Telja heilatengda sjónskerðingu vangreinda hér á landi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. október 2019 18:45 Talið er að heilatengd sjónskerðing sé verulega vangreind hér á landi og ekki liggur fyrir hversu margir eru greindir með slíka skerðingu. Það tók unga konu tuttugu og fjögur ár að fá viðurkenningu á sinni sjónskerðingu. Heilatengd sjónskerðing er ekki hin venjulega blinda. Hún getur verið mismundandi eftir einstaklingum og mismundandi eftir hvaða þættir valda erfiðleikum. Veikindi, þreyta eða álag geta haft áhrif. Einkenni heilatengdrar sjónskerðingar geta verið margskonar, eins og óvenjulegar augnhreyfingar, sjónsvið getur verið takmarkað, erfiðleikar með að þekkja hluti og svo framvegis. Hjalti Sigurðsson og Dagbjört Andrésdóttir eru bæði með heilatengda sjónskerðingu. Ekki er alltaf augljós ástæða fyrir því af hverju einstaklingar greinast slíka sjónskerðingu.Hjalti Sigurðsson, félagsmálafulltrúi hjá Blindrafélaginu.Vísir/Jóhann K.Ýmsar ástæður fyrir heilatengdri sjónskerðingu „Heilatengd sjónskerðing getur bæði verið meðfædd, ef það kemur eitthvað fyrir á meðgöngu eða í fæðingu og síðan getur fólk orðið fyrir heilaskaða, fengið höfuðhögg eða orðið fyrir heilablóðfalli. Ástæðurnar eru ansi margar og í rauninni ekkert þekkt, allt sem gæti verið tengt þessu,“ segir Hjalti. Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, standa fyrir málþingi á morgun til þess að vekja athygli á heilatengdri sjónskerðingu eða CIV eins og hún kallast. Þar munu bæði Hjalti og Dagbjört miðla af reynslu sinni. „Þetta er voða mikill dagamunur. Það er samt mikilvægt að koma því fram að sjónskerðingin breytist ekki dag frá degi, heldur er það dagsformið sem að breytir því hvernig heilinn túlkar sjónina,“ segir Dagbjört. Dagbjört Andrésdóttir er með heilatengda sjónskerðingu. Hún sér ekki niður fyrir sig og illa til hliðar.Vísir/Jóhann K.Tók meira en tuttugu ár að fá greiningu Í tilviki Dagbjartar tók það hana tuttugu og fjögur ár að fá greiningu en allt sem hún sér í beinni sjónlínu er í fókus en hún sér ekki niður fyrir sig og lítið til hliðanna. „Þetta er svolítið eins og að setja rúllu af klósettpappír fyrir augun,“ segir Dagbjört. Hjalti og Dagbjört segja sjónskerðingu sem þessa verulega vangreinda á Íslandi. „Fólk er auðvitað alltaf að verða meðvitaðra um það. Það hafa stór skref verið stigin síðustu ár, til dæmis hjá þjónustu- og þekkingarmiðstöð þar sem verið er að vinna með börnum sem eru með heilatengda sjónskerðingu. En við erum samt sem áður að taka bara fyrstu skrefin,“ segir Hjalti. Heilbrigðismál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira
Talið er að heilatengd sjónskerðing sé verulega vangreind hér á landi og ekki liggur fyrir hversu margir eru greindir með slíka skerðingu. Það tók unga konu tuttugu og fjögur ár að fá viðurkenningu á sinni sjónskerðingu. Heilatengd sjónskerðing er ekki hin venjulega blinda. Hún getur verið mismundandi eftir einstaklingum og mismundandi eftir hvaða þættir valda erfiðleikum. Veikindi, þreyta eða álag geta haft áhrif. Einkenni heilatengdrar sjónskerðingar geta verið margskonar, eins og óvenjulegar augnhreyfingar, sjónsvið getur verið takmarkað, erfiðleikar með að þekkja hluti og svo framvegis. Hjalti Sigurðsson og Dagbjört Andrésdóttir eru bæði með heilatengda sjónskerðingu. Ekki er alltaf augljós ástæða fyrir því af hverju einstaklingar greinast slíka sjónskerðingu.Hjalti Sigurðsson, félagsmálafulltrúi hjá Blindrafélaginu.Vísir/Jóhann K.Ýmsar ástæður fyrir heilatengdri sjónskerðingu „Heilatengd sjónskerðing getur bæði verið meðfædd, ef það kemur eitthvað fyrir á meðgöngu eða í fæðingu og síðan getur fólk orðið fyrir heilaskaða, fengið höfuðhögg eða orðið fyrir heilablóðfalli. Ástæðurnar eru ansi margar og í rauninni ekkert þekkt, allt sem gæti verið tengt þessu,“ segir Hjalti. Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, standa fyrir málþingi á morgun til þess að vekja athygli á heilatengdri sjónskerðingu eða CIV eins og hún kallast. Þar munu bæði Hjalti og Dagbjört miðla af reynslu sinni. „Þetta er voða mikill dagamunur. Það er samt mikilvægt að koma því fram að sjónskerðingin breytist ekki dag frá degi, heldur er það dagsformið sem að breytir því hvernig heilinn túlkar sjónina,“ segir Dagbjört. Dagbjört Andrésdóttir er með heilatengda sjónskerðingu. Hún sér ekki niður fyrir sig og illa til hliðar.Vísir/Jóhann K.Tók meira en tuttugu ár að fá greiningu Í tilviki Dagbjartar tók það hana tuttugu og fjögur ár að fá greiningu en allt sem hún sér í beinni sjónlínu er í fókus en hún sér ekki niður fyrir sig og lítið til hliðanna. „Þetta er svolítið eins og að setja rúllu af klósettpappír fyrir augun,“ segir Dagbjört. Hjalti og Dagbjört segja sjónskerðingu sem þessa verulega vangreinda á Íslandi. „Fólk er auðvitað alltaf að verða meðvitaðra um það. Það hafa stór skref verið stigin síðustu ár, til dæmis hjá þjónustu- og þekkingarmiðstöð þar sem verið er að vinna með börnum sem eru með heilatengda sjónskerðingu. En við erum samt sem áður að taka bara fyrstu skrefin,“ segir Hjalti.
Heilbrigðismál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira