Netverslun og lýðheilsa Andrés Magnússon skrifar 7. október 2019 10:00 Netviðskipti, hið nýja form viðskipta, vex hröðum skrefum hvarvetna í heiminum. Við Íslendingar förum ekki varhluta af þessari þróun, enn sífellt stærri hluti íslenskra neytenda kýs að gera viðskipti sín með þessum hætti. Í þessum viðskiptum er heimurinn allur eitt markaðssvæði, þar sem stór og þekkt alþjóðleg fyrirtæki á borð við Amazon og Alibaba, ná síaukinni markaðshlutdeild. Að sama skapi eiga þau fyrirtæki sem einkum starfa á heimamarkaði, undir högg að sækja í samkeppninni við hina stóru alþjóðlegu risa. Sú samkeppni mun að öllum líkindum aukast verulega á komandi árum. Margir hafa áhyggjur af þessari þróun og óttast að hið mikla samkeppnisforskot sem hin stóru alþjóðlegu fyrirtæki hafa náð, komi til með að raska eðlilegri samkeppni. Slíkt muni á endanum koma niður á neytendum og eru það vissulega skiljanlegar áhyggjur. Það eru lítil sem engin takmörk á því hvaða vöru eða þjónustu hægt er að eiga viðskipti með á netinu. Hin vinsæla neysluvara, áfengi, er hér engin undantekning og fer sá hópur fólks sífellt stækkandi sem gerir innkaup sín á áfengi með þessum hætti. Samkeppnisstaða þeirra sem vilja selja íslenskum neytendum áfengi á netinu getur engan veginn talist jöfn. Eins og staðan er núna, er það einungis ríkisfyrirtækið Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins af innlendum fyrirtækjum, sem hefur heimild til slíks. Fyrir utan ÁTVR eru það erlendar netverslanir sem einar hafa möguleika á að selja íslenskum neytendum áfengi með þessum hætti. Dómsmálaráðherra hefur nú boðað að hún muni leggja fram frumvarp seinna í vetur, sem breyta mun þessu kerfi á þann veg, að innlendar netverslanir hafi heimild til netsölu með áfengi til jafns við erlendar. Sú breyting mun væntanlega bæta samkeppnisstöðu innlendrar netverslunar að einhverju marki. Það voru nokkrir sem stigu fram og lýstu andstöðu sinni við þessar breytingar af ótta við skaðvænlegar afleiðingar þeirra fyrir lýðheilsu þjóðarinnar. Erfitt er að koma auga á rökin fyrir slíku, þar sem hugsanleg áhrif á lýðheilsu yrðu þau sömu, hvort sem áfengið væri keypt í netverslun ÁTVR eða sambærilegri innlendri verslun sem ekki væri rekin af hinu opinbera.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Áfengi og tóbak Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Netviðskipti, hið nýja form viðskipta, vex hröðum skrefum hvarvetna í heiminum. Við Íslendingar förum ekki varhluta af þessari þróun, enn sífellt stærri hluti íslenskra neytenda kýs að gera viðskipti sín með þessum hætti. Í þessum viðskiptum er heimurinn allur eitt markaðssvæði, þar sem stór og þekkt alþjóðleg fyrirtæki á borð við Amazon og Alibaba, ná síaukinni markaðshlutdeild. Að sama skapi eiga þau fyrirtæki sem einkum starfa á heimamarkaði, undir högg að sækja í samkeppninni við hina stóru alþjóðlegu risa. Sú samkeppni mun að öllum líkindum aukast verulega á komandi árum. Margir hafa áhyggjur af þessari þróun og óttast að hið mikla samkeppnisforskot sem hin stóru alþjóðlegu fyrirtæki hafa náð, komi til með að raska eðlilegri samkeppni. Slíkt muni á endanum koma niður á neytendum og eru það vissulega skiljanlegar áhyggjur. Það eru lítil sem engin takmörk á því hvaða vöru eða þjónustu hægt er að eiga viðskipti með á netinu. Hin vinsæla neysluvara, áfengi, er hér engin undantekning og fer sá hópur fólks sífellt stækkandi sem gerir innkaup sín á áfengi með þessum hætti. Samkeppnisstaða þeirra sem vilja selja íslenskum neytendum áfengi á netinu getur engan veginn talist jöfn. Eins og staðan er núna, er það einungis ríkisfyrirtækið Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins af innlendum fyrirtækjum, sem hefur heimild til slíks. Fyrir utan ÁTVR eru það erlendar netverslanir sem einar hafa möguleika á að selja íslenskum neytendum áfengi með þessum hætti. Dómsmálaráðherra hefur nú boðað að hún muni leggja fram frumvarp seinna í vetur, sem breyta mun þessu kerfi á þann veg, að innlendar netverslanir hafi heimild til netsölu með áfengi til jafns við erlendar. Sú breyting mun væntanlega bæta samkeppnisstöðu innlendrar netverslunar að einhverju marki. Það voru nokkrir sem stigu fram og lýstu andstöðu sinni við þessar breytingar af ótta við skaðvænlegar afleiðingar þeirra fyrir lýðheilsu þjóðarinnar. Erfitt er að koma auga á rökin fyrir slíku, þar sem hugsanleg áhrif á lýðheilsu yrðu þau sömu, hvort sem áfengið væri keypt í netverslun ÁTVR eða sambærilegri innlendri verslun sem ekki væri rekin af hinu opinbera.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun