Árið hefur farið í bið eftir uppbyggingu á brjóstum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. október 2019 19:16 Elísa Dagmar Andrésdóttir fór í fyrirbyggjandi brjóstnám í mars eftir að brakkagenið fannst í henni á síðasta ári. Í kjölfarið átti hún að fara í uppbyggingu á brjóstum. Þeirri aðgerð hefur verið frestað ítrekað og hefur Elísa í raun beðið eftir svörum frá því í júní. Aðgerðin er nú áætluð í næstu viku og vonar Elísa að það standist enda hefur biðin tekið á. „Hún er búin að vera erfið. Ég er með mikla verki og hef mjög takmarkaða getu til að gera ýmislegt. Ég sef líka illa og hef verið einangruð. Þetta er bara alltof langur tími fyrir fólk að vera í svona ferli,“ segir Elísa. Aðstæðurnar hafa orðið til þess að hún hefur ekkert unnið síðustu sjö mánuði. „Ég fór bara í veikindaleyfi og sagði svo bara starfi mínu lausu því ég vissi ekki hvað þetta tæki langan tíma. Ef ég hefði vitað að aðgerðin myndi frestast fram á haust þá hefði ég mögulega gert aðrar ráðstafanir.“ Eftir brjóstnám eru brjóst þanin út til að undirbúa uppbyggingu, þ.e. að fá varanlega púða í brjóstin. Þessi þensla getur verið sársaukafull. „Brjóstin eru mjög þrútin og þau eru grjóthörð. Það er eins og ég sé með harða melónu þarna,“ segir hún. Óvissan er ekki síður erfið að sögn Elísu. Hún telur þó heilbrigðisstarfsfólk vera að gera sitt allra besta en það hafi bara ekki tíma og rúm til samskipta og eftirfylgni.Margrét Lilja Gunnarsdóttir, varaformaður Brakkasamtakanna, fór sjálf í brjóstnám hjá Klíníkinni og segir eftirfylgni og stuðning mun betri þar.vísir/egill„Það er engin eftirfylgni. Það er enginn að tala við mann á meðan maður bíður. Ég fór í þenslu fyrstu vikurnar eftir aðgerð en svo hef ég ekki talað við neinn.Konur að gefast upp á Landspítalanum Margrét Lilja Gunnarsdóttir, varaformaður Brakkasamtakanna, segir sögu Elísu eina af fjölmörgum. „Bið og frestanir. Þetta er eitthvað sem við heyrum ítrekað. Dæmi eru um að viðtölum sé frestað ítrekað svo biðin er komin upp í heilt ár," segir hún. Margrét segist skilja að konur með krabbamein gangi fyrir í aðgerðir. Það sé þó engin afsökun fyrir óþarfa álagi og óvissu. Hún fór sjálf í brjóstnám hjá Klíníkinni og segir ferlið þar til fyrirmyndar hvað varðar eftirfylgni og stuðning. Landspítalinn ætti að semja við sérfræðingana þar ef spítalinn veldur ekki verkefninu. „Því miður þá held ég að margar konur séu hættar að reyna við Landspítalann. Sérstaklega konur utan af landi enda hefur maður heyrt af konum sem hafa pantað flug utan af landi til Reykjavíkur og fá svo frestun. Þær fá ekkert endurgreitt og sitja uppi með kostnað auk þess sem þetta er mikið óþarfa álag.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Lýtalækningar Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Elísa Dagmar Andrésdóttir fór í fyrirbyggjandi brjóstnám í mars eftir að brakkagenið fannst í henni á síðasta ári. Í kjölfarið átti hún að fara í uppbyggingu á brjóstum. Þeirri aðgerð hefur verið frestað ítrekað og hefur Elísa í raun beðið eftir svörum frá því í júní. Aðgerðin er nú áætluð í næstu viku og vonar Elísa að það standist enda hefur biðin tekið á. „Hún er búin að vera erfið. Ég er með mikla verki og hef mjög takmarkaða getu til að gera ýmislegt. Ég sef líka illa og hef verið einangruð. Þetta er bara alltof langur tími fyrir fólk að vera í svona ferli,“ segir Elísa. Aðstæðurnar hafa orðið til þess að hún hefur ekkert unnið síðustu sjö mánuði. „Ég fór bara í veikindaleyfi og sagði svo bara starfi mínu lausu því ég vissi ekki hvað þetta tæki langan tíma. Ef ég hefði vitað að aðgerðin myndi frestast fram á haust þá hefði ég mögulega gert aðrar ráðstafanir.“ Eftir brjóstnám eru brjóst þanin út til að undirbúa uppbyggingu, þ.e. að fá varanlega púða í brjóstin. Þessi þensla getur verið sársaukafull. „Brjóstin eru mjög þrútin og þau eru grjóthörð. Það er eins og ég sé með harða melónu þarna,“ segir hún. Óvissan er ekki síður erfið að sögn Elísu. Hún telur þó heilbrigðisstarfsfólk vera að gera sitt allra besta en það hafi bara ekki tíma og rúm til samskipta og eftirfylgni.Margrét Lilja Gunnarsdóttir, varaformaður Brakkasamtakanna, fór sjálf í brjóstnám hjá Klíníkinni og segir eftirfylgni og stuðning mun betri þar.vísir/egill„Það er engin eftirfylgni. Það er enginn að tala við mann á meðan maður bíður. Ég fór í þenslu fyrstu vikurnar eftir aðgerð en svo hef ég ekki talað við neinn.Konur að gefast upp á Landspítalanum Margrét Lilja Gunnarsdóttir, varaformaður Brakkasamtakanna, segir sögu Elísu eina af fjölmörgum. „Bið og frestanir. Þetta er eitthvað sem við heyrum ítrekað. Dæmi eru um að viðtölum sé frestað ítrekað svo biðin er komin upp í heilt ár," segir hún. Margrét segist skilja að konur með krabbamein gangi fyrir í aðgerðir. Það sé þó engin afsökun fyrir óþarfa álagi og óvissu. Hún fór sjálf í brjóstnám hjá Klíníkinni og segir ferlið þar til fyrirmyndar hvað varðar eftirfylgni og stuðning. Landspítalinn ætti að semja við sérfræðingana þar ef spítalinn veldur ekki verkefninu. „Því miður þá held ég að margar konur séu hættar að reyna við Landspítalann. Sérstaklega konur utan af landi enda hefur maður heyrt af konum sem hafa pantað flug utan af landi til Reykjavíkur og fá svo frestun. Þær fá ekkert endurgreitt og sitja uppi með kostnað auk þess sem þetta er mikið óþarfa álag.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Lýtalækningar Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira