Grunur um að Íslendingar kaupi barnaníð sem streymt er beint á netinu Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 8. október 2019 18:30 Lögreglan í Danmörku hefur síðustu fimm ár rannsakað 25 mál sem snúa að kaupum á barnaníð í gegnum netið. Mennirnir sitja þá fyrir framan tölvuna og panta það sem þeim hugnast og svo er brotið á barninu, sem er jafnvel hinum megin á hnettinum. Eingöngu sjö Danir hafa verið dæmdir og þar af fimm á síðasta ári. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, segir lögreglu líta á þessi brot sem ein alvarlegustu brot sem hægt er að fremja. „Þú getur óskað eftir tilteknu broti og selt aðgang að því. Þessu er streymt í gegnum netið á sama tíma og þetta á sér stað,“ segir hann. Flestir mannanna sem panta brot og dreifa þeim búa í Evrópu og flest börnin sem verða fyrir brotunum búa í Asíu. Lögregla rannsakar nú hvort Íslendingar taki þátt í brotastarfseminni. „Við höfum fengið ábendingar frá erlendum aðilum um að Íslendingar séu að tengjast inn í margs konar brot sem eru á netinu. Þannig að það er ástæðan fyrir því að við viljum stíga meira inn í þessa rannsókn,“ segir Karl Steinar.Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Fátækir forelrar selja börnin Danska ríkisútvarpið (DR) gerði fréttaskýringu um málið í september. Þar er rætt við börn í Filipseyjum sem hafa verið tekin af foreldrum sínum en yfirleitt eru það foreldrar eða aðrir fjölskyldumeðlimir sem hafa milligöngu um kaupin, taka við peningunum og framkvæma brotið á barninu í beinni útsendingu. Einnig var rætt við móður sem sagðist hafa gert þetta því hún hafi þurft á peningunum að halda. Brotin fara fram á hulduneti þar sem barnaníðingar athafna sig og eru sögð sérstaklega gróf þar sem brotamenn eru varðir bakvið tölvuskjá í tugþúsunda kílómetra fjarlægð frá barninu. Hér á Íslandi hefur rannsókn kynferðisbrota verið breytt vegna netsins og nýrra leiða barnaníðinga. „Við höfum ekki verið að sinna þessu og ekki horft á þetta nægilega alvarlega augum. En við höfum áhuga á að breyta því,“ segir Karl Steinar. Danmörk Kynferðisofbeldi Lögreglumál Netöryggi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
Lögreglan í Danmörku hefur síðustu fimm ár rannsakað 25 mál sem snúa að kaupum á barnaníð í gegnum netið. Mennirnir sitja þá fyrir framan tölvuna og panta það sem þeim hugnast og svo er brotið á barninu, sem er jafnvel hinum megin á hnettinum. Eingöngu sjö Danir hafa verið dæmdir og þar af fimm á síðasta ári. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, segir lögreglu líta á þessi brot sem ein alvarlegustu brot sem hægt er að fremja. „Þú getur óskað eftir tilteknu broti og selt aðgang að því. Þessu er streymt í gegnum netið á sama tíma og þetta á sér stað,“ segir hann. Flestir mannanna sem panta brot og dreifa þeim búa í Evrópu og flest börnin sem verða fyrir brotunum búa í Asíu. Lögregla rannsakar nú hvort Íslendingar taki þátt í brotastarfseminni. „Við höfum fengið ábendingar frá erlendum aðilum um að Íslendingar séu að tengjast inn í margs konar brot sem eru á netinu. Þannig að það er ástæðan fyrir því að við viljum stíga meira inn í þessa rannsókn,“ segir Karl Steinar.Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Fátækir forelrar selja börnin Danska ríkisútvarpið (DR) gerði fréttaskýringu um málið í september. Þar er rætt við börn í Filipseyjum sem hafa verið tekin af foreldrum sínum en yfirleitt eru það foreldrar eða aðrir fjölskyldumeðlimir sem hafa milligöngu um kaupin, taka við peningunum og framkvæma brotið á barninu í beinni útsendingu. Einnig var rætt við móður sem sagðist hafa gert þetta því hún hafi þurft á peningunum að halda. Brotin fara fram á hulduneti þar sem barnaníðingar athafna sig og eru sögð sérstaklega gróf þar sem brotamenn eru varðir bakvið tölvuskjá í tugþúsunda kílómetra fjarlægð frá barninu. Hér á Íslandi hefur rannsókn kynferðisbrota verið breytt vegna netsins og nýrra leiða barnaníðinga. „Við höfum ekki verið að sinna þessu og ekki horft á þetta nægilega alvarlega augum. En við höfum áhuga á að breyta því,“ segir Karl Steinar.
Danmörk Kynferðisofbeldi Lögreglumál Netöryggi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira