Aleigan brann á hálftíma Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. október 2019 20:00 Eldur sem kviknaði í litlum potti á eldavél varð að báli á örskömmum tíma og gjöreyðilagði heila íbúð. Fjölskyldan hafði skroppið frá um kvöldmatarleitið á fimmtudag og þegar hún kom til baka hálftíma síðar lagði svartan reyk út um eldhúsgluggann. Aleigan fór í eldsvoðanum og þau þurfa tíma til að jafna sig eftir áfallið að sögn systra fjölskylduföðursins. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað að Suðurhólum í Breiðholti á fimmtudag þar sem kviknað hafði í íbúð. Mikill eldur var á staðnum þegar slökkvilið bar að en það tók innan við klukkustund að slökkva hann. Íbúðin gjöreyðilagðist í brunanum en engin slasaðist. Eldurinn kviknaði út frá litlum potti á eldavélinni.Ungt par með tvö börn bjó þar og hafði skroppið örstutt frá þegar eldurinn kviknaði. Ættingar fjölskyldunnar hafa aðstoðað hana frá því bruninn varð og hafa þau búið hjá systur fjölskylduföðursins. „Fjölskyldufaðirinn var að koma heim og ákvað að hringja í konuna sína og bað hana að sinna erindi með sér. Hún var byrjuð að undirbúa matinn og en gerir krakkana klára og fer út og þau sinna erindi í svona þrjátíu mínútur en þegar þau koma til baka leggur svartan reyk út um eldhúsgluggann. Hann gerði slökkviliði þegar viðvart og hljóp inní stigaganginn til að gera fólki viðvart og koma því út. Hann fylgdi dreng út en aðrir íbúar voru komnir út á svalir og slökkvilið sótti þá. Konan hans og börn biðu á meðan úti. Það slasaðist engin en hann fékk snert af reykeitrun,“ segir Guðlaug Ósk Ólafsdóttir systir mannsins. Eldur , reykur og sót gjöreyðilagði íbúðina á hálftíma.Fjölskyldan hefur búið hjá Guðlaugu síðan á fimmtudag og hún segir að þau séu að fara í gegnum alls konar tilfinningar. „Þetta tekur á, stundum er allt í lagi og svo muna þau eftir einhverjum hlut sem hefur tilfinningalegt gildi og það er erfitt. Börnin eru eins, þau sakna bangsana sinna og leikfanga og annarra muna sem voru þeim kærir,“ segir Guðlaug. Fjölskyldan var tryggð en þær segja að það dekki ekki allt tjónið. Til að mynda hafi þau ekki verið búin að tryggja allt verðmæti innbúsins. Þá þurfa þau að leigja sér íbúð um tíma meðan verið er standsetja íbúðina. Þær systur segja að þau hafi mætt mikilli góðvild og hæla Rauða krossinum og Fjölskylduhjálpinni sem hafi aðstoðað þau mikið. Þá hefur fólk komið með föt fyrir þau síðustu daga. Þær systur hafa einnig stofnað styrktarreikning fyrir fjölskylduna á Facebook. „Hugur fólks er alveg ótrúlegur og það hefur gefið þeim mikinn styrk finna allan samhugann sem er í þjóðfélaginu þegar svona gerist,“ segja þær systur Guðlaug Ósk og Finndís Helga Ólafsdætur, Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Eldur sem kviknaði í litlum potti á eldavél varð að báli á örskömmum tíma og gjöreyðilagði heila íbúð. Fjölskyldan hafði skroppið frá um kvöldmatarleitið á fimmtudag og þegar hún kom til baka hálftíma síðar lagði svartan reyk út um eldhúsgluggann. Aleigan fór í eldsvoðanum og þau þurfa tíma til að jafna sig eftir áfallið að sögn systra fjölskylduföðursins. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað að Suðurhólum í Breiðholti á fimmtudag þar sem kviknað hafði í íbúð. Mikill eldur var á staðnum þegar slökkvilið bar að en það tók innan við klukkustund að slökkva hann. Íbúðin gjöreyðilagðist í brunanum en engin slasaðist. Eldurinn kviknaði út frá litlum potti á eldavélinni.Ungt par með tvö börn bjó þar og hafði skroppið örstutt frá þegar eldurinn kviknaði. Ættingar fjölskyldunnar hafa aðstoðað hana frá því bruninn varð og hafa þau búið hjá systur fjölskylduföðursins. „Fjölskyldufaðirinn var að koma heim og ákvað að hringja í konuna sína og bað hana að sinna erindi með sér. Hún var byrjuð að undirbúa matinn og en gerir krakkana klára og fer út og þau sinna erindi í svona þrjátíu mínútur en þegar þau koma til baka leggur svartan reyk út um eldhúsgluggann. Hann gerði slökkviliði þegar viðvart og hljóp inní stigaganginn til að gera fólki viðvart og koma því út. Hann fylgdi dreng út en aðrir íbúar voru komnir út á svalir og slökkvilið sótti þá. Konan hans og börn biðu á meðan úti. Það slasaðist engin en hann fékk snert af reykeitrun,“ segir Guðlaug Ósk Ólafsdóttir systir mannsins. Eldur , reykur og sót gjöreyðilagði íbúðina á hálftíma.Fjölskyldan hefur búið hjá Guðlaugu síðan á fimmtudag og hún segir að þau séu að fara í gegnum alls konar tilfinningar. „Þetta tekur á, stundum er allt í lagi og svo muna þau eftir einhverjum hlut sem hefur tilfinningalegt gildi og það er erfitt. Börnin eru eins, þau sakna bangsana sinna og leikfanga og annarra muna sem voru þeim kærir,“ segir Guðlaug. Fjölskyldan var tryggð en þær segja að það dekki ekki allt tjónið. Til að mynda hafi þau ekki verið búin að tryggja allt verðmæti innbúsins. Þá þurfa þau að leigja sér íbúð um tíma meðan verið er standsetja íbúðina. Þær systur segja að þau hafi mætt mikilli góðvild og hæla Rauða krossinum og Fjölskylduhjálpinni sem hafi aðstoðað þau mikið. Þá hefur fólk komið með föt fyrir þau síðustu daga. Þær systur hafa einnig stofnað styrktarreikning fyrir fjölskylduna á Facebook. „Hugur fólks er alveg ótrúlegur og það hefur gefið þeim mikinn styrk finna allan samhugann sem er í þjóðfélaginu þegar svona gerist,“ segja þær systur Guðlaug Ósk og Finndís Helga Ólafsdætur,
Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira