Styttist í afdrifaríka ákvörðun um réttindi hinsegin fólks í Bandaríkjunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. október 2019 21:15 Málin sem nú verða tekin fyrir gætu markað stórt skref í átt að auknum réttindum hinsegin fólks í Bandaríkjunum. getty/ David Greedy Hæstiréttur Bandaríkjanna er nú að taka það fyrir hvort lög sem banna mismunun á vinnustöðum eigi líka við hinsegin fólk, þar á meðal samkynhneigða og trans einstaklinga. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Verið er að taka fyrir tvö mál fyrir hæstarétti um meinta mismunun gegn hinsegin starfsmönnum og þriðja mál sem snýst um mismunun gegn trans einstaklingi. Mótmælendur, sem styðja sitthvora hlið málsins, söfnuðust saman fyrir utan byggingu hæstaréttar í Washington borg í dag þegar málaferli hófust. Málin gætu markað mikla framför í réttindum hinsegin fólks í Bandaríkjunum en aðeins fjögur ár eru síðan samkynja hjónabönd voru leyfð með lögum í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Búast má við því að hæstaréttardómararnir níu muni kynna niðurstöðu sína í júní næstkomandi.Segja núverandi lög um borgararéttindi eigi ekki við kynhneigð og kynvitund Fyrstu tvö málin hafa verið sameinuð, þar sem þau fjalla bæði um meinta mismunun gegn samkynhneigðum starfsmönnum. Donald Zarda, fallhlífastökksleiðbeinandi frá New York, og Gerald Bostock , fyrrverandi starfsmaður barnaverndarnefndar í Georgíu, segjast báðir hafa verið reknir úr vinnum sínum vegna kynhneigðar. Þriðja málið sækir fyrrverandi starfsmaður útfararstofu í Michigan, Aimee Stephens, sem segist hafa verið rekin vegna þess að hún er trans. Dómsmálaráðuneytið, í ríkisstjórn Donalds Trumps, hefur stutt vinnuveitendurna í öllum þessum málum og hefur ráðuneytið sagt að núverandi lög um borgararéttindi eigi ekki við um kynhneigð eða kynvitund.Fólk fjölmennti fyrir utan hæstarétt Bandaríkjanna í gær og í dag.getty/Chip SomodevillaÍ þriðja kafla í lögum um borgararéttindi frá árinu 1964 er vinnuveitendum bannað að mismuna starfsmönnum sínum vegna kyns, kynþáttar, litarhafts, uppruna og trúar. Nú liggur frammi sú spurning hvort kyn (e. sex) eigi líka við um kynvitund og kynhneigð. Eins og staðan er nú hafa flestir alríkisdómar í Bandaríkjunum túlkað lögin þannig að þau eigi ekki við um mismunun gegn samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og trans fólki. Tveir dómar hafa hins vegar dæmt svo að mismunun gegn hinsegin fólki falli undir mismunun byggða á kyni (e. sex).Staða hæstaréttardómaranna Hæstaréttardómararnir virtust vera mjög ósammála á þriðjudag um það hvort ákvæðið verndaði samkynhneigða- og trans starfsmenn. Íhaldssami dómarinn Samuel Alito sagði að ef dómurinn dæmdi þannig að ákvæðið ætti við hinsegin fólk væri hæstiréttur að ákveða „mikilvæga stefnu,“ og tók því hlið óbreyttra laga.Dómarinn John Roberts gæti lent öðru hvoru megin, ekki er vitað í hvora átt hann hallist. Á þriðjudag spurði hann hvort, ef dómurinn kæmist að þeirri niðurstöðu að ákvæðið ætti við um hinsegin starfsmenn, gera ætti undanþágu fyrir vinnuveitendur sem væru strangtrúaðir. Þetta er fyrsta skipti síðan 2018 sem dómurinn tekur fyrir hinsegin mál. Síðan 2018 hefur staða dómara breyst en nú eru fimm af níu dómurum íhaldssamir, þar á meðal eru dómararnir tveir sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur skipað þeir Neil Gorsuch og Brett Kavanaugh. Bandaríkin Hinsegin Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna er nú að taka það fyrir hvort lög sem banna mismunun á vinnustöðum eigi líka við hinsegin fólk, þar á meðal samkynhneigða og trans einstaklinga. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Verið er að taka fyrir tvö mál fyrir hæstarétti um meinta mismunun gegn hinsegin starfsmönnum og þriðja mál sem snýst um mismunun gegn trans einstaklingi. Mótmælendur, sem styðja sitthvora hlið málsins, söfnuðust saman fyrir utan byggingu hæstaréttar í Washington borg í dag þegar málaferli hófust. Málin gætu markað mikla framför í réttindum hinsegin fólks í Bandaríkjunum en aðeins fjögur ár eru síðan samkynja hjónabönd voru leyfð með lögum í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Búast má við því að hæstaréttardómararnir níu muni kynna niðurstöðu sína í júní næstkomandi.Segja núverandi lög um borgararéttindi eigi ekki við kynhneigð og kynvitund Fyrstu tvö málin hafa verið sameinuð, þar sem þau fjalla bæði um meinta mismunun gegn samkynhneigðum starfsmönnum. Donald Zarda, fallhlífastökksleiðbeinandi frá New York, og Gerald Bostock , fyrrverandi starfsmaður barnaverndarnefndar í Georgíu, segjast báðir hafa verið reknir úr vinnum sínum vegna kynhneigðar. Þriðja málið sækir fyrrverandi starfsmaður útfararstofu í Michigan, Aimee Stephens, sem segist hafa verið rekin vegna þess að hún er trans. Dómsmálaráðuneytið, í ríkisstjórn Donalds Trumps, hefur stutt vinnuveitendurna í öllum þessum málum og hefur ráðuneytið sagt að núverandi lög um borgararéttindi eigi ekki við um kynhneigð eða kynvitund.Fólk fjölmennti fyrir utan hæstarétt Bandaríkjanna í gær og í dag.getty/Chip SomodevillaÍ þriðja kafla í lögum um borgararéttindi frá árinu 1964 er vinnuveitendum bannað að mismuna starfsmönnum sínum vegna kyns, kynþáttar, litarhafts, uppruna og trúar. Nú liggur frammi sú spurning hvort kyn (e. sex) eigi líka við um kynvitund og kynhneigð. Eins og staðan er nú hafa flestir alríkisdómar í Bandaríkjunum túlkað lögin þannig að þau eigi ekki við um mismunun gegn samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og trans fólki. Tveir dómar hafa hins vegar dæmt svo að mismunun gegn hinsegin fólki falli undir mismunun byggða á kyni (e. sex).Staða hæstaréttardómaranna Hæstaréttardómararnir virtust vera mjög ósammála á þriðjudag um það hvort ákvæðið verndaði samkynhneigða- og trans starfsmenn. Íhaldssami dómarinn Samuel Alito sagði að ef dómurinn dæmdi þannig að ákvæðið ætti við hinsegin fólk væri hæstiréttur að ákveða „mikilvæga stefnu,“ og tók því hlið óbreyttra laga.Dómarinn John Roberts gæti lent öðru hvoru megin, ekki er vitað í hvora átt hann hallist. Á þriðjudag spurði hann hvort, ef dómurinn kæmist að þeirri niðurstöðu að ákvæðið ætti við um hinsegin starfsmenn, gera ætti undanþágu fyrir vinnuveitendur sem væru strangtrúaðir. Þetta er fyrsta skipti síðan 2018 sem dómurinn tekur fyrir hinsegin mál. Síðan 2018 hefur staða dómara breyst en nú eru fimm af níu dómurum íhaldssamir, þar á meðal eru dómararnir tveir sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur skipað þeir Neil Gorsuch og Brett Kavanaugh.
Bandaríkin Hinsegin Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira