Rafræn ökuskírteini: Jákvæð fyrir öllu sem auðveldar stjórnsýsluna Birgir Olgeirsson skrifar 6. október 2019 23:30 Jónas Birgir Jónasson, lögfræðingur hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Norðmenn eru fyrsta ríki Evrópu til að bjóða upp á rafræn ökuskírteini í síma. 670 þúsund Norðmenn sóttu sér ökuskírteini í síma á fyrsta deginum en hér á Íslandi fylgjast stjórnvöld með. Það er hvimleitt að vera ekki með ökuskírteini á sér þegar lögregla stöðvar mann við hefðbundið eftirlit, en sekt við slíku nemur 10 þúsund krónum. Í Noregi þurfa ökumenn ekki að hafa áhyggjur af slíku því þeir geta nú sýnt lögreglu ökuskírteinið sitt í símanum. Til að fá ökuskírteini í símann í Noregi þarf að hala niður appi og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Um leið birtast allar upplýsingar um þau ökuréttindi sem viðkomandi hefur. Norðmenn geta þó bara framvísað ökuskírteini í gegnum símann í Noregi. Ekki er hægt að nota forritið sem ökuskírteini á ferðum erlendis og ráðlagt að hafa gamla ökuskírteinið með í för. Í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna hafa slík öpp verið í notkun í einhvern tíma.Jákvætt fyrir öllu sem auðveldar stjórnsýslu Jónas Birgir Jónasson, lögfræðingur hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um að gefa út rafræn ökuskírteini hér á landi. „En ráðuneytið er mjög jákvætt fyrir öllu sem auðveldar stjórnsýsluna og rafrænum og stafrænum lausnum í stjórnsýslunni. Við höfum kannski frekar verið að fylgjast með núna, því sem hefur verið að gerast í Noregi.“ Reglur á Íslandi eru byggðar á Evrópureglugerð þar sem kveðið er á um ökuskírteini í plastformi. Hins vegar þróar ráðuneytið nú stafræna umsókn um ökuskírteini. „Þá þarf fólk að skila inn umsóknum á pappír og það þarf að festa við ljósmynd á ljósmyndapappír við umsóknina. Verið er að kanna hvort að einfalda megi þetta ferli og gera það stafrænt.“ Noregur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Samgöngustofa fylgist spennt með notkun rafrænna ökuskírteina í Noregi Um 670 þúsund Norðmenn sóttu sér rafrænt ökuskírteini í símann sinn fyrsta sólarhringinn eftir að þjónustunni var hleypt af stokkunum síðastliðinn þriðjudag. 3. október 2019 06:00 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Sigríður Björk segir af sér Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Norðmenn eru fyrsta ríki Evrópu til að bjóða upp á rafræn ökuskírteini í síma. 670 þúsund Norðmenn sóttu sér ökuskírteini í síma á fyrsta deginum en hér á Íslandi fylgjast stjórnvöld með. Það er hvimleitt að vera ekki með ökuskírteini á sér þegar lögregla stöðvar mann við hefðbundið eftirlit, en sekt við slíku nemur 10 þúsund krónum. Í Noregi þurfa ökumenn ekki að hafa áhyggjur af slíku því þeir geta nú sýnt lögreglu ökuskírteinið sitt í símanum. Til að fá ökuskírteini í símann í Noregi þarf að hala niður appi og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Um leið birtast allar upplýsingar um þau ökuréttindi sem viðkomandi hefur. Norðmenn geta þó bara framvísað ökuskírteini í gegnum símann í Noregi. Ekki er hægt að nota forritið sem ökuskírteini á ferðum erlendis og ráðlagt að hafa gamla ökuskírteinið með í för. Í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna hafa slík öpp verið í notkun í einhvern tíma.Jákvætt fyrir öllu sem auðveldar stjórnsýslu Jónas Birgir Jónasson, lögfræðingur hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um að gefa út rafræn ökuskírteini hér á landi. „En ráðuneytið er mjög jákvætt fyrir öllu sem auðveldar stjórnsýsluna og rafrænum og stafrænum lausnum í stjórnsýslunni. Við höfum kannski frekar verið að fylgjast með núna, því sem hefur verið að gerast í Noregi.“ Reglur á Íslandi eru byggðar á Evrópureglugerð þar sem kveðið er á um ökuskírteini í plastformi. Hins vegar þróar ráðuneytið nú stafræna umsókn um ökuskírteini. „Þá þarf fólk að skila inn umsóknum á pappír og það þarf að festa við ljósmynd á ljósmyndapappír við umsóknina. Verið er að kanna hvort að einfalda megi þetta ferli og gera það stafrænt.“
Noregur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Samgöngustofa fylgist spennt með notkun rafrænna ökuskírteina í Noregi Um 670 þúsund Norðmenn sóttu sér rafrænt ökuskírteini í símann sinn fyrsta sólarhringinn eftir að þjónustunni var hleypt af stokkunum síðastliðinn þriðjudag. 3. október 2019 06:00 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Sigríður Björk segir af sér Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Samgöngustofa fylgist spennt með notkun rafrænna ökuskírteina í Noregi Um 670 þúsund Norðmenn sóttu sér rafrænt ökuskírteini í símann sinn fyrsta sólarhringinn eftir að þjónustunni var hleypt af stokkunum síðastliðinn þriðjudag. 3. október 2019 06:00