Þvingaður til að nota óþægilegri þvagleggi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. október 2019 07:30 Lífsgæði Sigurðar versnuðu talsvert eftir útboð Sjúkratrygginga í fyrra. „Þeir koma bara af fjöllum að það sé einhver að kvarta,“ segir Sigurður Halldór Jesson sem notar þvagleggi en hefur ekki fengið þá tegund sem honum hentar best síðan í fyrra eftir útboð hjá Sjúkratryggingum Íslands. Undanfarin tíu ár hefur Sigurður þurft að þræða þvaglegg fjórum til sex sinnum á dag inn að þvagblöðrunni til þess að geta tæmt hana. Hann kveðst fljótlega hafa fundið út að ein tegund þvagleggja hafði minnst óþægindi í för með sér fyrir hann. Í nóvember í fyrra hafi honum verið tilkynnt að tegundin yrði ekki lengur á boðstólum. Sigurður kveðst hafa fengið þær skýringar frá Sjúkratryggingum að fagnefnd hafi metið leggina sem voru í boði og talið þá standast umbeðnar öryggiskröfur. „Þær tengjast fyrst og fremst sýkingarhættu en þeir hugsa eiginlega ekkert um þægindin, eins og fyrir mig sem vinnandi mann,“ segir hann. Leggirnir sem Sigurður notar í dag segir hann að séu miklu lengri og mun óþægilegri. „Það er erfiðara að nota þá. Þeir bogna og beygjast þegar maður er að þræða upp í. Hinn var stinnari þannig að það var auðveldara að stýra honum,“ lýsir hann. Fyrri tegundin hafi verið í litlum staukum og miklu meðfærilegri. Hann er grunnskólakennari á Selfossi og segist reyna að lifa sem eðlilegustu lífi. Nýja gerðin sé fyrirferðarmikil og óþægileg á ferðalögum til að mynda.Þvagleggirnir í grænu umbúðunum eru þeir sem Sigurður Halldór notaði áður. Leggirnir til vinstri eru þeir sem hann verður að nota í dag.Í yfirlýsingu í desember í fyrra eftir kvartanir frá sérfræðilækni og Sjálfsbjörg sögðu Landspítalinn og Sjúkratryggingar Íslands að ekki hafi borist gilt tilboð í umrædda vöru. Þar með væri ekki heimilt að kaupa hana. „Landspítali og SÍ harma þann misskilning sem einkennt hefur umræðuna.“ Sigurður kveður Icepharma, sem flytur inn þá þvagleggi sem hann notaði áður, ekki sammála því að tilboð fyrirtækisins hafi verið ógilt. Hann hafi heyrt að leggirnir sem hann notaði áður hafi verið dýrari og átt hafi að spara. Sjúkratryggingar greiða þvagleggi að fullu fyrir notendur. Segir Sigurður sig kosta ríkið rúmlega eina milljón krónur á ári. Hann hafi ekki ráð á að greiða eldri tegundina úr eigin vasa en hafi spurt hvort hann gæti fengið upphæðina frá Sjúkratryggingum og greitt þá mismuninn sjálfur. „Það er ekki í boði þannig að hendur mínar eru algerlega bundnar,“ segir hann. Sigurður segist hafa komist að því að framlengja ætti rammsamninginn frá í fyrra um þrjú ár. Hann hafi því nýlega reynt að að ýta aftur við SÍ. „Viðbrögðin voru eiginlega bara „computer says no“, útskýrir hann. „Það sem ég set helsta spurningarmerkið við er að við þvagleggjanotendur vorum aldrei spurðir hvað okkur finnst best. Ég geri ekki lítið úr reynslu bæklunarhjúkrunarfræðinga og bæklunarlækna en þeir eru nú kannski ekki að nota þessar græjur alla daga,“ segir Sigurður. Ekki liggur fyrir hversu margir nota þvagleggi reglulega. Sigurður telur þá skipta nokkrum hundruðum. Hann hefur nú stofnað vefsíðu og einnig lokaða síðu á Facebook fyrir hópinn undir umræðu um sameiginlega hagsmuni. Níu hafa skráð sig í hópinn og eru þar byrjaðir að deila reynslu sinni. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
„Þeir koma bara af fjöllum að það sé einhver að kvarta,“ segir Sigurður Halldór Jesson sem notar þvagleggi en hefur ekki fengið þá tegund sem honum hentar best síðan í fyrra eftir útboð hjá Sjúkratryggingum Íslands. Undanfarin tíu ár hefur Sigurður þurft að þræða þvaglegg fjórum til sex sinnum á dag inn að þvagblöðrunni til þess að geta tæmt hana. Hann kveðst fljótlega hafa fundið út að ein tegund þvagleggja hafði minnst óþægindi í för með sér fyrir hann. Í nóvember í fyrra hafi honum verið tilkynnt að tegundin yrði ekki lengur á boðstólum. Sigurður kveðst hafa fengið þær skýringar frá Sjúkratryggingum að fagnefnd hafi metið leggina sem voru í boði og talið þá standast umbeðnar öryggiskröfur. „Þær tengjast fyrst og fremst sýkingarhættu en þeir hugsa eiginlega ekkert um þægindin, eins og fyrir mig sem vinnandi mann,“ segir hann. Leggirnir sem Sigurður notar í dag segir hann að séu miklu lengri og mun óþægilegri. „Það er erfiðara að nota þá. Þeir bogna og beygjast þegar maður er að þræða upp í. Hinn var stinnari þannig að það var auðveldara að stýra honum,“ lýsir hann. Fyrri tegundin hafi verið í litlum staukum og miklu meðfærilegri. Hann er grunnskólakennari á Selfossi og segist reyna að lifa sem eðlilegustu lífi. Nýja gerðin sé fyrirferðarmikil og óþægileg á ferðalögum til að mynda.Þvagleggirnir í grænu umbúðunum eru þeir sem Sigurður Halldór notaði áður. Leggirnir til vinstri eru þeir sem hann verður að nota í dag.Í yfirlýsingu í desember í fyrra eftir kvartanir frá sérfræðilækni og Sjálfsbjörg sögðu Landspítalinn og Sjúkratryggingar Íslands að ekki hafi borist gilt tilboð í umrædda vöru. Þar með væri ekki heimilt að kaupa hana. „Landspítali og SÍ harma þann misskilning sem einkennt hefur umræðuna.“ Sigurður kveður Icepharma, sem flytur inn þá þvagleggi sem hann notaði áður, ekki sammála því að tilboð fyrirtækisins hafi verið ógilt. Hann hafi heyrt að leggirnir sem hann notaði áður hafi verið dýrari og átt hafi að spara. Sjúkratryggingar greiða þvagleggi að fullu fyrir notendur. Segir Sigurður sig kosta ríkið rúmlega eina milljón krónur á ári. Hann hafi ekki ráð á að greiða eldri tegundina úr eigin vasa en hafi spurt hvort hann gæti fengið upphæðina frá Sjúkratryggingum og greitt þá mismuninn sjálfur. „Það er ekki í boði þannig að hendur mínar eru algerlega bundnar,“ segir hann. Sigurður segist hafa komist að því að framlengja ætti rammsamninginn frá í fyrra um þrjú ár. Hann hafi því nýlega reynt að að ýta aftur við SÍ. „Viðbrögðin voru eiginlega bara „computer says no“, útskýrir hann. „Það sem ég set helsta spurningarmerkið við er að við þvagleggjanotendur vorum aldrei spurðir hvað okkur finnst best. Ég geri ekki lítið úr reynslu bæklunarhjúkrunarfræðinga og bæklunarlækna en þeir eru nú kannski ekki að nota þessar græjur alla daga,“ segir Sigurður. Ekki liggur fyrir hversu margir nota þvagleggi reglulega. Sigurður telur þá skipta nokkrum hundruðum. Hann hefur nú stofnað vefsíðu og einnig lokaða síðu á Facebook fyrir hópinn undir umræðu um sameiginlega hagsmuni. Níu hafa skráð sig í hópinn og eru þar byrjaðir að deila reynslu sinni.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira