Markaðssetja þurfi vannýtt svæði á landsbyggðinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. september 2019 12:59 Breytt samkeppnisstaða Íslands hefur valdið því að samsetning ferðamanna og ferðahegðun á Íslandi hefur tekið breytingum. Slíkar sveiflur hafa ekki síst þrengt að ferðaþjónustufyrirtækjum á landsbyggðinni. Vísir/vilhelm Stjórnvöld verða að móta sér stefnu til framtíðar um alþjóðaflug, tengiflug og markaðssetningu á áfangastaðnum Íslandi. Þetta er á meðal tíu tillagna sem Samtök Ferðaþjónustunnar kynntu á fundi sínum í morgun til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Breytt samkeppnisstaða Íslands hefur valdið því að samsetning ferðamanna og ferðahegðun á Íslandi hefur tekið breytingum. Slíkar sveiflur hafa ekki síst þrengt að ferðaþjónustufyrirtækjum á landsbyggðinni. Hvers vegna fundu þið ykkur knúin til að ræða sérstaklega um þetta. Kvíða margir komandi misserum á landsbyggðinni? „Það er náttúrulega þannig að ferðaþjónustulandið Ísland er allt landið. Það er eins með þetta og margt annað í stjórnkerfinu og stjórnsýslunni sem gerir það að verkum að landsbyggðin á undir högg að sækja. Það er eðlilega má segja kannski dags daglega meiri fókus á það svæði landsins þar sem flestir búa og flest fyrirtæki starfa og svo framvegis. Það þýðir það að horfa þarf sérstaklega til þess að skoða það sem þarf að gera á öðrum landshornum til þess að byggja upp þessa starfsemi sem hefur verið alveg gríðarlega mikill vaxtarbroddur í atvinnulífi, atvinnutækifæri auknum lífsgæðum á landsbyggðinni,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Aðspurður hvaða þætti þurfi sérstaklega að skoða segir Jóhannes. „Það þarf að skoða alls konar þætti, rekstrarumhverfi fyrirtækjanna, samkeppnishæfni þeirra, horfa þarf á hvernig vegasamgöngum er háttað, hvernig ákvarðanir eru teknar um samgöngumál og hvernig stjórnsýsla samgöngumálanna er og að hún taki meira mið að þörfum ferðaþjónustunnar.“Hér að neðan er hægt að horfa á fund Samtaka ferðaþjónustunnar í heild sinni.Á fundinum í morgun sagði Jóhannes að leggja þyrfti aukna áherslu á markaðssetningu á vannýtt svæði á landsbyggðinni. „Þó að orðalagið vannýtt landsvæði sé ekkert sérstaklega skemmtilegt að þá er það nákvæmlega það sem um er að ræða, það er að segja, hér eru tækifæri um allt land til þess að búa til ferðamannaleiðir, til að byggja upp áfangastaði, nýja segla eins og við tölum gjarnan um í ferðaþjónustunni, sem dregur ferðamanni lengra út á land og veldur því þá líka að álagið léttist á þeim stöðum á landinu þar sem mikið álag. Þetta vinnur allt saman. Við teljum að það sé hægt að horfa til þess hvernig má með heildstæðri stefnu byggja upp leiðir á fleiri stöðum á landinu, fleiri landsvæðum sem hafa kannski búið við það að fá ekki nema 20-30% af þeim ferðamannastraumi sem kemur til landsins á hverju ári.“ En einhvern veginn þurfa ferðamenn að komast á milli stað og lengra út á landsbyggðina. Íbúar á bæði Akureyri, Egilstöðum og Ísafirði hafa lengi kallað eftir flugvallauppbyggingu og að stefna sé mótuð um alþjóðaflug. Sjá nánar: Beint flug stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni „Flugsamgöngurnar eru eitthvað sem eru mikið í umræðunni og bæði út frá hagsmunum heimamanna, sérstaklega á landsbyggðinni, og síðan frá hagsmunum ferðaþjónustunnar og við höfum í einhver ár velt því fyrir okkur hvers vegna ferðamenn nota ekki flug innanlandsflugið meira. Þar er verðið náttúrulega einhver hindrun en ekki síður kannski sú staðreynd að við erum með innanlandsflug og alþjóðaflug á sitt hvorum flugvellinum og enga tengingu á milli,“ segir Jóhannes Þór. Akureyri Byggðamál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Beint flug stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni Bæði framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og bæjarstjórinn á Akureyri segjast finna fyrir fækkun ferðamanna á Norðurlandi. Brýnt sé að grípa í taumana fyrir veturinn. 25. júlí 2019 11:37 Funda um stöðu innanlandsflugs á Íslandi í fyrramálið Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman í fyrramálið klukkan hálf níu til að ræða stöðu innanlandsflugs á Íslandi. 28. ágúst 2019 22:00 Bein útsending: Kynna leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, mun kynna hugmyndir samtakanna um tíu leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni klukkan 10:30 í dag. 20. september 2019 09:57 Vill að fólk verði hvatt til að fljúga innanlands Skiptar skoðanir eru á milli þingmannanna Jóns Gunnarssonar, Sjálfstæðisflokki og Hönnu Katrínar Friðriksson, Viðreisn, um hvort ríkið eigi að greiða niður rekstrarkostnað innanlandsflugfélaga með nokkrum hætti. 1. september 2019 13:33 Vill veita styrki til uppbyggingar á köldum markaðssvæðum á landsbyggðinni Félags- og barnamálaráðherra hefur birt áform sín um að breyta lögum og reglugerðum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni og koma til móts við áskoranir sem fjölmörg sveitarfélög standa frammi fyrir í húsnæðismálum. 24. júlí 2019 12:21 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Sjá meira
Stjórnvöld verða að móta sér stefnu til framtíðar um alþjóðaflug, tengiflug og markaðssetningu á áfangastaðnum Íslandi. Þetta er á meðal tíu tillagna sem Samtök Ferðaþjónustunnar kynntu á fundi sínum í morgun til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Breytt samkeppnisstaða Íslands hefur valdið því að samsetning ferðamanna og ferðahegðun á Íslandi hefur tekið breytingum. Slíkar sveiflur hafa ekki síst þrengt að ferðaþjónustufyrirtækjum á landsbyggðinni. Hvers vegna fundu þið ykkur knúin til að ræða sérstaklega um þetta. Kvíða margir komandi misserum á landsbyggðinni? „Það er náttúrulega þannig að ferðaþjónustulandið Ísland er allt landið. Það er eins með þetta og margt annað í stjórnkerfinu og stjórnsýslunni sem gerir það að verkum að landsbyggðin á undir högg að sækja. Það er eðlilega má segja kannski dags daglega meiri fókus á það svæði landsins þar sem flestir búa og flest fyrirtæki starfa og svo framvegis. Það þýðir það að horfa þarf sérstaklega til þess að skoða það sem þarf að gera á öðrum landshornum til þess að byggja upp þessa starfsemi sem hefur verið alveg gríðarlega mikill vaxtarbroddur í atvinnulífi, atvinnutækifæri auknum lífsgæðum á landsbyggðinni,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Aðspurður hvaða þætti þurfi sérstaklega að skoða segir Jóhannes. „Það þarf að skoða alls konar þætti, rekstrarumhverfi fyrirtækjanna, samkeppnishæfni þeirra, horfa þarf á hvernig vegasamgöngum er háttað, hvernig ákvarðanir eru teknar um samgöngumál og hvernig stjórnsýsla samgöngumálanna er og að hún taki meira mið að þörfum ferðaþjónustunnar.“Hér að neðan er hægt að horfa á fund Samtaka ferðaþjónustunnar í heild sinni.Á fundinum í morgun sagði Jóhannes að leggja þyrfti aukna áherslu á markaðssetningu á vannýtt svæði á landsbyggðinni. „Þó að orðalagið vannýtt landsvæði sé ekkert sérstaklega skemmtilegt að þá er það nákvæmlega það sem um er að ræða, það er að segja, hér eru tækifæri um allt land til þess að búa til ferðamannaleiðir, til að byggja upp áfangastaði, nýja segla eins og við tölum gjarnan um í ferðaþjónustunni, sem dregur ferðamanni lengra út á land og veldur því þá líka að álagið léttist á þeim stöðum á landinu þar sem mikið álag. Þetta vinnur allt saman. Við teljum að það sé hægt að horfa til þess hvernig má með heildstæðri stefnu byggja upp leiðir á fleiri stöðum á landinu, fleiri landsvæðum sem hafa kannski búið við það að fá ekki nema 20-30% af þeim ferðamannastraumi sem kemur til landsins á hverju ári.“ En einhvern veginn þurfa ferðamenn að komast á milli stað og lengra út á landsbyggðina. Íbúar á bæði Akureyri, Egilstöðum og Ísafirði hafa lengi kallað eftir flugvallauppbyggingu og að stefna sé mótuð um alþjóðaflug. Sjá nánar: Beint flug stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni „Flugsamgöngurnar eru eitthvað sem eru mikið í umræðunni og bæði út frá hagsmunum heimamanna, sérstaklega á landsbyggðinni, og síðan frá hagsmunum ferðaþjónustunnar og við höfum í einhver ár velt því fyrir okkur hvers vegna ferðamenn nota ekki flug innanlandsflugið meira. Þar er verðið náttúrulega einhver hindrun en ekki síður kannski sú staðreynd að við erum með innanlandsflug og alþjóðaflug á sitt hvorum flugvellinum og enga tengingu á milli,“ segir Jóhannes Þór.
Akureyri Byggðamál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Beint flug stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni Bæði framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og bæjarstjórinn á Akureyri segjast finna fyrir fækkun ferðamanna á Norðurlandi. Brýnt sé að grípa í taumana fyrir veturinn. 25. júlí 2019 11:37 Funda um stöðu innanlandsflugs á Íslandi í fyrramálið Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman í fyrramálið klukkan hálf níu til að ræða stöðu innanlandsflugs á Íslandi. 28. ágúst 2019 22:00 Bein útsending: Kynna leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, mun kynna hugmyndir samtakanna um tíu leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni klukkan 10:30 í dag. 20. september 2019 09:57 Vill að fólk verði hvatt til að fljúga innanlands Skiptar skoðanir eru á milli þingmannanna Jóns Gunnarssonar, Sjálfstæðisflokki og Hönnu Katrínar Friðriksson, Viðreisn, um hvort ríkið eigi að greiða niður rekstrarkostnað innanlandsflugfélaga með nokkrum hætti. 1. september 2019 13:33 Vill veita styrki til uppbyggingar á köldum markaðssvæðum á landsbyggðinni Félags- og barnamálaráðherra hefur birt áform sín um að breyta lögum og reglugerðum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni og koma til móts við áskoranir sem fjölmörg sveitarfélög standa frammi fyrir í húsnæðismálum. 24. júlí 2019 12:21 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Sjá meira
Beint flug stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni Bæði framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og bæjarstjórinn á Akureyri segjast finna fyrir fækkun ferðamanna á Norðurlandi. Brýnt sé að grípa í taumana fyrir veturinn. 25. júlí 2019 11:37
Funda um stöðu innanlandsflugs á Íslandi í fyrramálið Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman í fyrramálið klukkan hálf níu til að ræða stöðu innanlandsflugs á Íslandi. 28. ágúst 2019 22:00
Bein útsending: Kynna leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, mun kynna hugmyndir samtakanna um tíu leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni klukkan 10:30 í dag. 20. september 2019 09:57
Vill að fólk verði hvatt til að fljúga innanlands Skiptar skoðanir eru á milli þingmannanna Jóns Gunnarssonar, Sjálfstæðisflokki og Hönnu Katrínar Friðriksson, Viðreisn, um hvort ríkið eigi að greiða niður rekstrarkostnað innanlandsflugfélaga með nokkrum hætti. 1. september 2019 13:33
Vill veita styrki til uppbyggingar á köldum markaðssvæðum á landsbyggðinni Félags- og barnamálaráðherra hefur birt áform sín um að breyta lögum og reglugerðum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni og koma til móts við áskoranir sem fjölmörg sveitarfélög standa frammi fyrir í húsnæðismálum. 24. júlí 2019 12:21