Guðbjörg Reynisdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum EM í bogfimi í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingur kemst í undanúrslit á EM eða HM í bogfimi.
Guðbjörg vann Phoebe Rose frá Bretlandi örugglega 63-52 í riðlaúrslitum berboga í U21 kvenna.
Hún mætir Eleonora Meloni frá Ítalíu í undanúrslitunum á morgun.
Guðbjörg náði þessum frábæra árangri þrátt fyrir að hafa snúið sig á ökkla á æfingasvæðinu fyrir leikinn og átti hún erfitt með að labba.
Guðbjörg í undanúrslit á EM
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti


Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn




„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

