Tálsýn Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 5. október 2019 09:30 Fortíðarþrá einkennir hörðustu andstæðinga göngugatna í miðbænum. Draumsýn þessara einstaklinga er að aðstæður verði eins og þær voru á þeim tíma þegar fjarska auðvelt var að keyra niður Laugaveg, fá þar bílastæði og skreppa í búð. Keyra svo aðeins neðar og leggja bílnum þar og skreppa í enn aðra búð. Lítið þurfti að ganga, bara út úr bílnum og inn í búð og svo út úr búð og aftur í bílinn og í næstu búð. Sannarlega draumalíf bíleigandans. Ekkert óþarfa labb – þarfasti þjónninn tryggði það. Þessir tímar eru ei meir – blessunarlega. Reyndar var umfangsmikil bílaumferð í miðbænum látin viðgangast alltof lengi, með tilheyrandi öngþveiti, mengun og hávaða. Þá var eins og menn væru enn með hugann við gamla tímann þegar fámennið var slíkt að allir gátu farið ferða sinna á bílnum á auðveldan hátt. Mannfjölgun með aukinni bílaumferð gefur ekki lengur rými fyrir leiðangra eins og þá. Miðborg með bílamergð verður heldur aldrei aðlaðandi. Það er staðreynd en ekki falsfrétt illa meinandi meirihluta borgarstjórnar. Draumurinn um miðbæ þar sem bíleigendur geta athafnað sig að vild er því tálsýn. Meirihluti borgarstjórnar gerir sér grein fyrir þessu. Þar er raunsæi við völd. Um leið er auðvelt að hafa samúð með því að meirihlutann skorti þolinmæði gagnvart óraunhæfum sjónarmiðum þeirra sem hatast við göngugötur, sjá engan sjarma við þær og telja þær ekki eiga heima í miðbænum. Hin þrjóskufulla þrá eftir því að hverfa til gamalla tíma einkennir Miðbæjarfélagið sem á dögunum birti auglýsingu í fjölmiðli til að leggja áherslu á andstöðu sína við breytingu Laugavegar í göngugötu. Kappið var reyndar slíkt að á listanum voru nöfn rekstraraðila sem síðar könnuðust alls ekki við að hafa lagt samþykki sitt við boðskapinn. Baráttan gegn göngugötum í miðbænum er dæmd til að mistakast. Hún er tímaskekkja og hugsunin á bak við hana byggist á fortíðarþrá og er algjörlega úr takti við alla skynsemi. Það er furðulegt að stór hópur vilji byggja upp miðbæ þar sem áherslan er á bílaumferð. Umhyggjan fyrir þægindum þeirra sem unna bíl sínum hugástum er að leiða þennan hóp á villigötur. Þegar kemur að uppbyggingu miðbæjarins þá eiga þessar áherslur alls ekki heima þar. Reyndar er það svo að grátkór bíleigenda sem telja sig eiga rétt á því að komast allra sinna ferða nákvæmlega þegar þeim hentar er orðinn ansi hvimleiður. Þeim finnst svívirðilega á sér brotið lendi þeir í umferðarteppu á háannatíma og krefjast úrbóta og það strax. Ekkert þýðir að segja þessu fólki að fara í strætó – það hryllir við tilhugsuninni. Sennilega þýðir ekki heldur að benda því góðfúslega á að þegar bílaeigendur leggja af stað í bíl sínum á sama tíma sé óhjákvæmilegt að einhverjar tafir verði á ferð þeirra. Þeim þykir það stórkostlegt óréttlæti. Staðreyndin er hins vegar sú að slíkar tafir liggja í augum uppi og eru ekki stórmál. Taumlaus bílaást kostar einfaldlega sitt Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Fortíðarþrá einkennir hörðustu andstæðinga göngugatna í miðbænum. Draumsýn þessara einstaklinga er að aðstæður verði eins og þær voru á þeim tíma þegar fjarska auðvelt var að keyra niður Laugaveg, fá þar bílastæði og skreppa í búð. Keyra svo aðeins neðar og leggja bílnum þar og skreppa í enn aðra búð. Lítið þurfti að ganga, bara út úr bílnum og inn í búð og svo út úr búð og aftur í bílinn og í næstu búð. Sannarlega draumalíf bíleigandans. Ekkert óþarfa labb – þarfasti þjónninn tryggði það. Þessir tímar eru ei meir – blessunarlega. Reyndar var umfangsmikil bílaumferð í miðbænum látin viðgangast alltof lengi, með tilheyrandi öngþveiti, mengun og hávaða. Þá var eins og menn væru enn með hugann við gamla tímann þegar fámennið var slíkt að allir gátu farið ferða sinna á bílnum á auðveldan hátt. Mannfjölgun með aukinni bílaumferð gefur ekki lengur rými fyrir leiðangra eins og þá. Miðborg með bílamergð verður heldur aldrei aðlaðandi. Það er staðreynd en ekki falsfrétt illa meinandi meirihluta borgarstjórnar. Draumurinn um miðbæ þar sem bíleigendur geta athafnað sig að vild er því tálsýn. Meirihluti borgarstjórnar gerir sér grein fyrir þessu. Þar er raunsæi við völd. Um leið er auðvelt að hafa samúð með því að meirihlutann skorti þolinmæði gagnvart óraunhæfum sjónarmiðum þeirra sem hatast við göngugötur, sjá engan sjarma við þær og telja þær ekki eiga heima í miðbænum. Hin þrjóskufulla þrá eftir því að hverfa til gamalla tíma einkennir Miðbæjarfélagið sem á dögunum birti auglýsingu í fjölmiðli til að leggja áherslu á andstöðu sína við breytingu Laugavegar í göngugötu. Kappið var reyndar slíkt að á listanum voru nöfn rekstraraðila sem síðar könnuðust alls ekki við að hafa lagt samþykki sitt við boðskapinn. Baráttan gegn göngugötum í miðbænum er dæmd til að mistakast. Hún er tímaskekkja og hugsunin á bak við hana byggist á fortíðarþrá og er algjörlega úr takti við alla skynsemi. Það er furðulegt að stór hópur vilji byggja upp miðbæ þar sem áherslan er á bílaumferð. Umhyggjan fyrir þægindum þeirra sem unna bíl sínum hugástum er að leiða þennan hóp á villigötur. Þegar kemur að uppbyggingu miðbæjarins þá eiga þessar áherslur alls ekki heima þar. Reyndar er það svo að grátkór bíleigenda sem telja sig eiga rétt á því að komast allra sinna ferða nákvæmlega þegar þeim hentar er orðinn ansi hvimleiður. Þeim finnst svívirðilega á sér brotið lendi þeir í umferðarteppu á háannatíma og krefjast úrbóta og það strax. Ekkert þýðir að segja þessu fólki að fara í strætó – það hryllir við tilhugsuninni. Sennilega þýðir ekki heldur að benda því góðfúslega á að þegar bílaeigendur leggja af stað í bíl sínum á sama tíma sé óhjákvæmilegt að einhverjar tafir verði á ferð þeirra. Þeim þykir það stórkostlegt óréttlæti. Staðreyndin er hins vegar sú að slíkar tafir liggja í augum uppi og eru ekki stórmál. Taumlaus bílaást kostar einfaldlega sitt
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun