Orð og ábyrgð Ólöf Skaftadóttir skrifar 3. október 2019 07:00 Ég fékk hálfgert áfall þegar ég heyrði umræðurnar í þinginu, og trúið mér, það þarf nokkuð mikið til að koma mér úr jafnvægi í þeim efnum,“ sagði Brendan Cox, ekkill bresku þingkonunnar Jo Cox, sem myrt var við vinnu í kjördæmi sínu í aðdraganda Brexit-kosninganna árið 2016. Umræðurnar sem Cox vísar til áttu sér stað þegar þingmenn komu saman aftur eftir að Hæstiréttur landsins hafði úrskurðað ákvörðun forsætisráðherrans um að fresta þinghaldi ólögmæta. Einu sinni sem oftar var Brexit bitbeinið. Boris Johnson kallar lög sem skylda hann til að sækja um frekari frestun á útgöngu Breta „Uppgjafarlögin“, sem hefur auðvitað skýra hernaðarlega tilvísun hjá gamla heimsveldinu. Andstæðingar Johnsons saka hann á móti um „valdarán“ og uppnefna hann „einræðisherra“. Gífuryrðin ganga á víxl og á sama tíma hækkar hitastigið meðal kjósenda. Hótanir í garð stjórnmálamanna verða sífellt algengari og, líkt og Brendan Cox getur vitnað um, eru því miður dæmi um að gjörðir fylgi orðum. „Þessi pólaríseraða orðræða er að valda varanlegu tjóni á stjórnmálunum,“ segir hann. Orðum fylgir nefnilega ábyrgð. Við Íslendingar þurfum þó ekki að líta til Bretlands til að finna sambærileg dæmi um orðaflaum. Ofgnótt er í heimabyggð. Formaður Miðflokksins sagði til að mynda orkupakka þrjú, tiltölulega saklausa innleiðingu á samevrópsku regluverki, vera „stórhættulegan“ og vísaði ítrekað í „fullveldið“ og sambærileg hugtök: „[…] að okkur verður sótt af hagsmunaaðilum og pólitískum andstæðingum,“ bætti hann við. Formaðurinn er heldur ekki einn um stóryrði. Oddviti sama flokks í borgarstjórn telur embættismannakerfið í Ráðhúsinu „áreita“ sig. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins talar um „einræði og harðstjórn í Reykjavík“, og það í tengslum við umræður um samgöngumál! Gífuryrðin æsa svo í vanstilltum nærbuxnariddurum á samfélagsmiðlum og kommentakerfum. Þannig heldur hringrásin áfram. Sjálfnærandi. Auðvitað er það beinlínis eðli stjórnmálanna að tekist sé á. Það má hins vegar ekki vera á kostnað almennrar kurteisi og háttvísi í samskiptum. Ýmislegt má vafalaust segja um Dag B. Eggertsson en fullyrða má að hann er hvorki einræðisherra né harðstjóri. Stjórnmálamenn og aðrir sem tjá sig á opinberum vettvangi verða að geta sýnt stillingu. Það getur ekki talist hluti af eðlilegum skoðanaskiptum að sjá andstæðinga í hverju horni, eða setja kollega sína í flokk með helstu grimmdarmennum tuttugustu aldarinnar. Kannski skorar slíkt tal stundarpunkta í því sem stundum er kallað grasrót. En til lengri tíma er hreinlega verið að vinna stjórnmálunum tjón og beinlínis hætta á að vanstilltir einstaklingar grípi til örþrifaráða. Orðum fylgir nefnilega ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Ég fékk hálfgert áfall þegar ég heyrði umræðurnar í þinginu, og trúið mér, það þarf nokkuð mikið til að koma mér úr jafnvægi í þeim efnum,“ sagði Brendan Cox, ekkill bresku þingkonunnar Jo Cox, sem myrt var við vinnu í kjördæmi sínu í aðdraganda Brexit-kosninganna árið 2016. Umræðurnar sem Cox vísar til áttu sér stað þegar þingmenn komu saman aftur eftir að Hæstiréttur landsins hafði úrskurðað ákvörðun forsætisráðherrans um að fresta þinghaldi ólögmæta. Einu sinni sem oftar var Brexit bitbeinið. Boris Johnson kallar lög sem skylda hann til að sækja um frekari frestun á útgöngu Breta „Uppgjafarlögin“, sem hefur auðvitað skýra hernaðarlega tilvísun hjá gamla heimsveldinu. Andstæðingar Johnsons saka hann á móti um „valdarán“ og uppnefna hann „einræðisherra“. Gífuryrðin ganga á víxl og á sama tíma hækkar hitastigið meðal kjósenda. Hótanir í garð stjórnmálamanna verða sífellt algengari og, líkt og Brendan Cox getur vitnað um, eru því miður dæmi um að gjörðir fylgi orðum. „Þessi pólaríseraða orðræða er að valda varanlegu tjóni á stjórnmálunum,“ segir hann. Orðum fylgir nefnilega ábyrgð. Við Íslendingar þurfum þó ekki að líta til Bretlands til að finna sambærileg dæmi um orðaflaum. Ofgnótt er í heimabyggð. Formaður Miðflokksins sagði til að mynda orkupakka þrjú, tiltölulega saklausa innleiðingu á samevrópsku regluverki, vera „stórhættulegan“ og vísaði ítrekað í „fullveldið“ og sambærileg hugtök: „[…] að okkur verður sótt af hagsmunaaðilum og pólitískum andstæðingum,“ bætti hann við. Formaðurinn er heldur ekki einn um stóryrði. Oddviti sama flokks í borgarstjórn telur embættismannakerfið í Ráðhúsinu „áreita“ sig. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins talar um „einræði og harðstjórn í Reykjavík“, og það í tengslum við umræður um samgöngumál! Gífuryrðin æsa svo í vanstilltum nærbuxnariddurum á samfélagsmiðlum og kommentakerfum. Þannig heldur hringrásin áfram. Sjálfnærandi. Auðvitað er það beinlínis eðli stjórnmálanna að tekist sé á. Það má hins vegar ekki vera á kostnað almennrar kurteisi og háttvísi í samskiptum. Ýmislegt má vafalaust segja um Dag B. Eggertsson en fullyrða má að hann er hvorki einræðisherra né harðstjóri. Stjórnmálamenn og aðrir sem tjá sig á opinberum vettvangi verða að geta sýnt stillingu. Það getur ekki talist hluti af eðlilegum skoðanaskiptum að sjá andstæðinga í hverju horni, eða setja kollega sína í flokk með helstu grimmdarmennum tuttugustu aldarinnar. Kannski skorar slíkt tal stundarpunkta í því sem stundum er kallað grasrót. En til lengri tíma er hreinlega verið að vinna stjórnmálunum tjón og beinlínis hætta á að vanstilltir einstaklingar grípi til örþrifaráða. Orðum fylgir nefnilega ábyrgð.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun