Ríkið og Seðlabankinn ganga í takt Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 20. september 2019 06:15 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ríkisfjármálin, vinnumarkaðurinn og peningastefnan ganga í takt í fyrsta sinn í langan tíma en þannig er unnt að stuðla að meiri stöðugleika í hagkerfinu. Þetta kom fram í máli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og Gylfa Zoega, nefndarmanns í peningastefnunefnd, á opnum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd í gær. Á fundinum voru Ásgeir og Gylfi spurðir hvort þeir væru sammála því að ríkisfjármálin og vinnumarkaðurinn væru meira í samræmi við peningastefnu Seðlabankans en áður. „Það hefur kannski vantað skilning á því að ríkið beitir sér gegn niðursveiflum en þetta stendur mjög til bóta og er ein aðalástæðan fyrir því að við höfum séð meiri stöðugleika,“ svaraði Ásgeir og Gylfi tók undir. „Síðustu mánuðir eru það tímabil sem maður getur verið hvað ánægðastur með. Það varð míní-kreppa og þá voru viðbrögðin þannig að vinnumarkaðurinn var róaður sem hafði þær afleiðingar að verðbólguvæntingar fóru niður. Síðan gat fjármálastefna ríkisins brugðist við meiri slaka sem ýtti undir eftirspurn og við höfum lækkað vexti. Þannig að við erum að vinna saman í fyrsta sinn í langan tíma,“ sagði Gylfi. „Það er mjög jákvætt og vonandi verður það þannig í framtíðinni að vinnumarkaðurinn, ríkisvaldið og Seðlabankinn gangi í takt.“ Þá kom fram í máli seðlabankastjóra að litið fram á veginn gæti vaxtalækkunarferlið haldið áfram ef verðbólguvæntingar lækka, áfram hægir á verðbólgu og ef hagvaxtarhorfur versna. Óttast hann of mikla bjartsýni miðað við gang mála erlendis. „Ég sjálfur óttast að óvissan sé niður á við, að þetta sé of gott til að vera satt,“ sagði Ásgeir. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Sjá meira
Ríkisfjármálin, vinnumarkaðurinn og peningastefnan ganga í takt í fyrsta sinn í langan tíma en þannig er unnt að stuðla að meiri stöðugleika í hagkerfinu. Þetta kom fram í máli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og Gylfa Zoega, nefndarmanns í peningastefnunefnd, á opnum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd í gær. Á fundinum voru Ásgeir og Gylfi spurðir hvort þeir væru sammála því að ríkisfjármálin og vinnumarkaðurinn væru meira í samræmi við peningastefnu Seðlabankans en áður. „Það hefur kannski vantað skilning á því að ríkið beitir sér gegn niðursveiflum en þetta stendur mjög til bóta og er ein aðalástæðan fyrir því að við höfum séð meiri stöðugleika,“ svaraði Ásgeir og Gylfi tók undir. „Síðustu mánuðir eru það tímabil sem maður getur verið hvað ánægðastur með. Það varð míní-kreppa og þá voru viðbrögðin þannig að vinnumarkaðurinn var róaður sem hafði þær afleiðingar að verðbólguvæntingar fóru niður. Síðan gat fjármálastefna ríkisins brugðist við meiri slaka sem ýtti undir eftirspurn og við höfum lækkað vexti. Þannig að við erum að vinna saman í fyrsta sinn í langan tíma,“ sagði Gylfi. „Það er mjög jákvætt og vonandi verður það þannig í framtíðinni að vinnumarkaðurinn, ríkisvaldið og Seðlabankinn gangi í takt.“ Þá kom fram í máli seðlabankastjóra að litið fram á veginn gæti vaxtalækkunarferlið haldið áfram ef verðbólguvæntingar lækka, áfram hægir á verðbólgu og ef hagvaxtarhorfur versna. Óttast hann of mikla bjartsýni miðað við gang mála erlendis. „Ég sjálfur óttast að óvissan sé niður á við, að þetta sé of gott til að vera satt,“ sagði Ásgeir.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Sjá meira