Ræða við alla skólastjóra borgarinnar um hvort herða þurfi aðgengi að skólum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. september 2019 20:45 Skóla- og frístundasvið ætlar að ræða við alla skólastjóra í grunnskólum borgarinnar og skoða hvort að herða þurfi aðgangsstýringu í skólunum. Karlmaður náði að lauma sér inn í Austurbæjarskóla í byrjun mánaðar þar sem hann braut kynferðislega á níu ára stúlku. Nadine Guðrún Yaghi. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, er sagður hafa farið inn í skólann á miðjum skóladegi í upphafi þessa mánaðar og platað stúlku í fimmta bekk upp á aðra hæð, þar sem hann þuklaði á henni og hafði uppi kynferðislega tilburði. Stúlkan komst undan og lét kennara vita. Lögregla og Barnavernd var strax kölluð til. Maðurinn flýði af vettvangi en var handtekinn nokkrum dögum síðar. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku. Rannsókn málsins er lokastigi að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, yfirmanni hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Málið var rætt á fundi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar í dag og er litið mjög alvarlegum augum að sögn Helga Grímssonar, sviðsstjóra. Til stendur að ræða við skólastjóra allra grunnskóla borgarinnar vegna málsins.„Aðallega að ræða hvernig er aðgangsstýring í dag, hvernig nálgumst við þá sem eru ókunnugir og eru að koma inn í skólana? Hvernig göngum við úr skugga um hver þeirra erindi séu? Það er hluti af rýninni fyrst. Hvernig gerum við þetta og svo að taka spurninga yfir á næsta stig, hvernig viljum við hafa þetta?“ segir Helgi.Á Íslandi sé opið aðgengi að skólalóðum.„Og verið tiltölulega auðvelt aðgengi fyrir foreldra, aðra aðstandendur og þá sem eru að sinna ýmissi þjónustu fyrir okkur eins og það að koma með vörur í mötuneytin og annað slíkt. Þetta er eitthvað sem við höfum gert fram að þessu en það er fullt erindi til þess að setjast niður og ræða þetta. Þetta mál verður aftur tekið fyrir á næsta fundi skóla- og frístundaráðs þar sem við förum yfir hvað við erum búin að gera fram að þeim tíma,“ segir Helgi.Þá hefur aðgengi að Austurbæjarskóla verið hert vegna málsins og verða einungis tveir inngangar skólans opnir á skólatíma„Þau tóku ákvörðun um að merkja þá starfsmenn sem eru í frímínútnagæslu með vestum og þau eru svo að taka upp starfsmannakort þannig að allir starfsmenn séu auðkenndir.“Í fyrri útgáfu kom fram að brotið hefði átt sér stað á háalofti skólans. Rétt er að það var á annarri hæð. Barnavernd Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Braut á stúlku á lofti Austurbæjarskóla Karlmaður er sagður hafa brotið gegn stúlkubarni í Austurbæjarskóla í upphafi mánaðar. 24. september 2019 06:44 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Skóla- og frístundasvið ætlar að ræða við alla skólastjóra í grunnskólum borgarinnar og skoða hvort að herða þurfi aðgangsstýringu í skólunum. Karlmaður náði að lauma sér inn í Austurbæjarskóla í byrjun mánaðar þar sem hann braut kynferðislega á níu ára stúlku. Nadine Guðrún Yaghi. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, er sagður hafa farið inn í skólann á miðjum skóladegi í upphafi þessa mánaðar og platað stúlku í fimmta bekk upp á aðra hæð, þar sem hann þuklaði á henni og hafði uppi kynferðislega tilburði. Stúlkan komst undan og lét kennara vita. Lögregla og Barnavernd var strax kölluð til. Maðurinn flýði af vettvangi en var handtekinn nokkrum dögum síðar. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku. Rannsókn málsins er lokastigi að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, yfirmanni hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Málið var rætt á fundi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar í dag og er litið mjög alvarlegum augum að sögn Helga Grímssonar, sviðsstjóra. Til stendur að ræða við skólastjóra allra grunnskóla borgarinnar vegna málsins.„Aðallega að ræða hvernig er aðgangsstýring í dag, hvernig nálgumst við þá sem eru ókunnugir og eru að koma inn í skólana? Hvernig göngum við úr skugga um hver þeirra erindi séu? Það er hluti af rýninni fyrst. Hvernig gerum við þetta og svo að taka spurninga yfir á næsta stig, hvernig viljum við hafa þetta?“ segir Helgi.Á Íslandi sé opið aðgengi að skólalóðum.„Og verið tiltölulega auðvelt aðgengi fyrir foreldra, aðra aðstandendur og þá sem eru að sinna ýmissi þjónustu fyrir okkur eins og það að koma með vörur í mötuneytin og annað slíkt. Þetta er eitthvað sem við höfum gert fram að þessu en það er fullt erindi til þess að setjast niður og ræða þetta. Þetta mál verður aftur tekið fyrir á næsta fundi skóla- og frístundaráðs þar sem við förum yfir hvað við erum búin að gera fram að þeim tíma,“ segir Helgi.Þá hefur aðgengi að Austurbæjarskóla verið hert vegna málsins og verða einungis tveir inngangar skólans opnir á skólatíma„Þau tóku ákvörðun um að merkja þá starfsmenn sem eru í frímínútnagæslu með vestum og þau eru svo að taka upp starfsmannakort þannig að allir starfsmenn séu auðkenndir.“Í fyrri útgáfu kom fram að brotið hefði átt sér stað á háalofti skólans. Rétt er að það var á annarri hæð.
Barnavernd Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Braut á stúlku á lofti Austurbæjarskóla Karlmaður er sagður hafa brotið gegn stúlkubarni í Austurbæjarskóla í upphafi mánaðar. 24. september 2019 06:44 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Braut á stúlku á lofti Austurbæjarskóla Karlmaður er sagður hafa brotið gegn stúlkubarni í Austurbæjarskóla í upphafi mánaðar. 24. september 2019 06:44