Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. september 2019 13:26 Í hádeginu hófst verkfall ungmenna á Austurvelli gegn loftslagsbreytingum og verður það haldið alla virka daga í næstu viku. Vísir/Einar Árnason Búist er við að milljónir taki þátt í allsherjarverkfalli sem boðað hefur verið til á yfir fimm þúsund stöðum í heiminum vegna loftslagsbreytinga í dag. Dagurinn markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum. Forseti Stúdentaráðs segir málið brenna á ungmennum sem glími jafnvel við loftslagskvíða. Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal hér á landi. Milljónir barna ætla að taka þátt og fylgja fordæmi hinnar sænsku Gretu Thunberg, sem hóf mótmælaaðgerðir sínar með því að skrópa í skólanum í ágúst á síðasta ári. Í dag eru fullorðnir hvattir til að taka líka þátt. Í hádeginu hófst verkfall ungmenna á Austurvelli gegn loftslagsbreytingum og verður það haldið alla virka daga í næstu viku. Í Ráðhúsinu stendur myndlistarfólk fyrir listsmiðjum frá klukkan eitt og bjóða fólki uppá kennslu í skiltagerð og bolaprentun.Frá Austurvelli í hádeginu.Einar ÁrnasonGanga og svo kröfufundur á Austurvelli Jóna Þórey Pétursdóttir er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem er eitt fjögurra félaga sem skipuleggja dagskrá tengda loftslagsmálum sem stendur til 27. september. „Í dag hefst ganga frá Hallgrímskirkju klukkan fimm niður á Austurvöll og á Austurvelli verða ávörp og tónlistaratriði. Við erum búin að fá þjóðþekkta einstaklinga og tónlistarmenn til að koma þar fram,“ segir Jóna Þórey.Einar ÁrnasonAðgerða krafist Stjórnvöld þurfi að fara í markvissari aðgerðir gegn loftlagsbreytingum. „Núna fer af stað undirskriftasöfnun sem við vinnum að með Landvernd – en það er hægt að nálgast hana á askorun.landvernd.is – þar sem við köllum á landsmenn að krefja stjórnvöld um aðgerðir í loftslagsmálum.“ Hún segir ungt fólk hafa miklar áhyggjur af lofstlagsbreytingum. „Ungt fólk og orðið loftlagskvíði er eitthvað sem er að verða stöðugt algengara í umræðunni. Það er þannig að framtíðin sem unga fólkið hafði séð fyrir sér er að breytast. Það eru alvarlegar afleiðingar sem verða ef það er ekki gripið til viðeigandi aðgerða,“ segir Jóna Þórey Pétursdóttir. Loftslagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Sjá meira
Búist er við að milljónir taki þátt í allsherjarverkfalli sem boðað hefur verið til á yfir fimm þúsund stöðum í heiminum vegna loftslagsbreytinga í dag. Dagurinn markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum. Forseti Stúdentaráðs segir málið brenna á ungmennum sem glími jafnvel við loftslagskvíða. Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal hér á landi. Milljónir barna ætla að taka þátt og fylgja fordæmi hinnar sænsku Gretu Thunberg, sem hóf mótmælaaðgerðir sínar með því að skrópa í skólanum í ágúst á síðasta ári. Í dag eru fullorðnir hvattir til að taka líka þátt. Í hádeginu hófst verkfall ungmenna á Austurvelli gegn loftslagsbreytingum og verður það haldið alla virka daga í næstu viku. Í Ráðhúsinu stendur myndlistarfólk fyrir listsmiðjum frá klukkan eitt og bjóða fólki uppá kennslu í skiltagerð og bolaprentun.Frá Austurvelli í hádeginu.Einar ÁrnasonGanga og svo kröfufundur á Austurvelli Jóna Þórey Pétursdóttir er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem er eitt fjögurra félaga sem skipuleggja dagskrá tengda loftslagsmálum sem stendur til 27. september. „Í dag hefst ganga frá Hallgrímskirkju klukkan fimm niður á Austurvöll og á Austurvelli verða ávörp og tónlistaratriði. Við erum búin að fá þjóðþekkta einstaklinga og tónlistarmenn til að koma þar fram,“ segir Jóna Þórey.Einar ÁrnasonAðgerða krafist Stjórnvöld þurfi að fara í markvissari aðgerðir gegn loftlagsbreytingum. „Núna fer af stað undirskriftasöfnun sem við vinnum að með Landvernd – en það er hægt að nálgast hana á askorun.landvernd.is – þar sem við köllum á landsmenn að krefja stjórnvöld um aðgerðir í loftslagsmálum.“ Hún segir ungt fólk hafa miklar áhyggjur af lofstlagsbreytingum. „Ungt fólk og orðið loftlagskvíði er eitthvað sem er að verða stöðugt algengara í umræðunni. Það er þannig að framtíðin sem unga fólkið hafði séð fyrir sér er að breytast. Það eru alvarlegar afleiðingar sem verða ef það er ekki gripið til viðeigandi aðgerða,“ segir Jóna Þórey Pétursdóttir.
Loftslagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Sjá meira
Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26