjóri. Stjórnmálamenn og aðrir sem tjá sig á opinberum vettvangi verða að geta sýnt stillingu. Það getur ekki talist hluti af eðlilegum skoðanaskiptum að sjá andstæðinga í hverju horni, eða setja kollega sína í flokk með helstu grimmdarmennum tuttugustu aldarinnar. Kannski skorar slíkt tal stundarpunkta í því sem stundum er kallað grasrót. En til lengri tíma er hreinlega verið að vinna stjórnmálunum tjón og beinlínis hætta á að vanstilltir einstaklingar grípi til örþrifaráða. Orðum fylgir nefnilega ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég fékk hálfgert áfall þegar ég heyrði umræðurnar í þinginu, og trúið mér, það þarf nokkuð mikið til að koma mér úr jafnvægi í þeim efnum,“ sagði Brendan Cox, ekkill bresku þingkonunnar Jo Cox, sem myrt var við vinnu í kjördæmi sínu í aðdraganda Brexit-kosninganna árið 2016. Umræðurnar sem Cox vísar til áttu sér stað þegar þingmenn komu saman aftur eftir að Hæstiréttur landsins hafði úrskurðað ákvörðun forsætisráðherrans um að fresta þinghaldi ólögmæta. Einu sinni sem oftar var Brexit bitbeinið. Boris Johnson kallar lög sem skylda hann til að sækja um frekari frestun á útgöngu Breta „Uppgjafarlögin“, sem hefur auðvitað skýra hernaðarlega tilvísun hjá gamla heimsveldinu. Andstæðingar Johnsons saka hann á móti um „valdarán“ og uppnefna hann „einræðisherra“. Gífuryrðin ganga á víxl og á sama tíma hækkar hitastigið meðal kjósenda. Hótanir í garð stjórnmálamanna verða sífellt algengari og, líkt og Brendan Cox getur vitnað um, eru því miður dæmi um að gjörðir fylgi orðum. „Þessi pólaríseraða orðræða er að valda varanlegu tjóni á stjórnmálunum,“ segir hann. Orðum fylgir nefnilega ábyrgð. Við Íslendingar þurfum þó ekki að líta til Bretlands til að finna sambærileg dæmi um orðaflaum. Ofgnótt er í heimabyggð. Formaður Miðflokksins sagði til að mynda orkupakka þrjú, tiltölulega saklausa innleiðingu á samevrópsku regluverki, vera „stórhættulegan“ og vísaði ítrekað í „fullveldið“ og sambærileg hugtök: „[…] að okkur verður sótt af hagsmunaaðilum og pólitískum andstæðingum,“ bætti hann við. Formaðurinn er heldur ekki einn um stóryrði. Oddviti sama flokks í borgarstjórn telur embættismannakerfið í Ráðhúsinu „áreita“ sig. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins talar um „einræði og harðstjórn í Reykjavík“, og það í tengslum við umræður um samgöngumál! Gífuryrðin æsa svo í vanstilltum nærbuxnariddurum á samfélagsmiðlum og kommentakerfum. Þannig heldur hringrásin áfram. Sjálfnærandi. Auðvitað er það beinlínis eðli stjórnmálanna að tekist sé á. Það má hins vegar ekki vera á kostnað almennrar kurteisi og háttvísi í samskiptum. Ýmislegt má vafalaust segja um Dag B. Eggertsson en fullyrða má að hann er hvorki einræðisherra né harðstjóri. Stjórnmálamenn og aðrir sem tjá sig á opinberum vettvangi verða að geta sýnt stillingu. Það getur ekki talist hluti af eðlilegum skoðanaskiptum að sjá andstæðinga í hverju horni, eða setja kollega sína í flokk með helstu grimmdarmennum tuttugustu aldarinnar. Kannski skorar slíkt tal stundarpunkta í því sem stundum er kallað grasrót. En til lengri tíma er hreinlega verið að vinna stjórnmálunum tjón og beinlínis hætta á að vanstilltir einstaklingar grípi til örþrifaráða. Orðum fylgir nefnilega ábyrgð.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun