Til skoðunar að stofna sérstakan íbúðalánabanka Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. október 2019 11:57 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir galið að stjórnir lífeyrissjóða taki ákvarðanir um vexti. Það hafi reynst honum erfitt mál að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hafi tekið ákvörðun um breytingar sem feli í sér þrengri lánareglur sjóðsins. Þá vill hann skoða þann möguleika að stofnaður verði sérstakur íbúðalánabanki. Þann þriðja október tóku gildi breytingar á lánareglum Lífeyrissjóðs verslunarmanna sem meðal annars fela í sér lækkun fastra vaxta verðtryggra lána en vextir óverðtryggðra lána haldast óbreyttir. Þar að auki voru gerðar ýmsar breytingar sem fela í sér þrengri skilyrði til lántöku til að draga úr útlánavexti. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun en hann segir að þótt vaxtalækkun sé af hinu góða séu teikn á lofti. „Með lægri vöxtum þá eykst afborgunargeta á hærri lánum, sem þýðir á mannamáli að þetta skilar sér í meiri þenslu á fasteignamarkaði.“ Staðið hafi yfir vinna að tillögum um hvernig hægt sé að bregðast við þessu. „Bæði það að lægri vextir hafi ekki neikvæðáhrif á markaðinn og sömuleiðis hvernig er hægt að tryggja almenningi og fyrirtækjum, og sérstaklega almenningi, markaðsvexti hverju sinni.“Ragnar var spurður hvort sjóðurinn hafi ekki farið þvert á þær tillögur. Það skjóti skökku við í ljósi þess að Ragnar hafi í formennsku sinni skipað nýja fulltrúa VR í stjórn sjóðsins, einmitt til að reyna að hafa stjórn á þróuninni. „Þetta er erfitt mál, þetta er erfitt mál fyrir mig og okkar stefnu. Það sem við höfum verið að gera er að teikna upp lausn sem getur gengið bæði fyrir lífeyrissjóðina og almenning. Það virðist ríkja algjört stefnuleysi varðandi vaxtaákvarðanir hjá lífeyrissjóðunum. Þeir eru komnir einhvern veginn upp að vegg.“ Hann vilji að lífeyrissjóðirnir hugsi upp á nýtt hvernig vaxtaákvarðanir séu teknar. Það sé að hans mati algjörlega galið að stjórnir lífeyrissjóðanna taki ákvarðanir um vexti, sem er einmitt eitt af hlutverkum stjórna lífeyrissjóðanna. Þá segir Ragnar að hann sjái fyrir sér að koma á fót einhvers konar íbúðalánabanka. „Við erum að skoða þessa hugmynd í VR. Og við höfum myndi ég segja sýnt ákveðið frumkvæði áður og erum óhrædd við að koma með nýjar hugmyndir í stað þess að kasta inn handklæðinu.“ Húsnæðismál Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Vill rannsókn vegna niðurfærslu gengis hjá sjóðum Gamma Fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, tapa tæpum þremur milljörðum króna vegna niðurfærslu á gengi tveggja sjóða í rekstri Gamma. Þá hefur þetta neikvæð áhrif á afkomu tryggingafélaga. Nýir stjórnendur Gamma segja ástæðuna meðal annars vera endurmat eigna og hærri byggingakostnað. Formaður VR vill að fram fari rannsókn. 1. október 2019 18:30 Samkomulag í höfn í deilu um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verslunarmanna Samkomulag er í höfn í deilu um stjórnarmenn sem setið hafa í Lífeyrissjóði verslunarmanna fyrir VR. 23. ágúst 2019 21:06 Ragnar Þór vonsvikinn Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er vonsvikinn með ákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna um að þrengja lánaskilyrði til þess að draga úr útlánavexti. 4. október 2019 06:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir galið að stjórnir lífeyrissjóða taki ákvarðanir um vexti. Það hafi reynst honum erfitt mál að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hafi tekið ákvörðun um breytingar sem feli í sér þrengri lánareglur sjóðsins. Þá vill hann skoða þann möguleika að stofnaður verði sérstakur íbúðalánabanki. Þann þriðja október tóku gildi breytingar á lánareglum Lífeyrissjóðs verslunarmanna sem meðal annars fela í sér lækkun fastra vaxta verðtryggra lána en vextir óverðtryggðra lána haldast óbreyttir. Þar að auki voru gerðar ýmsar breytingar sem fela í sér þrengri skilyrði til lántöku til að draga úr útlánavexti. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun en hann segir að þótt vaxtalækkun sé af hinu góða séu teikn á lofti. „Með lægri vöxtum þá eykst afborgunargeta á hærri lánum, sem þýðir á mannamáli að þetta skilar sér í meiri þenslu á fasteignamarkaði.“ Staðið hafi yfir vinna að tillögum um hvernig hægt sé að bregðast við þessu. „Bæði það að lægri vextir hafi ekki neikvæðáhrif á markaðinn og sömuleiðis hvernig er hægt að tryggja almenningi og fyrirtækjum, og sérstaklega almenningi, markaðsvexti hverju sinni.“Ragnar var spurður hvort sjóðurinn hafi ekki farið þvert á þær tillögur. Það skjóti skökku við í ljósi þess að Ragnar hafi í formennsku sinni skipað nýja fulltrúa VR í stjórn sjóðsins, einmitt til að reyna að hafa stjórn á þróuninni. „Þetta er erfitt mál, þetta er erfitt mál fyrir mig og okkar stefnu. Það sem við höfum verið að gera er að teikna upp lausn sem getur gengið bæði fyrir lífeyrissjóðina og almenning. Það virðist ríkja algjört stefnuleysi varðandi vaxtaákvarðanir hjá lífeyrissjóðunum. Þeir eru komnir einhvern veginn upp að vegg.“ Hann vilji að lífeyrissjóðirnir hugsi upp á nýtt hvernig vaxtaákvarðanir séu teknar. Það sé að hans mati algjörlega galið að stjórnir lífeyrissjóðanna taki ákvarðanir um vexti, sem er einmitt eitt af hlutverkum stjórna lífeyrissjóðanna. Þá segir Ragnar að hann sjái fyrir sér að koma á fót einhvers konar íbúðalánabanka. „Við erum að skoða þessa hugmynd í VR. Og við höfum myndi ég segja sýnt ákveðið frumkvæði áður og erum óhrædd við að koma með nýjar hugmyndir í stað þess að kasta inn handklæðinu.“
Húsnæðismál Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Vill rannsókn vegna niðurfærslu gengis hjá sjóðum Gamma Fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, tapa tæpum þremur milljörðum króna vegna niðurfærslu á gengi tveggja sjóða í rekstri Gamma. Þá hefur þetta neikvæð áhrif á afkomu tryggingafélaga. Nýir stjórnendur Gamma segja ástæðuna meðal annars vera endurmat eigna og hærri byggingakostnað. Formaður VR vill að fram fari rannsókn. 1. október 2019 18:30 Samkomulag í höfn í deilu um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verslunarmanna Samkomulag er í höfn í deilu um stjórnarmenn sem setið hafa í Lífeyrissjóði verslunarmanna fyrir VR. 23. ágúst 2019 21:06 Ragnar Þór vonsvikinn Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er vonsvikinn með ákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna um að þrengja lánaskilyrði til þess að draga úr útlánavexti. 4. október 2019 06:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Vill rannsókn vegna niðurfærslu gengis hjá sjóðum Gamma Fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, tapa tæpum þremur milljörðum króna vegna niðurfærslu á gengi tveggja sjóða í rekstri Gamma. Þá hefur þetta neikvæð áhrif á afkomu tryggingafélaga. Nýir stjórnendur Gamma segja ástæðuna meðal annars vera endurmat eigna og hærri byggingakostnað. Formaður VR vill að fram fari rannsókn. 1. október 2019 18:30
Samkomulag í höfn í deilu um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verslunarmanna Samkomulag er í höfn í deilu um stjórnarmenn sem setið hafa í Lífeyrissjóði verslunarmanna fyrir VR. 23. ágúst 2019 21:06
Ragnar Þór vonsvikinn Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er vonsvikinn með ákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna um að þrengja lánaskilyrði til þess að draga úr útlánavexti. 4. október 2019 06:00