Áhrifavaldur eða samfélagsmiðlastjarna? Friðrik Agni skrifar 8. október 2019 13:08 Hugleikur Dagsson teiknaði upp mynd um daginn sem lýsir að mínu mati furðulegri þróun áhrifavalda í heimssamfélaginu. Hún virkilega snerti við mér og því sem ég hef verið að velta fyrir mér undanfarið. Hún sýnir Ghandi sem barðist fyrir frelsi og sjálfstæði Indlands, Rosu Parks sem barðist fyrir borgaralegum réttindum í Bandaríkjunum og svo var það mynd af Instagram „áhrifavaldi“ nútímans sem er með rass. Getum við plís hætt að kalla berrassaðar, berbrjósta stelpur á Instagram áhrifavalda í fjölmiðlum? Þetta eru oft stelpur en líka karlmenn eða strákar og um leið og við erum að skilgreina þau sem áhrifavalda opinberlega þá erum við senda út skilaboð og gefa þeim ákveðið vald. Það er svo annað ef nakinn líkami er notaður sem tákn fyrir einhvern ákveðinn boðskap eða hreyfingu sbr. Free the nipple. Endilega köllum þau áhrifavalda ef þau eru virkilega að hrinda af stað boðskap sem er þess virði að íhuga. Ef þau eru raunverulega að hafa áhrif eða deila jákvæðum skilaboðum og breytingum sem skila sér vítt og breitt út í samfélagið þá já, ég skil að það séu áhrifavaldar. En ég er farinn að fá smá nóg af þessu hugtaki „áhrifavaldur“ og notkun þess hér heima og kannski almennt. Því yfirleitt ef það er frétt um einhvern áhrifavald þá er það einhver á Instagram sem allavega ég veit ekkert hver er eða hvar hún/hann er þekktur fyrir. Kannski er ég bara útskúfaður samfélagsmiðlaþegn. Oftast þegar ég skoða áhrifavaldinn nánar þá eru það partýmyndir, hálfnektarmyndir, lúxusferðalög o.fl. o.fl. Ég velti því fyrir mér hvaða áhrif þessi manneskja er að hafa raunverulega og hvern er hún að hafa áhrif á? Er hún að stuðla að aukinni neysluhyggju (og er það gott?) eða einhverskonar hugmynd um kynlíf/kynóra? Ég hreinlega veit það ekki. Ég er ekki að gefa í skyn að fólk megi og ætti ekki að hegða sér eins og það velur sér á samfélagsmiðlum, lifa stórt og auglýsa heilbrigðan líkamann sinn. Allir eiga sinn rétt. Ég geri það meira að segja sjálfur endrum og eins. En ég er ekki áhrifavaldur held ég...þó ég vilji vissulega trúa að ég hafi að minnsta kosti jákvæð áhrif á fólkið sem er í kringum mig en hver/hvað er það sem ákveður standard áhrifavalds almennt? Er það fjöldi fylgjenda á Instagram? Fjölmiðlar hafa einstakt vald í þessu tilfelli og vil ég biðla til þeirra að íhuga notkun þessa orðs. Það er annað að vera frægur á Instagram og að vera áhrifavaldur. Þetta snýst kannski meira um merkingu og notkun orðsins. Ég þakka allavega fyrir ungu áhrifavaldana eins og t.d. Gretu Thunberg og Autumn Peltier því ég get virkilega skilið að þær séu rauvnerulegir áhrifavaldar. Það er ekki bara mitt mat heldur eru þær að hafa sýnileg áhrif. Þær eru að berjast fyrir boðskap og breytingum sem snerta allar komandi kynslóðir. Hvernig ert ÞÚ að hafa áhrif?Höfundur er dansari, lífstílsþjálfari og skemmtikraftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Samfélagsmiðlar Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Hugleikur Dagsson teiknaði upp mynd um daginn sem lýsir að mínu mati furðulegri þróun áhrifavalda í heimssamfélaginu. Hún virkilega snerti við mér og því sem ég hef verið að velta fyrir mér undanfarið. Hún sýnir Ghandi sem barðist fyrir frelsi og sjálfstæði Indlands, Rosu Parks sem barðist fyrir borgaralegum réttindum í Bandaríkjunum og svo var það mynd af Instagram „áhrifavaldi“ nútímans sem er með rass. Getum við plís hætt að kalla berrassaðar, berbrjósta stelpur á Instagram áhrifavalda í fjölmiðlum? Þetta eru oft stelpur en líka karlmenn eða strákar og um leið og við erum að skilgreina þau sem áhrifavalda opinberlega þá erum við senda út skilaboð og gefa þeim ákveðið vald. Það er svo annað ef nakinn líkami er notaður sem tákn fyrir einhvern ákveðinn boðskap eða hreyfingu sbr. Free the nipple. Endilega köllum þau áhrifavalda ef þau eru virkilega að hrinda af stað boðskap sem er þess virði að íhuga. Ef þau eru raunverulega að hafa áhrif eða deila jákvæðum skilaboðum og breytingum sem skila sér vítt og breitt út í samfélagið þá já, ég skil að það séu áhrifavaldar. En ég er farinn að fá smá nóg af þessu hugtaki „áhrifavaldur“ og notkun þess hér heima og kannski almennt. Því yfirleitt ef það er frétt um einhvern áhrifavald þá er það einhver á Instagram sem allavega ég veit ekkert hver er eða hvar hún/hann er þekktur fyrir. Kannski er ég bara útskúfaður samfélagsmiðlaþegn. Oftast þegar ég skoða áhrifavaldinn nánar þá eru það partýmyndir, hálfnektarmyndir, lúxusferðalög o.fl. o.fl. Ég velti því fyrir mér hvaða áhrif þessi manneskja er að hafa raunverulega og hvern er hún að hafa áhrif á? Er hún að stuðla að aukinni neysluhyggju (og er það gott?) eða einhverskonar hugmynd um kynlíf/kynóra? Ég hreinlega veit það ekki. Ég er ekki að gefa í skyn að fólk megi og ætti ekki að hegða sér eins og það velur sér á samfélagsmiðlum, lifa stórt og auglýsa heilbrigðan líkamann sinn. Allir eiga sinn rétt. Ég geri það meira að segja sjálfur endrum og eins. En ég er ekki áhrifavaldur held ég...þó ég vilji vissulega trúa að ég hafi að minnsta kosti jákvæð áhrif á fólkið sem er í kringum mig en hver/hvað er það sem ákveður standard áhrifavalds almennt? Er það fjöldi fylgjenda á Instagram? Fjölmiðlar hafa einstakt vald í þessu tilfelli og vil ég biðla til þeirra að íhuga notkun þessa orðs. Það er annað að vera frægur á Instagram og að vera áhrifavaldur. Þetta snýst kannski meira um merkingu og notkun orðsins. Ég þakka allavega fyrir ungu áhrifavaldana eins og t.d. Gretu Thunberg og Autumn Peltier því ég get virkilega skilið að þær séu rauvnerulegir áhrifavaldar. Það er ekki bara mitt mat heldur eru þær að hafa sýnileg áhrif. Þær eru að berjast fyrir boðskap og breytingum sem snerta allar komandi kynslóðir. Hvernig ert ÞÚ að hafa áhrif?Höfundur er dansari, lífstílsþjálfari og skemmtikraftur.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun