Til skoðunar að stofna sérstakan íbúðalánabanka Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. október 2019 11:57 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir galið að stjórnir lífeyrissjóða taki ákvarðanir um vexti. Það hafi reynst honum erfitt mál að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hafi tekið ákvörðun um breytingar sem feli í sér þrengri lánareglur sjóðsins. Þá vill hann skoða þann möguleika að stofnaður verði sérstakur íbúðalánabanki. Þann þriðja október tóku gildi breytingar á lánareglum Lífeyrissjóðs verslunarmanna sem meðal annars fela í sér lækkun fastra vaxta verðtryggra lána en vextir óverðtryggðra lána haldast óbreyttir. Þar að auki voru gerðar ýmsar breytingar sem fela í sér þrengri skilyrði til lántöku til að draga úr útlánavexti. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun en hann segir að þótt vaxtalækkun sé af hinu góða séu teikn á lofti. „Með lægri vöxtum þá eykst afborgunargeta á hærri lánum, sem þýðir á mannamáli að þetta skilar sér í meiri þenslu á fasteignamarkaði.“ Staðið hafi yfir vinna að tillögum um hvernig hægt sé að bregðast við þessu. „Bæði það að lægri vextir hafi ekki neikvæðáhrif á markaðinn og sömuleiðis hvernig er hægt að tryggja almenningi og fyrirtækjum, og sérstaklega almenningi, markaðsvexti hverju sinni.“Ragnar var spurður hvort sjóðurinn hafi ekki farið þvert á þær tillögur. Það skjóti skökku við í ljósi þess að Ragnar hafi í formennsku sinni skipað nýja fulltrúa VR í stjórn sjóðsins, einmitt til að reyna að hafa stjórn á þróuninni. „Þetta er erfitt mál, þetta er erfitt mál fyrir mig og okkar stefnu. Það sem við höfum verið að gera er að teikna upp lausn sem getur gengið bæði fyrir lífeyrissjóðina og almenning. Það virðist ríkja algjört stefnuleysi varðandi vaxtaákvarðanir hjá lífeyrissjóðunum. Þeir eru komnir einhvern veginn upp að vegg.“ Hann vilji að lífeyrissjóðirnir hugsi upp á nýtt hvernig vaxtaákvarðanir séu teknar. Það sé að hans mati algjörlega galið að stjórnir lífeyrissjóðanna taki ákvarðanir um vexti, sem er einmitt eitt af hlutverkum stjórna lífeyrissjóðanna. Þá segir Ragnar að hann sjái fyrir sér að koma á fót einhvers konar íbúðalánabanka. „Við erum að skoða þessa hugmynd í VR. Og við höfum myndi ég segja sýnt ákveðið frumkvæði áður og erum óhrædd við að koma með nýjar hugmyndir í stað þess að kasta inn handklæðinu.“ Húsnæðismál Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Vill rannsókn vegna niðurfærslu gengis hjá sjóðum Gamma Fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, tapa tæpum þremur milljörðum króna vegna niðurfærslu á gengi tveggja sjóða í rekstri Gamma. Þá hefur þetta neikvæð áhrif á afkomu tryggingafélaga. Nýir stjórnendur Gamma segja ástæðuna meðal annars vera endurmat eigna og hærri byggingakostnað. Formaður VR vill að fram fari rannsókn. 1. október 2019 18:30 Samkomulag í höfn í deilu um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verslunarmanna Samkomulag er í höfn í deilu um stjórnarmenn sem setið hafa í Lífeyrissjóði verslunarmanna fyrir VR. 23. ágúst 2019 21:06 Ragnar Þór vonsvikinn Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er vonsvikinn með ákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna um að þrengja lánaskilyrði til þess að draga úr útlánavexti. 4. október 2019 06:00 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir galið að stjórnir lífeyrissjóða taki ákvarðanir um vexti. Það hafi reynst honum erfitt mál að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hafi tekið ákvörðun um breytingar sem feli í sér þrengri lánareglur sjóðsins. Þá vill hann skoða þann möguleika að stofnaður verði sérstakur íbúðalánabanki. Þann þriðja október tóku gildi breytingar á lánareglum Lífeyrissjóðs verslunarmanna sem meðal annars fela í sér lækkun fastra vaxta verðtryggra lána en vextir óverðtryggðra lána haldast óbreyttir. Þar að auki voru gerðar ýmsar breytingar sem fela í sér þrengri skilyrði til lántöku til að draga úr útlánavexti. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun en hann segir að þótt vaxtalækkun sé af hinu góða séu teikn á lofti. „Með lægri vöxtum þá eykst afborgunargeta á hærri lánum, sem þýðir á mannamáli að þetta skilar sér í meiri þenslu á fasteignamarkaði.“ Staðið hafi yfir vinna að tillögum um hvernig hægt sé að bregðast við þessu. „Bæði það að lægri vextir hafi ekki neikvæðáhrif á markaðinn og sömuleiðis hvernig er hægt að tryggja almenningi og fyrirtækjum, og sérstaklega almenningi, markaðsvexti hverju sinni.“Ragnar var spurður hvort sjóðurinn hafi ekki farið þvert á þær tillögur. Það skjóti skökku við í ljósi þess að Ragnar hafi í formennsku sinni skipað nýja fulltrúa VR í stjórn sjóðsins, einmitt til að reyna að hafa stjórn á þróuninni. „Þetta er erfitt mál, þetta er erfitt mál fyrir mig og okkar stefnu. Það sem við höfum verið að gera er að teikna upp lausn sem getur gengið bæði fyrir lífeyrissjóðina og almenning. Það virðist ríkja algjört stefnuleysi varðandi vaxtaákvarðanir hjá lífeyrissjóðunum. Þeir eru komnir einhvern veginn upp að vegg.“ Hann vilji að lífeyrissjóðirnir hugsi upp á nýtt hvernig vaxtaákvarðanir séu teknar. Það sé að hans mati algjörlega galið að stjórnir lífeyrissjóðanna taki ákvarðanir um vexti, sem er einmitt eitt af hlutverkum stjórna lífeyrissjóðanna. Þá segir Ragnar að hann sjái fyrir sér að koma á fót einhvers konar íbúðalánabanka. „Við erum að skoða þessa hugmynd í VR. Og við höfum myndi ég segja sýnt ákveðið frumkvæði áður og erum óhrædd við að koma með nýjar hugmyndir í stað þess að kasta inn handklæðinu.“
Húsnæðismál Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Vill rannsókn vegna niðurfærslu gengis hjá sjóðum Gamma Fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, tapa tæpum þremur milljörðum króna vegna niðurfærslu á gengi tveggja sjóða í rekstri Gamma. Þá hefur þetta neikvæð áhrif á afkomu tryggingafélaga. Nýir stjórnendur Gamma segja ástæðuna meðal annars vera endurmat eigna og hærri byggingakostnað. Formaður VR vill að fram fari rannsókn. 1. október 2019 18:30 Samkomulag í höfn í deilu um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verslunarmanna Samkomulag er í höfn í deilu um stjórnarmenn sem setið hafa í Lífeyrissjóði verslunarmanna fyrir VR. 23. ágúst 2019 21:06 Ragnar Þór vonsvikinn Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er vonsvikinn með ákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna um að þrengja lánaskilyrði til þess að draga úr útlánavexti. 4. október 2019 06:00 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Vill rannsókn vegna niðurfærslu gengis hjá sjóðum Gamma Fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, tapa tæpum þremur milljörðum króna vegna niðurfærslu á gengi tveggja sjóða í rekstri Gamma. Þá hefur þetta neikvæð áhrif á afkomu tryggingafélaga. Nýir stjórnendur Gamma segja ástæðuna meðal annars vera endurmat eigna og hærri byggingakostnað. Formaður VR vill að fram fari rannsókn. 1. október 2019 18:30
Samkomulag í höfn í deilu um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verslunarmanna Samkomulag er í höfn í deilu um stjórnarmenn sem setið hafa í Lífeyrissjóði verslunarmanna fyrir VR. 23. ágúst 2019 21:06
Ragnar Þór vonsvikinn Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er vonsvikinn með ákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna um að þrengja lánaskilyrði til þess að draga úr útlánavexti. 4. október 2019 06:00