Einn æðsti leiðtogi al-Qaeda drepinn í aðgerðum Bandaríkjanna og Afganistan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. október 2019 18:51 Asim Umar var að sögn drepinn í aðgerðum bandarískra og afganskra hersveita í síðasta mánuði. getty/Scott Nelson/twitter/NDS Einn æðsti leiðtogi al-Qaeda var drepinn í sameiginlegri hernaðaraðgerð Afganistan og Bandaríkjanna í síðasta mánuði. Þetta segir í tilkynningu frá leyniþjónustu Afganistan (NDS). Asim Umar, æðsti leiðtogi al-Qaeda í suð-vestur Asíu (AQIS) var drepinn þegar hersveitir Afganistan og Bandaríkjanna réðust inn í búðir Talíbana í Helmand héraðinu þann 23. september síðastliðinn. Minnst fjörutíu almennir borgarar dóu í sömu árásinni. Hvorki Bandaríkin né al-Qaeda hafa staðfest andlát Umar. NDS sagði frá árásinni á Twitter á þriðjudag og sagði árásina hafa verið gerða í samstarfi við Bandaríkin en bæði Umar og aðrir meðlimir AQIS hafi verið í felum í búðunum.1/2: BREAKING: #NDS can now confirm the death of Asim Omar, leader of #Al_Qaeda in the #Indian Subcontinent (AQIS), in a joint US-Afghan raid on a Taliban compound in Musa Qala district of Helmand province on Sep. 23. pic.twitter.com/sFKi38M6MC — NDS Afghanistan (@NDSAfghanistan) October 8, 2019 Þá sagði í yfirlýsingunni að sex aðrir meðlimir AQIS hafi verið drepnir og hafi flestir þeirra verið Pakistanar. Abu Raihan, sem sagður er hafa verið tengiliður Umar við Ayman al-Zawahiri, leiðtoga al-Qaeda, er einn þeirra sem er sagður hafa dáið. NDS birti einnig myndir af Uma, bæði lifandi og dánum, með tilkynningunni. Engar frekari upplýsingar um árásina hafa verið birtar og enn hefur ekki verið greint frá því hvað varð um líkin eftir árásina. Það að háttsettur leiðtogi í al-Qaeda hafi verið í búðum Talíbana hefur vakið upp spurningar hvort Talíbönum sé alvara að vera tilbúnir að hætta samskiptum við jíhadista, en Talíbanar eru í friðarviðræðum við Bandaríkin. Friðarviðræðurnar milli Talíbana og Bandaríkjanna virtust ganga vel þar til Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sleit viðræðum í síðasta mánuði. Ef samkomulagið hefði verið samþykkt hefðu bandarískar hersveitir yfirgefið Afganistan en í staðin áttu Talíbanar að hætta öllum samskiptum við al-Qaeda. Talíbanar hafa háð blóðuga baráttu gegn afgönsku ríkisstjórninni og erlendum hersveitum síðan 2001 og stjórna Talíbanar nú hluta landsins. Bandaríkin hófu stríð í Afganistan eftir hryðjuverkaárásina sem gerð var á tvíburaturnana þann 9. september árið 2001 vegna þess að Talíbanar, sem stjórnuðu landinu þá, neituðu að framselja þáverandi leiðtoga al-Qaeda, Osama Bin Laden. Yfirvöld í Helmand hafa staðfest að margir almennir borgarar hafi dáið í árásinni en þeir hafi verið viðstaddir brúðkaupi á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Bandaríkjunum er verið að rannsaka dauðsföll almennu borgaranna. Þeir hafa þá ýjað að því að flestir almennra borgara hafi látist í öðrum sprengingum eða þegar sjálfsmorðssprengjumenn hlupu inn í mannfjöldann. Bæði bandarískar- og afganskar hersveitir hafa sakað Talíbana um að nota almenna borgara sem skildi. Umar hefur verið leiðtogi AQIS síðan í september 2014. Afganistan Bandaríkin Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Samþykkja stjórnarskrárviðbót sem bannar samkomur hinsegin fólks Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Sjá meira
Einn æðsti leiðtogi al-Qaeda var drepinn í sameiginlegri hernaðaraðgerð Afganistan og Bandaríkjanna í síðasta mánuði. Þetta segir í tilkynningu frá leyniþjónustu Afganistan (NDS). Asim Umar, æðsti leiðtogi al-Qaeda í suð-vestur Asíu (AQIS) var drepinn þegar hersveitir Afganistan og Bandaríkjanna réðust inn í búðir Talíbana í Helmand héraðinu þann 23. september síðastliðinn. Minnst fjörutíu almennir borgarar dóu í sömu árásinni. Hvorki Bandaríkin né al-Qaeda hafa staðfest andlát Umar. NDS sagði frá árásinni á Twitter á þriðjudag og sagði árásina hafa verið gerða í samstarfi við Bandaríkin en bæði Umar og aðrir meðlimir AQIS hafi verið í felum í búðunum.1/2: BREAKING: #NDS can now confirm the death of Asim Omar, leader of #Al_Qaeda in the #Indian Subcontinent (AQIS), in a joint US-Afghan raid on a Taliban compound in Musa Qala district of Helmand province on Sep. 23. pic.twitter.com/sFKi38M6MC — NDS Afghanistan (@NDSAfghanistan) October 8, 2019 Þá sagði í yfirlýsingunni að sex aðrir meðlimir AQIS hafi verið drepnir og hafi flestir þeirra verið Pakistanar. Abu Raihan, sem sagður er hafa verið tengiliður Umar við Ayman al-Zawahiri, leiðtoga al-Qaeda, er einn þeirra sem er sagður hafa dáið. NDS birti einnig myndir af Uma, bæði lifandi og dánum, með tilkynningunni. Engar frekari upplýsingar um árásina hafa verið birtar og enn hefur ekki verið greint frá því hvað varð um líkin eftir árásina. Það að háttsettur leiðtogi í al-Qaeda hafi verið í búðum Talíbana hefur vakið upp spurningar hvort Talíbönum sé alvara að vera tilbúnir að hætta samskiptum við jíhadista, en Talíbanar eru í friðarviðræðum við Bandaríkin. Friðarviðræðurnar milli Talíbana og Bandaríkjanna virtust ganga vel þar til Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sleit viðræðum í síðasta mánuði. Ef samkomulagið hefði verið samþykkt hefðu bandarískar hersveitir yfirgefið Afganistan en í staðin áttu Talíbanar að hætta öllum samskiptum við al-Qaeda. Talíbanar hafa háð blóðuga baráttu gegn afgönsku ríkisstjórninni og erlendum hersveitum síðan 2001 og stjórna Talíbanar nú hluta landsins. Bandaríkin hófu stríð í Afganistan eftir hryðjuverkaárásina sem gerð var á tvíburaturnana þann 9. september árið 2001 vegna þess að Talíbanar, sem stjórnuðu landinu þá, neituðu að framselja þáverandi leiðtoga al-Qaeda, Osama Bin Laden. Yfirvöld í Helmand hafa staðfest að margir almennir borgarar hafi dáið í árásinni en þeir hafi verið viðstaddir brúðkaupi á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Bandaríkjunum er verið að rannsaka dauðsföll almennu borgaranna. Þeir hafa þá ýjað að því að flestir almennra borgara hafi látist í öðrum sprengingum eða þegar sjálfsmorðssprengjumenn hlupu inn í mannfjöldann. Bæði bandarískar- og afganskar hersveitir hafa sakað Talíbana um að nota almenna borgara sem skildi. Umar hefur verið leiðtogi AQIS síðan í september 2014.
Afganistan Bandaríkin Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Samþykkja stjórnarskrárviðbót sem bannar samkomur hinsegin fólks Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Sjá meira