Microsoft gerir aðra atlögu að símanum Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2019 11:34 Duo býr yfir tveimur 5,6 tommu skjám, sem samanlagt samsvarar 8,3 tommum. Vísir/getty Forsvarsmenn Microsoft kynntu í gær símann Surface Duo og er fyrirtækið þar með að gera aðra atlögu að símaframleiðslu rúmum tveimur árum eftir að framleiðslu síma var „hætt“ hjá Microsoft. Að þessu sinni munu símar fyrirtækisins keyra á Android en ekki stýrikerfi Microsoft, sem mun án efa laða að fleiri notendur. Duo þykir nokkuð merkilegur fyrir þær sakir að hann er með tvo skjái og er samanbrjótanlegur. Skjáirnir eru ekki samanbrjótanlegir eins og með Galaxy Fold, heldur síminn sjálfur. Duo býr yfir tveimur 5,6 tommu skjám, sem samanlagt samsvarar 8,3 tommum. Kynning Microsoft í gær innihélt þó ekki mikið meiri upplýsingar um símann en það. Síminn mun þó ekki birtast í hillum verslana fyrr en seint á næsta ári. Samhliða símanum kynnti fyrirtækið einnig tveggja skjáa spjaldtölvu sem ber heitið Suface Neo. Sú spjaldtölva mun þó keyra á nýrri útgáfu af stýrikerfi Microsoft sem kallast Windows 10X.Blaðamenn CNet vekja athygli á því að það gæti reynst Microsoft erfitt að ná góðri stöðu á markaðssímum heimsins. Í dag séu í raun þrjú fyrirtæki sem stýri mörkuðunum. Á öðrum fjórðungi þessa árs voru 22 prósent seldra síma frá Samsung, 17 prósent frá Huawei og ellefu prósent frá Apple. Samkvæmt greiningaraðilum er ekkert annað fyrirtæki með tíu prósent markaðshlutdeild. Hér að neðan má sjá myndbönd um þær vörur sem Microsoft kynnti í gær. Microsoft Tækni Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Forsvarsmenn Microsoft kynntu í gær símann Surface Duo og er fyrirtækið þar með að gera aðra atlögu að símaframleiðslu rúmum tveimur árum eftir að framleiðslu síma var „hætt“ hjá Microsoft. Að þessu sinni munu símar fyrirtækisins keyra á Android en ekki stýrikerfi Microsoft, sem mun án efa laða að fleiri notendur. Duo þykir nokkuð merkilegur fyrir þær sakir að hann er með tvo skjái og er samanbrjótanlegur. Skjáirnir eru ekki samanbrjótanlegir eins og með Galaxy Fold, heldur síminn sjálfur. Duo býr yfir tveimur 5,6 tommu skjám, sem samanlagt samsvarar 8,3 tommum. Kynning Microsoft í gær innihélt þó ekki mikið meiri upplýsingar um símann en það. Síminn mun þó ekki birtast í hillum verslana fyrr en seint á næsta ári. Samhliða símanum kynnti fyrirtækið einnig tveggja skjáa spjaldtölvu sem ber heitið Suface Neo. Sú spjaldtölva mun þó keyra á nýrri útgáfu af stýrikerfi Microsoft sem kallast Windows 10X.Blaðamenn CNet vekja athygli á því að það gæti reynst Microsoft erfitt að ná góðri stöðu á markaðssímum heimsins. Í dag séu í raun þrjú fyrirtæki sem stýri mörkuðunum. Á öðrum fjórðungi þessa árs voru 22 prósent seldra síma frá Samsung, 17 prósent frá Huawei og ellefu prósent frá Apple. Samkvæmt greiningaraðilum er ekkert annað fyrirtæki með tíu prósent markaðshlutdeild. Hér að neðan má sjá myndbönd um þær vörur sem Microsoft kynnti í gær.
Microsoft Tækni Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira