Kalla eftir aðgerðum til að sporna við fækkun starfa í fiskvinnslu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. október 2019 09:59 Það er fjölmennt á fundi atvinnuveganefndar í dag þar sem útflutningur á óunnum fiski er til umræðu. Vísir/Vilhelm Það hlýtur að vera skylda okkar sem samfélags að skapa störf í kringum þær auðlindir sem Íslendingar búa yfir. Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, en hann er meðal gesta á fundi atvinnuveganefndar þar sem samkeppnisstaða innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB er nú til umfjöllunar. Á fundinum er sjónum einkum beint að þeim samfélagslegu og efnahagslegu áhrifum sem Ísland verður fyrir vegna útflutnings á óunnum fiski í gámum. Tilefnið er aukning á slíkum útflutningi sem er meðal áhrifaþátta sem leitt hafa til fækkunar starfa í fiskvinnslu. Um 500 störf hafa tapast í fiskvinnslu að undanförnu, en nú síðast ber að nefna þá hátt í fimmtíu starfsmenn fiskvinnslunnar Ísfisks á Akranesi sem var sagt upp í síðustu viku.Sjá einnig: „Maður er búinn að sækja um fullt af vinnum en fær ekkert" Fjórtán gestir eru mættir nefndina, þar af aðeins tvær konur, en mættir eru fulltrúar frá Samtökum fiskframleiðenda og útflytjenda, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga, Sjómannasambandi Íslands og frá Starfsgreinasambandinu. Fulltrúar SGS sögðu það þyngra en tárum taki að sjá hvernig fiskveiðistjórnunarkerfið hefur farið með fiskvinnsluna í landinu. Reglulega hafi verið kallað eftir fundi með stjórnmálamönnum um þetta að sögn Aðalsteins Á. Baldurssonar hjá verkalýðsfélaginu Framsýn. Aldrei áður hafi hann skynjað pólitískan vilja til að bregðast við. Þótt aðrir þættir á borð við tæknibreytingar hafi áhrif sé þessi þróun að lama byggðir landsins. Orð sjávarútvegsráðherra í kvöldfréttum Rúv í gær um að hann ætli ekki að ganga til aðgerða hafi vakið reiði. Málið snúist ekki aðeins um störf heldur einnig um byggðamál. Þá felist ákveðin kaldhæðni í því að Ísland, sem státi af fyrirtækjum sem framleiði fiskvinnslutæki á heimsmælikvarða, selji þau síðan til annarra landa þar sem vinnslan fari fram á íslenskum fiski, niðurgreidd af Evrópusambandinu. Vilhjálmur Birgisson benti jafnframt á að aflaheimildir á Akranesi nemi nú um 25 þúsund tonnum en engu sé þó landað á Akranesi. Áður hafi um 350 manns starfað við fiskvinnslu í bænum, nú sé ekkert einasta þeirra starfa eftir. Biðlaði hann til nefndarinnar um að líta til byggðasjónarmiða og þá kallaði hann jafnframt eftir því að ráðist yrði í opinbera rannsókn á verðlagningu uppsjávarafla.Aðeins lítill hluti af heildarafla Fulltrúar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segja að aukning í útflutningi á óunnum fiski síðasta ár hafi ekki verið meiriháttar í sögulegum samanburði. Hér þurfi að tryggja og efla samkeppnishæfni íslenskrar fiskvinnslu og ekki verði horft fram hjá áhrifum fjórðu iðnbyltingarinnar og tæknibreytinga sem einnig hafa leitt til fækkunar starfa í fiskvinnslu. Á árunum 1992 til 2018 hafi að meðaltali um 44 þúsund tonn af óunnum fiski verið flutt út á ári en árið 2018 hafi þau verið um 50 þúsund. Sem dæmi sé þar aðeins um að ræða um það bil 5% af heildarþorskafla og um 10% af heildarafla botnfisks. Alþingi Kjaramál Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Það hlýtur að vera skylda okkar sem samfélags að skapa störf í kringum þær auðlindir sem Íslendingar búa yfir. Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, en hann er meðal gesta á fundi atvinnuveganefndar þar sem samkeppnisstaða innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB er nú til umfjöllunar. Á fundinum er sjónum einkum beint að þeim samfélagslegu og efnahagslegu áhrifum sem Ísland verður fyrir vegna útflutnings á óunnum fiski í gámum. Tilefnið er aukning á slíkum útflutningi sem er meðal áhrifaþátta sem leitt hafa til fækkunar starfa í fiskvinnslu. Um 500 störf hafa tapast í fiskvinnslu að undanförnu, en nú síðast ber að nefna þá hátt í fimmtíu starfsmenn fiskvinnslunnar Ísfisks á Akranesi sem var sagt upp í síðustu viku.Sjá einnig: „Maður er búinn að sækja um fullt af vinnum en fær ekkert" Fjórtán gestir eru mættir nefndina, þar af aðeins tvær konur, en mættir eru fulltrúar frá Samtökum fiskframleiðenda og útflytjenda, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga, Sjómannasambandi Íslands og frá Starfsgreinasambandinu. Fulltrúar SGS sögðu það þyngra en tárum taki að sjá hvernig fiskveiðistjórnunarkerfið hefur farið með fiskvinnsluna í landinu. Reglulega hafi verið kallað eftir fundi með stjórnmálamönnum um þetta að sögn Aðalsteins Á. Baldurssonar hjá verkalýðsfélaginu Framsýn. Aldrei áður hafi hann skynjað pólitískan vilja til að bregðast við. Þótt aðrir þættir á borð við tæknibreytingar hafi áhrif sé þessi þróun að lama byggðir landsins. Orð sjávarútvegsráðherra í kvöldfréttum Rúv í gær um að hann ætli ekki að ganga til aðgerða hafi vakið reiði. Málið snúist ekki aðeins um störf heldur einnig um byggðamál. Þá felist ákveðin kaldhæðni í því að Ísland, sem státi af fyrirtækjum sem framleiði fiskvinnslutæki á heimsmælikvarða, selji þau síðan til annarra landa þar sem vinnslan fari fram á íslenskum fiski, niðurgreidd af Evrópusambandinu. Vilhjálmur Birgisson benti jafnframt á að aflaheimildir á Akranesi nemi nú um 25 þúsund tonnum en engu sé þó landað á Akranesi. Áður hafi um 350 manns starfað við fiskvinnslu í bænum, nú sé ekkert einasta þeirra starfa eftir. Biðlaði hann til nefndarinnar um að líta til byggðasjónarmiða og þá kallaði hann jafnframt eftir því að ráðist yrði í opinbera rannsókn á verðlagningu uppsjávarafla.Aðeins lítill hluti af heildarafla Fulltrúar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segja að aukning í útflutningi á óunnum fiski síðasta ár hafi ekki verið meiriháttar í sögulegum samanburði. Hér þurfi að tryggja og efla samkeppnishæfni íslenskrar fiskvinnslu og ekki verði horft fram hjá áhrifum fjórðu iðnbyltingarinnar og tæknibreytinga sem einnig hafa leitt til fækkunar starfa í fiskvinnslu. Á árunum 1992 til 2018 hafi að meðaltali um 44 þúsund tonn af óunnum fiski verið flutt út á ári en árið 2018 hafi þau verið um 50 þúsund. Sem dæmi sé þar aðeins um að ræða um það bil 5% af heildarþorskafla og um 10% af heildarafla botnfisks.
Alþingi Kjaramál Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira