Opinberun tvöfeldninnar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar 22. september 2019 18:51 Katrín Jakobsdóttir þykist hafa gildi og marka stefnu ríkisins, en keppist í reynd við að þjóna kerfi sem brýtur á, lítillækkar og þaggar niður í þeim sem minnstar varnir hafa gegn ofríki hins opinbera. Eins og ég hef árangurslítið reynt að vekja athygli á síðan ég byrjaði að tjá mig um GG-mál fer því fjarri að allar hliðar þeirrar sögu hafi verið leiddar til lykta með endurupptökuferli síðustu ára. Satt að segja höfum við, sem ekki höfum getað lokað augunum, engan frið fengið fyrir níði embættismannanna, sem markvisst hafa leitast við að klína skömminni og ábyrgðinni á því hvernig fór - ef ekki hinni lagalegu sekt - á hina fótum troðnu einstaklinga sem dæmdir voru í málunum. Þegar settur ríkissaksóknari, Davíð Þór Björgvinsson, krafðist sýknu í fyrra tiltók hann sem ástæðurnar fyrir röngum dómi í tilfelli afa míns hans meintu persónulegu veikleika: lélega greind, sögu áfengis- og vímuefnamisnotkunar, innbyggða undirlægjusemi gagnvart rannsakendum, o.s.frv. - meingallaðar athuganir sem finna má í einhverri geðskýrslu sem var framkvæmd þegar afi minn hafði setið í einangrun í hálft ár. Davíð Þór vildi meina að þessir sálrænu þættir hafi legið að baki játningu afa míns, en ekki svívirðileg og endurtekin brot opinberra starfsmanna á réttindum hans. Greinargerð setts ríkislögmanns, Andra Árnasonar, er beint framhald af þolendaskömmun og þöggun kerfisins á því ofbeldi sem íslenska ríkið ber ábyrgð á og skyldu til að bæta upp. Því miður tók fyrrum lögmaður okkar fjölskyldunnar, Lúðvík Bergvinsson, virkan þátt í þessu ráðabruggi verjenda kerfisins og vísaði alltaf til þess, þegar ég kvartaði, að þetta væri nauðsynlegur liður í stærri strategíu til þess að fá málið endurupptekið og dómnum hnekkt. Ég hef skrifað um þetta greinar og haldið fyrirlestur sem fólk getur hlustað á hér. Andstyggileg aðför kerfisins að Guðjóni Skarphéðinssyni ætti því ekki að koma sérstaklega á óvart. En Katrín Jakobsdóttir hefði getað afstýrt þessari nýjustu árás. Hún hefði getað sett á laggirnar rannsóknarnefnd til að gera upp það sem enn er óuppgert í málinu - til þess m.a. að komast að því hver beri ábyrgð á hverju - og hún hefði getað hafnað því að ríkið tæki þátt í þolendaskömmun og þöggun. En hún kaus að aðhafast ekki í þá átt, heldur ljá herferð kerfisins sína rödd og andlit til þess að almenningur héldi það mánuðum saman að hér væri allt í ásættanlegu horfi, þrátt fyrir að við hefðum lengi verið virkilega ósátt með aðgerða- og viljaleysi ríkisstjórnarinnar og ekki legið á þeirri skoðun. Má Katrín skammast sín fyrir sinn þátt í þessari sögu. Hins vegar má ekki eigna henni sjálfri eða þessari ríkisstjórn það níð sem birtist í greinargerð setts ríkislögmanns. Í þessu stærra kerfislæga samhengi eru ráðherrarnir bara undirlægjur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tryggvi Rúnar Brynjarsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir þykist hafa gildi og marka stefnu ríkisins, en keppist í reynd við að þjóna kerfi sem brýtur á, lítillækkar og þaggar niður í þeim sem minnstar varnir hafa gegn ofríki hins opinbera. Eins og ég hef árangurslítið reynt að vekja athygli á síðan ég byrjaði að tjá mig um GG-mál fer því fjarri að allar hliðar þeirrar sögu hafi verið leiddar til lykta með endurupptökuferli síðustu ára. Satt að segja höfum við, sem ekki höfum getað lokað augunum, engan frið fengið fyrir níði embættismannanna, sem markvisst hafa leitast við að klína skömminni og ábyrgðinni á því hvernig fór - ef ekki hinni lagalegu sekt - á hina fótum troðnu einstaklinga sem dæmdir voru í málunum. Þegar settur ríkissaksóknari, Davíð Þór Björgvinsson, krafðist sýknu í fyrra tiltók hann sem ástæðurnar fyrir röngum dómi í tilfelli afa míns hans meintu persónulegu veikleika: lélega greind, sögu áfengis- og vímuefnamisnotkunar, innbyggða undirlægjusemi gagnvart rannsakendum, o.s.frv. - meingallaðar athuganir sem finna má í einhverri geðskýrslu sem var framkvæmd þegar afi minn hafði setið í einangrun í hálft ár. Davíð Þór vildi meina að þessir sálrænu þættir hafi legið að baki játningu afa míns, en ekki svívirðileg og endurtekin brot opinberra starfsmanna á réttindum hans. Greinargerð setts ríkislögmanns, Andra Árnasonar, er beint framhald af þolendaskömmun og þöggun kerfisins á því ofbeldi sem íslenska ríkið ber ábyrgð á og skyldu til að bæta upp. Því miður tók fyrrum lögmaður okkar fjölskyldunnar, Lúðvík Bergvinsson, virkan þátt í þessu ráðabruggi verjenda kerfisins og vísaði alltaf til þess, þegar ég kvartaði, að þetta væri nauðsynlegur liður í stærri strategíu til þess að fá málið endurupptekið og dómnum hnekkt. Ég hef skrifað um þetta greinar og haldið fyrirlestur sem fólk getur hlustað á hér. Andstyggileg aðför kerfisins að Guðjóni Skarphéðinssyni ætti því ekki að koma sérstaklega á óvart. En Katrín Jakobsdóttir hefði getað afstýrt þessari nýjustu árás. Hún hefði getað sett á laggirnar rannsóknarnefnd til að gera upp það sem enn er óuppgert í málinu - til þess m.a. að komast að því hver beri ábyrgð á hverju - og hún hefði getað hafnað því að ríkið tæki þátt í þolendaskömmun og þöggun. En hún kaus að aðhafast ekki í þá átt, heldur ljá herferð kerfisins sína rödd og andlit til þess að almenningur héldi það mánuðum saman að hér væri allt í ásættanlegu horfi, þrátt fyrir að við hefðum lengi verið virkilega ósátt með aðgerða- og viljaleysi ríkisstjórnarinnar og ekki legið á þeirri skoðun. Má Katrín skammast sín fyrir sinn þátt í þessari sögu. Hins vegar má ekki eigna henni sjálfri eða þessari ríkisstjórn það níð sem birtist í greinargerð setts ríkislögmanns. Í þessu stærra kerfislæga samhengi eru ráðherrarnir bara undirlægjur.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun