Grunur um að Íslendingar kaupi barnaníð sem streymt er beint á netinu Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 8. október 2019 18:30 Lögreglan í Danmörku hefur síðustu fimm ár rannsakað 25 mál sem snúa að kaupum á barnaníð í gegnum netið. Mennirnir sitja þá fyrir framan tölvuna og panta það sem þeim hugnast og svo er brotið á barninu, sem er jafnvel hinum megin á hnettinum. Eingöngu sjö Danir hafa verið dæmdir og þar af fimm á síðasta ári. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, segir lögreglu líta á þessi brot sem ein alvarlegustu brot sem hægt er að fremja. „Þú getur óskað eftir tilteknu broti og selt aðgang að því. Þessu er streymt í gegnum netið á sama tíma og þetta á sér stað,“ segir hann. Flestir mannanna sem panta brot og dreifa þeim búa í Evrópu og flest börnin sem verða fyrir brotunum búa í Asíu. Lögregla rannsakar nú hvort Íslendingar taki þátt í brotastarfseminni. „Við höfum fengið ábendingar frá erlendum aðilum um að Íslendingar séu að tengjast inn í margs konar brot sem eru á netinu. Þannig að það er ástæðan fyrir því að við viljum stíga meira inn í þessa rannsókn,“ segir Karl Steinar.Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Fátækir forelrar selja börnin Danska ríkisútvarpið (DR) gerði fréttaskýringu um málið í september. Þar er rætt við börn í Filipseyjum sem hafa verið tekin af foreldrum sínum en yfirleitt eru það foreldrar eða aðrir fjölskyldumeðlimir sem hafa milligöngu um kaupin, taka við peningunum og framkvæma brotið á barninu í beinni útsendingu. Einnig var rætt við móður sem sagðist hafa gert þetta því hún hafi þurft á peningunum að halda. Brotin fara fram á hulduneti þar sem barnaníðingar athafna sig og eru sögð sérstaklega gróf þar sem brotamenn eru varðir bakvið tölvuskjá í tugþúsunda kílómetra fjarlægð frá barninu. Hér á Íslandi hefur rannsókn kynferðisbrota verið breytt vegna netsins og nýrra leiða barnaníðinga. „Við höfum ekki verið að sinna þessu og ekki horft á þetta nægilega alvarlega augum. En við höfum áhuga á að breyta því,“ segir Karl Steinar. Danmörk Kynferðisofbeldi Lögreglumál Netöryggi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Lögreglan í Danmörku hefur síðustu fimm ár rannsakað 25 mál sem snúa að kaupum á barnaníð í gegnum netið. Mennirnir sitja þá fyrir framan tölvuna og panta það sem þeim hugnast og svo er brotið á barninu, sem er jafnvel hinum megin á hnettinum. Eingöngu sjö Danir hafa verið dæmdir og þar af fimm á síðasta ári. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, segir lögreglu líta á þessi brot sem ein alvarlegustu brot sem hægt er að fremja. „Þú getur óskað eftir tilteknu broti og selt aðgang að því. Þessu er streymt í gegnum netið á sama tíma og þetta á sér stað,“ segir hann. Flestir mannanna sem panta brot og dreifa þeim búa í Evrópu og flest börnin sem verða fyrir brotunum búa í Asíu. Lögregla rannsakar nú hvort Íslendingar taki þátt í brotastarfseminni. „Við höfum fengið ábendingar frá erlendum aðilum um að Íslendingar séu að tengjast inn í margs konar brot sem eru á netinu. Þannig að það er ástæðan fyrir því að við viljum stíga meira inn í þessa rannsókn,“ segir Karl Steinar.Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Fátækir forelrar selja börnin Danska ríkisútvarpið (DR) gerði fréttaskýringu um málið í september. Þar er rætt við börn í Filipseyjum sem hafa verið tekin af foreldrum sínum en yfirleitt eru það foreldrar eða aðrir fjölskyldumeðlimir sem hafa milligöngu um kaupin, taka við peningunum og framkvæma brotið á barninu í beinni útsendingu. Einnig var rætt við móður sem sagðist hafa gert þetta því hún hafi þurft á peningunum að halda. Brotin fara fram á hulduneti þar sem barnaníðingar athafna sig og eru sögð sérstaklega gróf þar sem brotamenn eru varðir bakvið tölvuskjá í tugþúsunda kílómetra fjarlægð frá barninu. Hér á Íslandi hefur rannsókn kynferðisbrota verið breytt vegna netsins og nýrra leiða barnaníðinga. „Við höfum ekki verið að sinna þessu og ekki horft á þetta nægilega alvarlega augum. En við höfum áhuga á að breyta því,“ segir Karl Steinar.
Danmörk Kynferðisofbeldi Lögreglumál Netöryggi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent