Styrkja nemendur um milljónir með myntsölu Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 30. september 2019 07:00 Jennifer Grayburn stundaði nám í miðaldafræðum við Háskóla Íslands. Stofnun Leifs Eiríkssonar hefur veitt 420 milljónum íslenskra króna í námsstyrki á síðustu 18 árum. Stofnunin styrkir árlega um tíu nemendur til náms í Bandaríkjunum og á Íslandi og fær hver nemandi fyrir sig þrjár milljónir króna. „Sjóðurinn varð til árið 2001 af hugmynd Steingríms Hermannssonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Robert Kellogg, prófessor við Virginíu-háskóla,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, formaður stjórnar Stofnunar Leifs Eiríkssonar. „Hugmyndin var sú að efla samskipti íslenskra og bandarískra háskóla. Slegin var mynt, bæði silfurdollari og þúsund króna silfurmynt, þær voru svo seldar og ágóðinn er þessi öflugi námsmannasjóður,“ segir Kristín. Sjóðurinn hefur veitt 3,1 milljón dollara, eða 420 milljónum íslenskra króna, í námsstyrki til íslenskra og bandarískra nemenda sem vilja fara í framhaldsnám.Kristín Ingólfsdóttir, formaður stjórnar Stofnunar Leifs Eiríkssonar.„Fjöldi íslenskra nemenda hefur farið í nám í Bandaríkjunum og svo hafa Bandaríkjamenn komið hingað í nám. Hægt er að sækja um styrk til að fara í hvaða nám sem er í öllum skólum hérlendis og í Bandaríkjunum,“ segir Kristín. Jennifer Grayburn er ein þeirra sem hlaut styrk frá stofnuninni og segir hún að tækifærið hafi breytt náms- og starfsferli sínum. Hún var við nám í Viginíu-háskóla sem er samstarfsaðili sjóðsins. „Það var mikilvægur þáttur í mínu námi að læra forníslensku og það er ekki hlaupið að því að læra hana í Bandaríkjunum,“ segir Jennifer. Hún stundaði nám á meistarastigi í miðaldafræðum við Háskóla Íslands árið 2013–2014. „Ég hefði aldrei getað gert allt sem ég er búin að gera á mínum ferli ef ég hefði ekki fengið styrkinn,“ segir Jennifer. „Ég held að með því að hafa komið hingað og fengið að læra miðaldafræði og forníslensku, hafi ferill minn tekið allt aðra stefnu en hann hefði annars gert,“ bætir hún við. Jennifer naut dvalarinnar á Íslandi og gæti vel hugsað sér að dvelja hér meira. „Ég kynntist hérna fullt af fólki, meðal annars Jennýju Kristjánsdóttur, og við höfum unnið mikið saman síðan,“ segir hún. „Mér líkaði land og þjóð svo vel að ég meira að segja giftist manninum mínum hérna árið 2015, við giftum okkur á Búðum,“ segir Jennifer, sem er stödd hér á landi ásamt stjórn sjóðsins og var á siglingu um Breiðafjörð þegar blaðamaður ræddi við hana. „Núna er ég svo heppin að fá að taka þátt í því að velja úr umsóknum þeirra sem sækja um styrkinn. Þetta er eitt það mest gefandi sem ég hef gert á mínum ferli, að fá að taka þátt í að veita einhverjum tækifærið sem ég fékk,“ segir hún. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Stofnun Leifs Eiríkssonar hefur veitt 420 milljónum íslenskra króna í námsstyrki á síðustu 18 árum. Stofnunin styrkir árlega um tíu nemendur til náms í Bandaríkjunum og á Íslandi og fær hver nemandi fyrir sig þrjár milljónir króna. „Sjóðurinn varð til árið 2001 af hugmynd Steingríms Hermannssonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Robert Kellogg, prófessor við Virginíu-háskóla,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, formaður stjórnar Stofnunar Leifs Eiríkssonar. „Hugmyndin var sú að efla samskipti íslenskra og bandarískra háskóla. Slegin var mynt, bæði silfurdollari og þúsund króna silfurmynt, þær voru svo seldar og ágóðinn er þessi öflugi námsmannasjóður,“ segir Kristín. Sjóðurinn hefur veitt 3,1 milljón dollara, eða 420 milljónum íslenskra króna, í námsstyrki til íslenskra og bandarískra nemenda sem vilja fara í framhaldsnám.Kristín Ingólfsdóttir, formaður stjórnar Stofnunar Leifs Eiríkssonar.„Fjöldi íslenskra nemenda hefur farið í nám í Bandaríkjunum og svo hafa Bandaríkjamenn komið hingað í nám. Hægt er að sækja um styrk til að fara í hvaða nám sem er í öllum skólum hérlendis og í Bandaríkjunum,“ segir Kristín. Jennifer Grayburn er ein þeirra sem hlaut styrk frá stofnuninni og segir hún að tækifærið hafi breytt náms- og starfsferli sínum. Hún var við nám í Viginíu-háskóla sem er samstarfsaðili sjóðsins. „Það var mikilvægur þáttur í mínu námi að læra forníslensku og það er ekki hlaupið að því að læra hana í Bandaríkjunum,“ segir Jennifer. Hún stundaði nám á meistarastigi í miðaldafræðum við Háskóla Íslands árið 2013–2014. „Ég hefði aldrei getað gert allt sem ég er búin að gera á mínum ferli ef ég hefði ekki fengið styrkinn,“ segir Jennifer. „Ég held að með því að hafa komið hingað og fengið að læra miðaldafræði og forníslensku, hafi ferill minn tekið allt aðra stefnu en hann hefði annars gert,“ bætir hún við. Jennifer naut dvalarinnar á Íslandi og gæti vel hugsað sér að dvelja hér meira. „Ég kynntist hérna fullt af fólki, meðal annars Jennýju Kristjánsdóttur, og við höfum unnið mikið saman síðan,“ segir hún. „Mér líkaði land og þjóð svo vel að ég meira að segja giftist manninum mínum hérna árið 2015, við giftum okkur á Búðum,“ segir Jennifer, sem er stödd hér á landi ásamt stjórn sjóðsins og var á siglingu um Breiðafjörð þegar blaðamaður ræddi við hana. „Núna er ég svo heppin að fá að taka þátt í því að velja úr umsóknum þeirra sem sækja um styrkinn. Þetta er eitt það mest gefandi sem ég hef gert á mínum ferli, að fá að taka þátt í að veita einhverjum tækifærið sem ég fékk,“ segir hún.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira