„Ég vil að við getum átt okkar líkama í friði“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. september 2019 21:30 Elísabet Ormslev segir að hún sé orðin dauðþreytt á að verja sig gegn áreitni karlmanna. Úr einkasafni „Nei andskotinn. Hvenær verðum við látnar í friði?“ spyr söngkonan Elísabet Ormslev í færslu sem hún birti á Facebook en hún hefur tvisvar sinnum á mjög stuttum tíma verið áreitt af karlmanni þegar hún hefur verið gangandi í miðbæ Reykjavíkur. Hún segir í samtali við Vísi að það sé tímabært að karlmenn átti sig að því að þeir hafi ekki beinan aðgang að konum og að konur séu ekki hlutir sem megi ganga að eins og sjálfsögðum hlut. „Ég vil að við getum átt okkar líkama í friði“ Elísabet segir að hún upplifi ekki beint hræðslu í þessum atvikum. „Aðallega reiði. Svona eins og það væri brotið á mér. Mér fallast bara hendur að þetta skuli ennþá gerast.“ Hún vil halda opinni umræðunni um kynferðislega áreitni og vakti því athygli á málinu á samfélagsmiðlum. „Ég vil að fólk gleymi ekki allri vitundarvakningunni sem hefur átt sér stað síðastliðin ár. Þetta er augljóslega ennþá vandamál. Ég hvet fólk til að hafa þessa umræðu opna því þetta er ekkert búið, þetta er barátta sem er ekki búið að vinna,“ segir Elísabet í samtali við Vísi. Annað atvikið sem hún lýsir átti sér stað um kvöld en hitt um hábjartan dag. Hún segir að það virðist ekki skipta máli staður eða stund. „Í fyrra skiptið var ég stödd fyrir utan Noodle Station hjá Hlemmi að kvöldi til þegar að erlendur maður kom og strauk mér undir brjóstið og sagði mér að hann myndi ríða mér betur en hver sá sem væri að því núna,“ skrifar Elísabet í færslunni sinni. Seinna atvikið átti sér stað nú fyrr í dag. „Um hábjartan dag var ég að labba í Austurstræti og maður hljóp í áttina að mér, kleip í rassinn á mér og tjáði mér þær fréttir „að ég væri að fara heim með sér á stundinni og ég hefði ekkert val um það baby.“ Í bæði skiptin sló ég hendurnar á þeim frá mér og sagði þeim ekki að snerta mig og viðbrögðin voru eins í bæði skiptin: Ég er klikkuð tík,“ útskýrir Elísabet. „Ef ég svara fyrir mig og bregst við að þá einhvern veginn bregðast þeir illa við á móti og láta eins og það sé eitthvað frekar að mér heldur en að þeim og þeirra hegðun.“Ekki bara á djamminu Hún segir að konur séu að upplifa þetta alls staðar, alltaf. „Ekki bara þegar við erum kannski í flegnum bolum á djamminu.“ Í færslunni tekur Elísabet það sérstaklega fram að í dag var hún klædd í íþróttabuxur, bol sem náði upp í háls, ómáluð og með snúð í hárinu. Aðspurð af hverju hún tók það fram svaraði Elísabet: „Þetta eru rök sem fólk sem veit ekki mikið um málið notar oft. Það er bara þannig að sá hugsunargangur tíðkast ennþá í dag, að við séum í rauninni bara að biðja um að vera áreittar ef að við erum klæddar á einhvern ákveðinn hátt. Þetta er bara einn af punktunum sem er svo oft talað um eins og í tengslum við druslugönguna. Eins og bara í beinum tengslum við Druslugönguna, við megum vera klæddar eins og við viljum án þess að fá þessa áreitni á okkur.“ Elísabet segist ekki hafa tölu á því hversu oft hún hafi verið áreitt af karlmönnum enda segir hún í færslunni að hún sé orðin óstjórnlega þreytt á að þurfa að verja sig. „Þetta gerist ekkert bara á djamminu þegar það er áfengi um hönd heldur líka bara um hábjartan dag á laugardegi í Austurstræti, eins í dag eða fyrir framan Noodle Station eins og gerðist fyrir þremur vikum,“ segir Elísabet að lokum. Source code MeToo Reykjavík Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
„Nei andskotinn. Hvenær verðum við látnar í friði?“ spyr söngkonan Elísabet Ormslev í færslu sem hún birti á Facebook en hún hefur tvisvar sinnum á mjög stuttum tíma verið áreitt af karlmanni þegar hún hefur verið gangandi í miðbæ Reykjavíkur. Hún segir í samtali við Vísi að það sé tímabært að karlmenn átti sig að því að þeir hafi ekki beinan aðgang að konum og að konur séu ekki hlutir sem megi ganga að eins og sjálfsögðum hlut. „Ég vil að við getum átt okkar líkama í friði“ Elísabet segir að hún upplifi ekki beint hræðslu í þessum atvikum. „Aðallega reiði. Svona eins og það væri brotið á mér. Mér fallast bara hendur að þetta skuli ennþá gerast.“ Hún vil halda opinni umræðunni um kynferðislega áreitni og vakti því athygli á málinu á samfélagsmiðlum. „Ég vil að fólk gleymi ekki allri vitundarvakningunni sem hefur átt sér stað síðastliðin ár. Þetta er augljóslega ennþá vandamál. Ég hvet fólk til að hafa þessa umræðu opna því þetta er ekkert búið, þetta er barátta sem er ekki búið að vinna,“ segir Elísabet í samtali við Vísi. Annað atvikið sem hún lýsir átti sér stað um kvöld en hitt um hábjartan dag. Hún segir að það virðist ekki skipta máli staður eða stund. „Í fyrra skiptið var ég stödd fyrir utan Noodle Station hjá Hlemmi að kvöldi til þegar að erlendur maður kom og strauk mér undir brjóstið og sagði mér að hann myndi ríða mér betur en hver sá sem væri að því núna,“ skrifar Elísabet í færslunni sinni. Seinna atvikið átti sér stað nú fyrr í dag. „Um hábjartan dag var ég að labba í Austurstræti og maður hljóp í áttina að mér, kleip í rassinn á mér og tjáði mér þær fréttir „að ég væri að fara heim með sér á stundinni og ég hefði ekkert val um það baby.“ Í bæði skiptin sló ég hendurnar á þeim frá mér og sagði þeim ekki að snerta mig og viðbrögðin voru eins í bæði skiptin: Ég er klikkuð tík,“ útskýrir Elísabet. „Ef ég svara fyrir mig og bregst við að þá einhvern veginn bregðast þeir illa við á móti og láta eins og það sé eitthvað frekar að mér heldur en að þeim og þeirra hegðun.“Ekki bara á djamminu Hún segir að konur séu að upplifa þetta alls staðar, alltaf. „Ekki bara þegar við erum kannski í flegnum bolum á djamminu.“ Í færslunni tekur Elísabet það sérstaklega fram að í dag var hún klædd í íþróttabuxur, bol sem náði upp í háls, ómáluð og með snúð í hárinu. Aðspurð af hverju hún tók það fram svaraði Elísabet: „Þetta eru rök sem fólk sem veit ekki mikið um málið notar oft. Það er bara þannig að sá hugsunargangur tíðkast ennþá í dag, að við séum í rauninni bara að biðja um að vera áreittar ef að við erum klæddar á einhvern ákveðinn hátt. Þetta er bara einn af punktunum sem er svo oft talað um eins og í tengslum við druslugönguna. Eins og bara í beinum tengslum við Druslugönguna, við megum vera klæddar eins og við viljum án þess að fá þessa áreitni á okkur.“ Elísabet segist ekki hafa tölu á því hversu oft hún hafi verið áreitt af karlmönnum enda segir hún í færslunni að hún sé orðin óstjórnlega þreytt á að þurfa að verja sig. „Þetta gerist ekkert bara á djamminu þegar það er áfengi um hönd heldur líka bara um hábjartan dag á laugardegi í Austurstræti, eins í dag eða fyrir framan Noodle Station eins og gerðist fyrir þremur vikum,“ segir Elísabet að lokum. Source code
MeToo Reykjavík Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira