Óþægilegar upplýsingar Hjálmar S. Ásbjörnsson skrifar 3. október 2019 15:30 Við höfum öll heyrt dómsdagsspárnar. Heilsa vistkerfa sem við og aðrar dýrategundir reiðum okkur á hrörnar nú hraðar en nokkru sinni fyrr. Skordýr í útrýmingarhættu. Plöntur deyja út. Loftslagsbreytingar af mannavöldum. Svo þessi þunghögga tala beint í magann: 150-200 dýrategundir deyja út daglega. Og ástæðan er einföld: Brölt homo sapiens. En hvernig getum við brugðist við svona upplýsingum á heilbrigðan hátt? Mannshugurinn hefur nefninlega tilhneigingu til að forðast það sem er óþægilegt. Hugurinn er einfaldlega víraður þannig. Hann vill vernda okkur. Að forðast óþægindi er líka sérstaklega auðvelt í núverandi umhverfi þar sem áreiti eru sífellt til taks til að ræna athygli okkar. Í mannkynssögunni hefur aldrei verið jafn auðvelt að loka sig af og sleppa því að finna til. Þessi blanda af huga sem vill vernda okkur og áreitum sem vilja ræna athygli okkar kemur í veg fyrir að óþægilegar upplýsingar fái að síast nógu djúpt inn. Þar af leiðandi fáum við ekki svigrúm til að breytast. Hjökkumst áfram í sama gamla farinu. Ég trúi því að til að raunveruleg breyting eigi sér stað þurfum við að breytast tilfinningalega. Hversu ljóðrænt er það að eiginleikinn til að finna til (sem við eigum sameiginlegt með öðrum lífverum) geti bjargað lífi á jörðinni. Hlutverk tilfinninga er einmitt til að vernda okkur. 150-200 dýrategundir deyja út daglega. Ég legg til að við bregðumst við þessum óþægilegu upplýsingum, ekki með forðun, heldur meðvitað að gefa þessum staðreyndum athygli og tíma til að síast inn. Leyfa þessum upplýsingum að hvíla aðeins á vinnuborði hugans. Hvað þýðir það að dýrategundir deyja út? Hvað þýðir það að sum vistkerfi jarðarinnar eru að hruni komin? Hvað þýðir það að jöklar eru að hverfa, sjávarmál að hækka, þurrkar að verða verri, hamfaraveður tíðara, og fólk að missa heimili sín? Á hegðun mín einhvern hlut að máli? Það er allt í lagi að hafa ekki svar. Leyfum okkur frekar að finna fyrir því sem kemur upp. Kannski kemur sorg, óvissa eða sársauki. Getum við leyft okkur að finna fyrir því? Við getum líka viðurkennt að það er einfaldlega sársaukafullt að vera hluti af hnattrænni menningu þar sem þykir í lagi að fórna heilsu vistkerfa fyrir gróða og vöxt hagkerfa. 150-200 dýrategundir deyja út daglega. Ef við ætlum að leyfa sárinu að gróa þá er fyrsta skrefið að viðurkenna og finna fyrir sársaukanum. Þegar við missum ástvin þá eru tilfinningar eins og sorg og sársauki rétt og eðlileg viðbrögð. Ekki af því að þetta eru þægilegar tilfinningar heldur af því þetta eru tilfinningar sem endurspegla ást og tengsl sem við höfum misst. Í hnattrænni menningu hagvaxtar og einstaklingshyggju höfum við misst ákveðna ást og tengsl. Líf á jörðinni þjáist vegna þessa. En ef við gefum okkur tíma til að leyfa okkur að finna fyrir sorginni og sársaukanum á bakvið slitin tengsl þá minnir það okkur á að ást á jörðinni og sterk tengsl við hana eru til staðar djúpt innra með okkur. Og þegar við höfum endurheimt þessa ást, þá lýsir hún leiðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Við höfum öll heyrt dómsdagsspárnar. Heilsa vistkerfa sem við og aðrar dýrategundir reiðum okkur á hrörnar nú hraðar en nokkru sinni fyrr. Skordýr í útrýmingarhættu. Plöntur deyja út. Loftslagsbreytingar af mannavöldum. Svo þessi þunghögga tala beint í magann: 150-200 dýrategundir deyja út daglega. Og ástæðan er einföld: Brölt homo sapiens. En hvernig getum við brugðist við svona upplýsingum á heilbrigðan hátt? Mannshugurinn hefur nefninlega tilhneigingu til að forðast það sem er óþægilegt. Hugurinn er einfaldlega víraður þannig. Hann vill vernda okkur. Að forðast óþægindi er líka sérstaklega auðvelt í núverandi umhverfi þar sem áreiti eru sífellt til taks til að ræna athygli okkar. Í mannkynssögunni hefur aldrei verið jafn auðvelt að loka sig af og sleppa því að finna til. Þessi blanda af huga sem vill vernda okkur og áreitum sem vilja ræna athygli okkar kemur í veg fyrir að óþægilegar upplýsingar fái að síast nógu djúpt inn. Þar af leiðandi fáum við ekki svigrúm til að breytast. Hjökkumst áfram í sama gamla farinu. Ég trúi því að til að raunveruleg breyting eigi sér stað þurfum við að breytast tilfinningalega. Hversu ljóðrænt er það að eiginleikinn til að finna til (sem við eigum sameiginlegt með öðrum lífverum) geti bjargað lífi á jörðinni. Hlutverk tilfinninga er einmitt til að vernda okkur. 150-200 dýrategundir deyja út daglega. Ég legg til að við bregðumst við þessum óþægilegu upplýsingum, ekki með forðun, heldur meðvitað að gefa þessum staðreyndum athygli og tíma til að síast inn. Leyfa þessum upplýsingum að hvíla aðeins á vinnuborði hugans. Hvað þýðir það að dýrategundir deyja út? Hvað þýðir það að sum vistkerfi jarðarinnar eru að hruni komin? Hvað þýðir það að jöklar eru að hverfa, sjávarmál að hækka, þurrkar að verða verri, hamfaraveður tíðara, og fólk að missa heimili sín? Á hegðun mín einhvern hlut að máli? Það er allt í lagi að hafa ekki svar. Leyfum okkur frekar að finna fyrir því sem kemur upp. Kannski kemur sorg, óvissa eða sársauki. Getum við leyft okkur að finna fyrir því? Við getum líka viðurkennt að það er einfaldlega sársaukafullt að vera hluti af hnattrænni menningu þar sem þykir í lagi að fórna heilsu vistkerfa fyrir gróða og vöxt hagkerfa. 150-200 dýrategundir deyja út daglega. Ef við ætlum að leyfa sárinu að gróa þá er fyrsta skrefið að viðurkenna og finna fyrir sársaukanum. Þegar við missum ástvin þá eru tilfinningar eins og sorg og sársauki rétt og eðlileg viðbrögð. Ekki af því að þetta eru þægilegar tilfinningar heldur af því þetta eru tilfinningar sem endurspegla ást og tengsl sem við höfum misst. Í hnattrænni menningu hagvaxtar og einstaklingshyggju höfum við misst ákveðna ást og tengsl. Líf á jörðinni þjáist vegna þessa. En ef við gefum okkur tíma til að leyfa okkur að finna fyrir sorginni og sársaukanum á bakvið slitin tengsl þá minnir það okkur á að ást á jörðinni og sterk tengsl við hana eru til staðar djúpt innra með okkur. Og þegar við höfum endurheimt þessa ást, þá lýsir hún leiðina.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun