Styrkja nemendur um milljónir með myntsölu Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 30. september 2019 07:00 Jennifer Grayburn stundaði nám í miðaldafræðum við Háskóla Íslands. Stofnun Leifs Eiríkssonar hefur veitt 420 milljónum íslenskra króna í námsstyrki á síðustu 18 árum. Stofnunin styrkir árlega um tíu nemendur til náms í Bandaríkjunum og á Íslandi og fær hver nemandi fyrir sig þrjár milljónir króna. „Sjóðurinn varð til árið 2001 af hugmynd Steingríms Hermannssonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Robert Kellogg, prófessor við Virginíu-háskóla,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, formaður stjórnar Stofnunar Leifs Eiríkssonar. „Hugmyndin var sú að efla samskipti íslenskra og bandarískra háskóla. Slegin var mynt, bæði silfurdollari og þúsund króna silfurmynt, þær voru svo seldar og ágóðinn er þessi öflugi námsmannasjóður,“ segir Kristín. Sjóðurinn hefur veitt 3,1 milljón dollara, eða 420 milljónum íslenskra króna, í námsstyrki til íslenskra og bandarískra nemenda sem vilja fara í framhaldsnám.Kristín Ingólfsdóttir, formaður stjórnar Stofnunar Leifs Eiríkssonar.„Fjöldi íslenskra nemenda hefur farið í nám í Bandaríkjunum og svo hafa Bandaríkjamenn komið hingað í nám. Hægt er að sækja um styrk til að fara í hvaða nám sem er í öllum skólum hérlendis og í Bandaríkjunum,“ segir Kristín. Jennifer Grayburn er ein þeirra sem hlaut styrk frá stofnuninni og segir hún að tækifærið hafi breytt náms- og starfsferli sínum. Hún var við nám í Viginíu-háskóla sem er samstarfsaðili sjóðsins. „Það var mikilvægur þáttur í mínu námi að læra forníslensku og það er ekki hlaupið að því að læra hana í Bandaríkjunum,“ segir Jennifer. Hún stundaði nám á meistarastigi í miðaldafræðum við Háskóla Íslands árið 2013–2014. „Ég hefði aldrei getað gert allt sem ég er búin að gera á mínum ferli ef ég hefði ekki fengið styrkinn,“ segir Jennifer. „Ég held að með því að hafa komið hingað og fengið að læra miðaldafræði og forníslensku, hafi ferill minn tekið allt aðra stefnu en hann hefði annars gert,“ bætir hún við. Jennifer naut dvalarinnar á Íslandi og gæti vel hugsað sér að dvelja hér meira. „Ég kynntist hérna fullt af fólki, meðal annars Jennýju Kristjánsdóttur, og við höfum unnið mikið saman síðan,“ segir hún. „Mér líkaði land og þjóð svo vel að ég meira að segja giftist manninum mínum hérna árið 2015, við giftum okkur á Búðum,“ segir Jennifer, sem er stödd hér á landi ásamt stjórn sjóðsins og var á siglingu um Breiðafjörð þegar blaðamaður ræddi við hana. „Núna er ég svo heppin að fá að taka þátt í því að velja úr umsóknum þeirra sem sækja um styrkinn. Þetta er eitt það mest gefandi sem ég hef gert á mínum ferli, að fá að taka þátt í að veita einhverjum tækifærið sem ég fékk,“ segir hún. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Stofnun Leifs Eiríkssonar hefur veitt 420 milljónum íslenskra króna í námsstyrki á síðustu 18 árum. Stofnunin styrkir árlega um tíu nemendur til náms í Bandaríkjunum og á Íslandi og fær hver nemandi fyrir sig þrjár milljónir króna. „Sjóðurinn varð til árið 2001 af hugmynd Steingríms Hermannssonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Robert Kellogg, prófessor við Virginíu-háskóla,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, formaður stjórnar Stofnunar Leifs Eiríkssonar. „Hugmyndin var sú að efla samskipti íslenskra og bandarískra háskóla. Slegin var mynt, bæði silfurdollari og þúsund króna silfurmynt, þær voru svo seldar og ágóðinn er þessi öflugi námsmannasjóður,“ segir Kristín. Sjóðurinn hefur veitt 3,1 milljón dollara, eða 420 milljónum íslenskra króna, í námsstyrki til íslenskra og bandarískra nemenda sem vilja fara í framhaldsnám.Kristín Ingólfsdóttir, formaður stjórnar Stofnunar Leifs Eiríkssonar.„Fjöldi íslenskra nemenda hefur farið í nám í Bandaríkjunum og svo hafa Bandaríkjamenn komið hingað í nám. Hægt er að sækja um styrk til að fara í hvaða nám sem er í öllum skólum hérlendis og í Bandaríkjunum,“ segir Kristín. Jennifer Grayburn er ein þeirra sem hlaut styrk frá stofnuninni og segir hún að tækifærið hafi breytt náms- og starfsferli sínum. Hún var við nám í Viginíu-háskóla sem er samstarfsaðili sjóðsins. „Það var mikilvægur þáttur í mínu námi að læra forníslensku og það er ekki hlaupið að því að læra hana í Bandaríkjunum,“ segir Jennifer. Hún stundaði nám á meistarastigi í miðaldafræðum við Háskóla Íslands árið 2013–2014. „Ég hefði aldrei getað gert allt sem ég er búin að gera á mínum ferli ef ég hefði ekki fengið styrkinn,“ segir Jennifer. „Ég held að með því að hafa komið hingað og fengið að læra miðaldafræði og forníslensku, hafi ferill minn tekið allt aðra stefnu en hann hefði annars gert,“ bætir hún við. Jennifer naut dvalarinnar á Íslandi og gæti vel hugsað sér að dvelja hér meira. „Ég kynntist hérna fullt af fólki, meðal annars Jennýju Kristjánsdóttur, og við höfum unnið mikið saman síðan,“ segir hún. „Mér líkaði land og þjóð svo vel að ég meira að segja giftist manninum mínum hérna árið 2015, við giftum okkur á Búðum,“ segir Jennifer, sem er stödd hér á landi ásamt stjórn sjóðsins og var á siglingu um Breiðafjörð þegar blaðamaður ræddi við hana. „Núna er ég svo heppin að fá að taka þátt í því að velja úr umsóknum þeirra sem sækja um styrkinn. Þetta er eitt það mest gefandi sem ég hef gert á mínum ferli, að fá að taka þátt í að veita einhverjum tækifærið sem ég fékk,“ segir hún.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira