Læknar á varðbergi vegna rafretta Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. september 2019 14:36 Á bilinu 10-15% íslenskra unglinga nota rafrettur að staðaldri. vísir/getty Lungalæknir segir mikið áhyggjuefni hversu mörg íslensk börn nota rafrettur. Vakning sé á meðal lækna að reyna að greina veikindi tengd notkuninni. Grunur leikur á að unglingur sem nýlega greindist með lungnasjúkdóm hér á landi hafi veikst vegna rafrettunotkunar. Drengurinn er á batavegi en hefur hlotið meðferð vegna sjúkdómsins á Landspítalanum. Í tilkynningu sem Landlæknisembættið sendi frá sér í gær, vegna málsins, kemur fram að birtingarmynd sjúkdómsins svipi til þess sem lýst hefur verið í Bandaríkjunum. Þar hefur verið faraldur af alvarlegum lungnasjúkdómum sem tengjast rafrettum en yfir fimm hundruð tilfelli hafa komið þar upp.Alma Dagbjört Möller, landlæknirSif Hansdóttir er yfirlæknir lungnalækninga á lyflækningasviði Landspítalans segir tilfelli drengsins það eina sem vitað er um að hafi komið upp hér á landi. „Við erum að skoða aftur í tímann einstaklinga sem hafa verið mikið veikir en ekki fundist skýring á þeirra einkennum en eins og staðan er núna höfum við ekki fundið neinn sem hefur tengst beint við veipið,“ segir Sif. Sif segir vakningu á meðal lækna að greina veikindi tengd rafrettunotkun. „Það er þannig að fólk er orðið miklu, miklu meðvitaðra, bæði læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk, eftir þessar fréttir frá Bandaríkjunum. Þannig að ég held ekki endilega að tilfellunum sé að fjölga en ég held að við séum miklu meira vakandi og þannig verið að finna tilfelli sem að við höfum mögulega áður misst af,“ segir Sif. Alma Möller landlæknir sagði í fréttum okkar í gær að vitað væri að 50% þeirra sem eru í 10. bekk hafi prófað rafrettur og að 10-15% nota þær að staðaldri. Sif segir mikilvægt að börn noti ekki rafrettur en þessar tölur um notkun komi henni þó ekki á óvart. „Í rauninni ekki miðað við þessar tölur sem er verið að birta frá Bandaríkjunum og við Íslendingar líkjumst nú svolítið í háttum því sem hefur verið að gerast þar en 10% af krökkum í 10. bekk er náttúrulega gríðarlega há tala og er mikið áhyggjuefni,“ segir Sif. Heilbrigðismál Landspítalinn Rafrettur Tengdar fréttir Hvetja til banns gegn rafrettum Rúmlega 15 prósent 10. bekkinga á Íslandi eru hugsanlega háðir rafrettum. 18. september 2019 07:15 Á spítala eftir rafrettunotkun: „Við vitum að 50% þeirra í 10. bekk hafa prófað“ Grunur leikur á að unglingur sem nýlega greindist með lungnasjúkdóm hér á landi hafi veikst vegna rafrettunotkunar. Landlæknir segir rafrettunoktun ungmenna áhyggjuefni. 20. september 2019 19:00 Tóku 100 tegundir af rafrettuvökvum úr sölu Fulltrúar Neytendastofu hafa tekið úr sölu um 100 tegundir af rafrettuáfyllingum þar sem nikótíni hefur verið bætt við vökva á sölustað. 20. september 2019 11:56 Rekja veikindi unglings til rafrettureykinga Grunur leikur á að veikindi unglings, sem greindist nýverið með lungnasjúkdóm hér á landi, megi rekja til rafrettunotkunar. 20. september 2019 15:44 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Lungalæknir segir mikið áhyggjuefni hversu mörg íslensk börn nota rafrettur. Vakning sé á meðal lækna að reyna að greina veikindi tengd notkuninni. Grunur leikur á að unglingur sem nýlega greindist með lungnasjúkdóm hér á landi hafi veikst vegna rafrettunotkunar. Drengurinn er á batavegi en hefur hlotið meðferð vegna sjúkdómsins á Landspítalanum. Í tilkynningu sem Landlæknisembættið sendi frá sér í gær, vegna málsins, kemur fram að birtingarmynd sjúkdómsins svipi til þess sem lýst hefur verið í Bandaríkjunum. Þar hefur verið faraldur af alvarlegum lungnasjúkdómum sem tengjast rafrettum en yfir fimm hundruð tilfelli hafa komið þar upp.Alma Dagbjört Möller, landlæknirSif Hansdóttir er yfirlæknir lungnalækninga á lyflækningasviði Landspítalans segir tilfelli drengsins það eina sem vitað er um að hafi komið upp hér á landi. „Við erum að skoða aftur í tímann einstaklinga sem hafa verið mikið veikir en ekki fundist skýring á þeirra einkennum en eins og staðan er núna höfum við ekki fundið neinn sem hefur tengst beint við veipið,“ segir Sif. Sif segir vakningu á meðal lækna að greina veikindi tengd rafrettunotkun. „Það er þannig að fólk er orðið miklu, miklu meðvitaðra, bæði læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk, eftir þessar fréttir frá Bandaríkjunum. Þannig að ég held ekki endilega að tilfellunum sé að fjölga en ég held að við séum miklu meira vakandi og þannig verið að finna tilfelli sem að við höfum mögulega áður misst af,“ segir Sif. Alma Möller landlæknir sagði í fréttum okkar í gær að vitað væri að 50% þeirra sem eru í 10. bekk hafi prófað rafrettur og að 10-15% nota þær að staðaldri. Sif segir mikilvægt að börn noti ekki rafrettur en þessar tölur um notkun komi henni þó ekki á óvart. „Í rauninni ekki miðað við þessar tölur sem er verið að birta frá Bandaríkjunum og við Íslendingar líkjumst nú svolítið í háttum því sem hefur verið að gerast þar en 10% af krökkum í 10. bekk er náttúrulega gríðarlega há tala og er mikið áhyggjuefni,“ segir Sif.
Heilbrigðismál Landspítalinn Rafrettur Tengdar fréttir Hvetja til banns gegn rafrettum Rúmlega 15 prósent 10. bekkinga á Íslandi eru hugsanlega háðir rafrettum. 18. september 2019 07:15 Á spítala eftir rafrettunotkun: „Við vitum að 50% þeirra í 10. bekk hafa prófað“ Grunur leikur á að unglingur sem nýlega greindist með lungnasjúkdóm hér á landi hafi veikst vegna rafrettunotkunar. Landlæknir segir rafrettunoktun ungmenna áhyggjuefni. 20. september 2019 19:00 Tóku 100 tegundir af rafrettuvökvum úr sölu Fulltrúar Neytendastofu hafa tekið úr sölu um 100 tegundir af rafrettuáfyllingum þar sem nikótíni hefur verið bætt við vökva á sölustað. 20. september 2019 11:56 Rekja veikindi unglings til rafrettureykinga Grunur leikur á að veikindi unglings, sem greindist nýverið með lungnasjúkdóm hér á landi, megi rekja til rafrettunotkunar. 20. september 2019 15:44 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Hvetja til banns gegn rafrettum Rúmlega 15 prósent 10. bekkinga á Íslandi eru hugsanlega háðir rafrettum. 18. september 2019 07:15
Á spítala eftir rafrettunotkun: „Við vitum að 50% þeirra í 10. bekk hafa prófað“ Grunur leikur á að unglingur sem nýlega greindist með lungnasjúkdóm hér á landi hafi veikst vegna rafrettunotkunar. Landlæknir segir rafrettunoktun ungmenna áhyggjuefni. 20. september 2019 19:00
Tóku 100 tegundir af rafrettuvökvum úr sölu Fulltrúar Neytendastofu hafa tekið úr sölu um 100 tegundir af rafrettuáfyllingum þar sem nikótíni hefur verið bætt við vökva á sölustað. 20. september 2019 11:56
Rekja veikindi unglings til rafrettureykinga Grunur leikur á að veikindi unglings, sem greindist nýverið með lungnasjúkdóm hér á landi, megi rekja til rafrettunotkunar. 20. september 2019 15:44