Stjórnendur virtu að vettugi kostnaðarmat verkfræðistofu Björn Þorfinnsson skrifar 3. október 2019 06:00 Kostnaðaráætlun samin innan Upphafs vegna Hafnarbrautar 12 var verulega vanmetin. Framkvæmdastjóri Ferils verkfræðistofu segir að kostnaðaráætlun sem fyrirtækið vann fyrir Upphaf fasteignafélag vegna verkefnis á Kársnesi standist og sé í takt við framvindu verksins. Mat fyrirtækisins hafi verið virt að vettugi og farið eftir annarri kostnaðaráætlun sem samin var innan Upphafs. Sú kostnaðaráætlun hafi verið verulega vanáætluð. Í byrjun vikunnar var greint frá því að staða tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri GAMMA, það er GAMMA: Novus og GAMMA: Anglia, hafi verið umtalsvert verri en gert var ráð fyrir. Um síðustu áramót var eigið fé GAMMA: Novus sagt vera 4,4 milljarðar króna en það var lækkað niður í 42 milljónir króna í vikunni. Helsta eign GAMMA: Novus er Upphaf fasteignafélag. Í tilkynningu sem GAMMA sendi frá sér vegna hinna válegu tíðinda kom fram að verulegar eignir væru í félaginu, meðal annars 277 íbúðir í byggingu. Stórt stak í því mengi er bygging 129 íbúða við Hafnarbraut 12 á Kársnesi. Samkvæmt áætlunum átti sala að hefjast á fyrstu íbúðunum í haust en ljóst er að töf verður á því. Í tilkynningu GAMMA kom fram að kostnaður við framkvæmdir verkefna Upphafs, þar á meðal við Hafnarbraut 12, hafi verið vanmetinn og að raunframvinda verkefna félagsins hafi verið ofmetin. Verkfræðistofunni Ferli var falið að gera kostnaðaráætlun vegna Hafnarbrautar 12 fyrir stjórnendur Upphafs. Sú kostnaðaráætlun var þó ekki höfð til hliðsjónar þegar verkefnið var kynnt fjárfestum. Þá kom fram í frétt Markaðarins í vikunni að til stæði að kanna greiðslur til félaga sem komu að verkefnum Upphafs, meðal annars verkfræðistofunnar, vegna vafa um hvort eðlilega hafi verið að þeim staðið. „Við vísum því alfarið á bug að óeðlilegar greiðslur hafi borist til okkar og skiljum ekki hvaðan sú umræða kemur. Það er rétt að við gerðum kostnaðaráætlun vegna verkefnisins á Hafnarbraut. Sú kostnaðaráætlun er raunsæ en það var ekki farið eftir henni. Stjórnendur Upphafs sömdu aðra kostnaðaráætlun innanhúss sem hefur ráðið för og virtu okkar mat að vettugi,“ segir Ásmundur Ingvarsson, framkvæmdastjóri verkfræðistofunnar. Máni Atlason, nýráðinn framkvæmdastjóri GAMMA, segist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Nýir stjórnendur séu að rannsaka, með aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga eftir því sem við á, hvað hafi farið úrskeiðis. „Við höfum upplýst fjárfesta sjóðanna um hver staðan er og okkar vinna er að reyna að verja virði þeirra eigna sem eru í félaginu,“ segir Máni. Hann vildi ekki svara spurningu um hvort fyrri stjórnendur hefðu gerst sekir um saknæmt athæfi. Birtist í Fréttablaðinu GAMMA Markaðir Skipulag Tengdar fréttir Kanna greiðslur sem runnu frá félagi í stýringu GAMMA Grunur um að ekki hafi verið eðlilega staðið að greiðslum til félaga sem komu að verkefnum Upphafs. Félag Guðbjargar í Eyjum fjárfesti fyrir hundruð milljóna í sjóð GAMMA og Stoðir fyrir 500 milljónir í skuldabréfaútboði. 2. október 2019 08:00 Segir niðurfærslu Gamma:Novus ekki standast Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja segir að niðurfærsla á gengi Gamma:Novus rekstrarsjóðsins sé litið grafalvarlegum augum. 2. október 2019 13:00 Lífeyrissjóðir lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með stöðu sjóða hjá Gamma Nýir stjórnendur Gamma ætla að rannsaka hvað fór úrskeiðis í rekstri tveggja sjóða hjá félaginu 2. október 2019 21:00 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Ferils verkfræðistofu segir að kostnaðaráætlun sem fyrirtækið vann fyrir Upphaf fasteignafélag vegna verkefnis á Kársnesi standist og sé í takt við framvindu verksins. Mat fyrirtækisins hafi verið virt að vettugi og farið eftir annarri kostnaðaráætlun sem samin var innan Upphafs. Sú kostnaðaráætlun hafi verið verulega vanáætluð. Í byrjun vikunnar var greint frá því að staða tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri GAMMA, það er GAMMA: Novus og GAMMA: Anglia, hafi verið umtalsvert verri en gert var ráð fyrir. Um síðustu áramót var eigið fé GAMMA: Novus sagt vera 4,4 milljarðar króna en það var lækkað niður í 42 milljónir króna í vikunni. Helsta eign GAMMA: Novus er Upphaf fasteignafélag. Í tilkynningu sem GAMMA sendi frá sér vegna hinna válegu tíðinda kom fram að verulegar eignir væru í félaginu, meðal annars 277 íbúðir í byggingu. Stórt stak í því mengi er bygging 129 íbúða við Hafnarbraut 12 á Kársnesi. Samkvæmt áætlunum átti sala að hefjast á fyrstu íbúðunum í haust en ljóst er að töf verður á því. Í tilkynningu GAMMA kom fram að kostnaður við framkvæmdir verkefna Upphafs, þar á meðal við Hafnarbraut 12, hafi verið vanmetinn og að raunframvinda verkefna félagsins hafi verið ofmetin. Verkfræðistofunni Ferli var falið að gera kostnaðaráætlun vegna Hafnarbrautar 12 fyrir stjórnendur Upphafs. Sú kostnaðaráætlun var þó ekki höfð til hliðsjónar þegar verkefnið var kynnt fjárfestum. Þá kom fram í frétt Markaðarins í vikunni að til stæði að kanna greiðslur til félaga sem komu að verkefnum Upphafs, meðal annars verkfræðistofunnar, vegna vafa um hvort eðlilega hafi verið að þeim staðið. „Við vísum því alfarið á bug að óeðlilegar greiðslur hafi borist til okkar og skiljum ekki hvaðan sú umræða kemur. Það er rétt að við gerðum kostnaðaráætlun vegna verkefnisins á Hafnarbraut. Sú kostnaðaráætlun er raunsæ en það var ekki farið eftir henni. Stjórnendur Upphafs sömdu aðra kostnaðaráætlun innanhúss sem hefur ráðið för og virtu okkar mat að vettugi,“ segir Ásmundur Ingvarsson, framkvæmdastjóri verkfræðistofunnar. Máni Atlason, nýráðinn framkvæmdastjóri GAMMA, segist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Nýir stjórnendur séu að rannsaka, með aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga eftir því sem við á, hvað hafi farið úrskeiðis. „Við höfum upplýst fjárfesta sjóðanna um hver staðan er og okkar vinna er að reyna að verja virði þeirra eigna sem eru í félaginu,“ segir Máni. Hann vildi ekki svara spurningu um hvort fyrri stjórnendur hefðu gerst sekir um saknæmt athæfi.
Birtist í Fréttablaðinu GAMMA Markaðir Skipulag Tengdar fréttir Kanna greiðslur sem runnu frá félagi í stýringu GAMMA Grunur um að ekki hafi verið eðlilega staðið að greiðslum til félaga sem komu að verkefnum Upphafs. Félag Guðbjargar í Eyjum fjárfesti fyrir hundruð milljóna í sjóð GAMMA og Stoðir fyrir 500 milljónir í skuldabréfaútboði. 2. október 2019 08:00 Segir niðurfærslu Gamma:Novus ekki standast Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja segir að niðurfærsla á gengi Gamma:Novus rekstrarsjóðsins sé litið grafalvarlegum augum. 2. október 2019 13:00 Lífeyrissjóðir lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með stöðu sjóða hjá Gamma Nýir stjórnendur Gamma ætla að rannsaka hvað fór úrskeiðis í rekstri tveggja sjóða hjá félaginu 2. október 2019 21:00 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Kanna greiðslur sem runnu frá félagi í stýringu GAMMA Grunur um að ekki hafi verið eðlilega staðið að greiðslum til félaga sem komu að verkefnum Upphafs. Félag Guðbjargar í Eyjum fjárfesti fyrir hundruð milljóna í sjóð GAMMA og Stoðir fyrir 500 milljónir í skuldabréfaútboði. 2. október 2019 08:00
Segir niðurfærslu Gamma:Novus ekki standast Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja segir að niðurfærsla á gengi Gamma:Novus rekstrarsjóðsins sé litið grafalvarlegum augum. 2. október 2019 13:00
Lífeyrissjóðir lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með stöðu sjóða hjá Gamma Nýir stjórnendur Gamma ætla að rannsaka hvað fór úrskeiðis í rekstri tveggja sjóða hjá félaginu 2. október 2019 21:00