Fordæma vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og íhuga úrsögn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2019 23:30 Þröstur Friðfinnsson er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Vísir/Tryggvi Páll Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fordæmir vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við stuðning sambandsins við þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. Aukalandsþing sambandsins var haldið þann 6. september síðastliðinn þar sem samþykkt var að styðja tillögu ráðherra. Tillagan felur meðal í sér að að sveitarfélögum fækki um allt að 40 á næstu sjö árum og að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags verði ekki færri en þúsund íbúar. Tillagan bíður nú umfjöllunar Alþingis. Skiptar skoðanir eru um þingsályktunartillöguna, sérstaklega á meðal minni sveitarfélaga sem þurfa að sameinast öðrum sveitarfélögum til að ná tilskyldum íbúafjölda, nái tillagan fram að ganga. Þar á meðal eru forsvarsmenn Grýtubakkahrepps, þar sem búa um fjögur hundruð manns. Sveitarstjórn hreppsins samþykkti harðorða tillögu á fundi sínum síðdegis í dag þar sem meðal annars kemur fram að sveitarstjórnin hljóti að skoða það alvarlega að segja sig úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga. „Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fordæmir vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í þessu máli. Sambandið á að vera málsvari sveitarfélaga skv. 2. grein samþykkta þess. Stjórn sambandsins hefur farið þvert gegn vilja og hagsmunum fjölmargra minni sveitarfélaga, hunsað þeirra sjónarmið og röksemdafærslu í aðdraganda tillögunnar og er að óbreyttu ekki lengur hægt að líta á hana sem málsvara allra sveitarfélaga. Við þær aðstæður hlýtur sveitarstjórn að íhuga í fullri alvöru hvort rétt sé að ganga úr sambandinu og mun fara vel yfir það á næstu vikum,“ segir í bókun sveitarstjórnarinnar.Sveitarfélög á Íslandi í upphafi ársins 2019.Vísir.Segi sveitarfélagið sig úr sambandinu myndi það fylgja fordæmi Tjörneshrepps, eins fámennasta sveitarfélagi landsins þar sem búa 55 manns. Tjörneshreppur sagði sig úr sambandinu í kjölfar samþykktar aukalandsþingsins í mótmælaskyni við samþykktina um að styðja tillögu ráðherra um lágmarksfjölda sveitarfélaga. Þröstur Friðfinssson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í ágúst vera sannfærður um það að þjónusta í mörgum sveitarfélögum sem neydd væru til sameiningar myndi versna frá því sem áður var, þvert á það sem tillaga ráðherra leggur upp með. Alþingi Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00 Hugnast ekki þvinguð sameining Hann vill að frekar verði horft til þeirrar samvinnu sem nú þegar sé á milli. 31. ágúst 2019 20:30 Sameiningarmál verða mjög fyrirferðarmikil á aukaþingi Á morgun fer fram sérstakt aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem fjallað verður um stefnumörkun stjórnvalda í málefnum sveitarfélaga. Formaður sambandsins á von á hreinskiptnum og góðum umræðum en segist skilja að skiptar skoðanir séu meðal sveitarstjórnarfólks um sameiningar. 5. september 2019 06:00 Styðja sameiningu sveitarfélaga Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti á aukaþingi í dag að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. 6. september 2019 20:00 Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fordæmir vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við stuðning sambandsins við þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. Aukalandsþing sambandsins var haldið þann 6. september síðastliðinn þar sem samþykkt var að styðja tillögu ráðherra. Tillagan felur meðal í sér að að sveitarfélögum fækki um allt að 40 á næstu sjö árum og að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags verði ekki færri en þúsund íbúar. Tillagan bíður nú umfjöllunar Alþingis. Skiptar skoðanir eru um þingsályktunartillöguna, sérstaklega á meðal minni sveitarfélaga sem þurfa að sameinast öðrum sveitarfélögum til að ná tilskyldum íbúafjölda, nái tillagan fram að ganga. Þar á meðal eru forsvarsmenn Grýtubakkahrepps, þar sem búa um fjögur hundruð manns. Sveitarstjórn hreppsins samþykkti harðorða tillögu á fundi sínum síðdegis í dag þar sem meðal annars kemur fram að sveitarstjórnin hljóti að skoða það alvarlega að segja sig úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga. „Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fordæmir vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í þessu máli. Sambandið á að vera málsvari sveitarfélaga skv. 2. grein samþykkta þess. Stjórn sambandsins hefur farið þvert gegn vilja og hagsmunum fjölmargra minni sveitarfélaga, hunsað þeirra sjónarmið og röksemdafærslu í aðdraganda tillögunnar og er að óbreyttu ekki lengur hægt að líta á hana sem málsvara allra sveitarfélaga. Við þær aðstæður hlýtur sveitarstjórn að íhuga í fullri alvöru hvort rétt sé að ganga úr sambandinu og mun fara vel yfir það á næstu vikum,“ segir í bókun sveitarstjórnarinnar.Sveitarfélög á Íslandi í upphafi ársins 2019.Vísir.Segi sveitarfélagið sig úr sambandinu myndi það fylgja fordæmi Tjörneshrepps, eins fámennasta sveitarfélagi landsins þar sem búa 55 manns. Tjörneshreppur sagði sig úr sambandinu í kjölfar samþykktar aukalandsþingsins í mótmælaskyni við samþykktina um að styðja tillögu ráðherra um lágmarksfjölda sveitarfélaga. Þröstur Friðfinssson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í ágúst vera sannfærður um það að þjónusta í mörgum sveitarfélögum sem neydd væru til sameiningar myndi versna frá því sem áður var, þvert á það sem tillaga ráðherra leggur upp með.
Alþingi Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00 Hugnast ekki þvinguð sameining Hann vill að frekar verði horft til þeirrar samvinnu sem nú þegar sé á milli. 31. ágúst 2019 20:30 Sameiningarmál verða mjög fyrirferðarmikil á aukaþingi Á morgun fer fram sérstakt aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem fjallað verður um stefnumörkun stjórnvalda í málefnum sveitarfélaga. Formaður sambandsins á von á hreinskiptnum og góðum umræðum en segist skilja að skiptar skoðanir séu meðal sveitarstjórnarfólks um sameiningar. 5. september 2019 06:00 Styðja sameiningu sveitarfélaga Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti á aukaþingi í dag að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. 6. september 2019 20:00 Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00
Hugnast ekki þvinguð sameining Hann vill að frekar verði horft til þeirrar samvinnu sem nú þegar sé á milli. 31. ágúst 2019 20:30
Sameiningarmál verða mjög fyrirferðarmikil á aukaþingi Á morgun fer fram sérstakt aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem fjallað verður um stefnumörkun stjórnvalda í málefnum sveitarfélaga. Formaður sambandsins á von á hreinskiptnum og góðum umræðum en segist skilja að skiptar skoðanir séu meðal sveitarstjórnarfólks um sameiningar. 5. september 2019 06:00
Styðja sameiningu sveitarfélaga Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti á aukaþingi í dag að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. 6. september 2019 20:00