Umboðsmaður glímir við vangetu til að sinna frumkvæðismálum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. október 2019 19:00 Embætti umboðsmanns Alþingis glímir við vangetu til að sinna frumkvæðismálum sökum anna í öðrum verkefnum. Eftirlitsheimsóknir embættisins á geðdeild hafa þó leitt í ljós að lagaheimild skortir til að beita þeim úrræðum sem þar er stundum beitt. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun þar sem skýrsla umboðsmanns fyrir árið 2018 var til umfjöllunar. Ísland fullgilti fyrr á árinu svokallaða OPCAT-bókun sem er valfrjáls bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Umboðsmaður annast eftirlit því tengdu og hafa starfsmenn embættisins sem annast frumkvæðisrannsóknir sinnt þeim verkefnum. „Við erum í vandræðum bara vegna skorts á mannskap, að sinna þessum frumkvæðismálum,“ sagði Tryggvi á fundi nefndarinnar í morgun. Hann hafi óskað eftir því að bæta við stöðugildi en ekki hafi verið tekið tillit til þess í fjármálaáætlun. Það hefur þó sýnt sig að OPCAT-eftirlitið skiptir máli en tvær fyrstu heimsóknirnar voru í fyrra. Annars vegar var heimsótt neyðarvistunin á meðferðarstöðinni Stuðlum og hins vegar þrjár lokaðar deildir geðsviðs Landspítalans á Kleppi og eru skýrslur um heimsóknirnar væntanlegar á næstunni. „Þarna eru einstaklingar vistaðir á grundvelli sjálfræðissviptingar. Stofnunin telur þörf á því að beita inngripum þar sem að álitamálið er þá umfram læknismeðferð. Þetta geta verið sannkallaðar þvinganir eða jafnvel valdbeitingar og þá er vandamálið þetta: Samkvæmt reglum stjórnarskrár og mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að, þá þarf bara lagaheimild fyrir þessu. Það er vandamálið,“ sagði Tryggvi. Alþingi Heilbrigðismál Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Embætti umboðsmanns Alþingis glímir við vangetu til að sinna frumkvæðismálum sökum anna í öðrum verkefnum. Eftirlitsheimsóknir embættisins á geðdeild hafa þó leitt í ljós að lagaheimild skortir til að beita þeim úrræðum sem þar er stundum beitt. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun þar sem skýrsla umboðsmanns fyrir árið 2018 var til umfjöllunar. Ísland fullgilti fyrr á árinu svokallaða OPCAT-bókun sem er valfrjáls bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Umboðsmaður annast eftirlit því tengdu og hafa starfsmenn embættisins sem annast frumkvæðisrannsóknir sinnt þeim verkefnum. „Við erum í vandræðum bara vegna skorts á mannskap, að sinna þessum frumkvæðismálum,“ sagði Tryggvi á fundi nefndarinnar í morgun. Hann hafi óskað eftir því að bæta við stöðugildi en ekki hafi verið tekið tillit til þess í fjármálaáætlun. Það hefur þó sýnt sig að OPCAT-eftirlitið skiptir máli en tvær fyrstu heimsóknirnar voru í fyrra. Annars vegar var heimsótt neyðarvistunin á meðferðarstöðinni Stuðlum og hins vegar þrjár lokaðar deildir geðsviðs Landspítalans á Kleppi og eru skýrslur um heimsóknirnar væntanlegar á næstunni. „Þarna eru einstaklingar vistaðir á grundvelli sjálfræðissviptingar. Stofnunin telur þörf á því að beita inngripum þar sem að álitamálið er þá umfram læknismeðferð. Þetta geta verið sannkallaðar þvinganir eða jafnvel valdbeitingar og þá er vandamálið þetta: Samkvæmt reglum stjórnarskrár og mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að, þá þarf bara lagaheimild fyrir þessu. Það er vandamálið,“ sagði Tryggvi.
Alþingi Heilbrigðismál Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira