Slösuðust þegar myndavél féll á þær á tónleikum Of Monsters and Men Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. september 2019 22:57 Ragnar þórhallsson og Nanna Bryndís Hilmarsdóttir sjást hér á sviði á tónlistarhátíðinni Life is Beautiful í Las Vegas um helgina. Vísir/getty Þrjár konur slösuðust á tónleikum íslensku hljómsveitarinnar Of Monsters and Men í bandarísku borginni Las Vegas á laugardag þegar myndavél sem hékk á rafmagnsleiðslu féll á áhorfendaskarann. Slysið varð þegar sveitin kom fram á tónlistarhátíðinni Life is Beautiful um helgina. Nokkrir erlendir miðlar hafa greint frá atvikinu, þar á meðal TMZ og Daily Mail. Í frétt þess fyrrnefnda segir að konurnar þrjár hafi ekki slasast alvarlega þegar myndavélin féll á þær. Konurnar hafi allar komist undir læknishendur á hátíðinni en tvær þeirra hafi verið fluttar á sjúkrahús til aðhlynningar síðar um kvöldið. Önnur þeirra er sögð hafa slasast á höfði og hin á fæti en báðar hafi þær verið útskrifaðar samdægurs af sjúkrahúsinu. Í myndbandi sem tekið var upp á tónleikunum á laugardagskvöld má sjá þegar myndavélin fellur ofan á áhorfendur. Fjölmiðlar vestanhafs segja myndavélina enga smásmíði, hún vegi tæp tíu kíló. Umrætt myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.Yikes you can see the wire camera falling on this girl at Life is Beautiful pic.twitter.com/zxOpbwTAn3— Ash. (@ashleyjavalera) September 22, 2019 Í yfirlýsingu sem birt er í frétt héraðsmiðilsins KTNV staðfesta aðstandendur hátíðarinnar að slysið hafi orðið á laugardag. Þeim sé afar annt um öryggi gesta og starfsmanna hátíðarinnar, sem og listamannanna sem þar koma fram. „Rannsókn stendur yfir og við erum að reyna að komast til botns í tildrögum atviksins. Engar frekari upplýsingar er að fá að svo stöddu,“ segir í yfirlýsingunni. Of Monsters and Men er nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og hafa komið víða við. Eins og áður segir tróð sveitin upp í Las Vegas um helgina en er nú komin til Kaliforníu og kemur fram í San Fransisco í kvöld. Þá verður sveitin með tónlistaratriði í spjallþætti Ellen DeGeneres sem sýndur verður vestanhafs í kvöld. View this post on InstagramWatch us on @theellenshow TODAY! Check your local listings A post shared by Of Monsters and Men (@ofmonstersandmen) on Sep 24, 2019 at 12:21pm PDT Bandaríkin Of Monsters and Men Tónlist Tengdar fréttir Of Monsters and Men spila lag af nýrri plötu hjá Kimmel Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men spilaði lag af nýjustu plötu sinni, Fever Dream, í spjallþætti Jimmy Kimmel á miðvikudaginn var. 1. ágúst 2019 08:33 Nönnu í OMAM langaði alltaf að vera strákur Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men segir í viðtali bandaríska tískutímaritið Womens Wear Daily að á sínum yngri árum hafi henni alltaf langað til að vera strákur. Á seinni árum hafi hún þó fundið eigin kvenleika, eitthvað sem finna megi merki um á nýjustu plötu hljómsveitarinnar sem kom nýverið út. 19. júní 2019 20:52 Þriðja plata Of Monsters and Men komin út Hljómsveitin úr Garðabænum, Of Monsters and Men, sem sigraði Músiktilraunir árið 2010 og hefur síðan gert góða hluti erlendis jafnt sem hér heima, hefur gefið út sína þriðju breiðskífu. 26. júlí 2019 15:19 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Þrjár konur slösuðust á tónleikum íslensku hljómsveitarinnar Of Monsters and Men í bandarísku borginni Las Vegas á laugardag þegar myndavél sem hékk á rafmagnsleiðslu féll á áhorfendaskarann. Slysið varð þegar sveitin kom fram á tónlistarhátíðinni Life is Beautiful um helgina. Nokkrir erlendir miðlar hafa greint frá atvikinu, þar á meðal TMZ og Daily Mail. Í frétt þess fyrrnefnda segir að konurnar þrjár hafi ekki slasast alvarlega þegar myndavélin féll á þær. Konurnar hafi allar komist undir læknishendur á hátíðinni en tvær þeirra hafi verið fluttar á sjúkrahús til aðhlynningar síðar um kvöldið. Önnur þeirra er sögð hafa slasast á höfði og hin á fæti en báðar hafi þær verið útskrifaðar samdægurs af sjúkrahúsinu. Í myndbandi sem tekið var upp á tónleikunum á laugardagskvöld má sjá þegar myndavélin fellur ofan á áhorfendur. Fjölmiðlar vestanhafs segja myndavélina enga smásmíði, hún vegi tæp tíu kíló. Umrætt myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.Yikes you can see the wire camera falling on this girl at Life is Beautiful pic.twitter.com/zxOpbwTAn3— Ash. (@ashleyjavalera) September 22, 2019 Í yfirlýsingu sem birt er í frétt héraðsmiðilsins KTNV staðfesta aðstandendur hátíðarinnar að slysið hafi orðið á laugardag. Þeim sé afar annt um öryggi gesta og starfsmanna hátíðarinnar, sem og listamannanna sem þar koma fram. „Rannsókn stendur yfir og við erum að reyna að komast til botns í tildrögum atviksins. Engar frekari upplýsingar er að fá að svo stöddu,“ segir í yfirlýsingunni. Of Monsters and Men er nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og hafa komið víða við. Eins og áður segir tróð sveitin upp í Las Vegas um helgina en er nú komin til Kaliforníu og kemur fram í San Fransisco í kvöld. Þá verður sveitin með tónlistaratriði í spjallþætti Ellen DeGeneres sem sýndur verður vestanhafs í kvöld. View this post on InstagramWatch us on @theellenshow TODAY! Check your local listings A post shared by Of Monsters and Men (@ofmonstersandmen) on Sep 24, 2019 at 12:21pm PDT
Bandaríkin Of Monsters and Men Tónlist Tengdar fréttir Of Monsters and Men spila lag af nýrri plötu hjá Kimmel Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men spilaði lag af nýjustu plötu sinni, Fever Dream, í spjallþætti Jimmy Kimmel á miðvikudaginn var. 1. ágúst 2019 08:33 Nönnu í OMAM langaði alltaf að vera strákur Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men segir í viðtali bandaríska tískutímaritið Womens Wear Daily að á sínum yngri árum hafi henni alltaf langað til að vera strákur. Á seinni árum hafi hún þó fundið eigin kvenleika, eitthvað sem finna megi merki um á nýjustu plötu hljómsveitarinnar sem kom nýverið út. 19. júní 2019 20:52 Þriðja plata Of Monsters and Men komin út Hljómsveitin úr Garðabænum, Of Monsters and Men, sem sigraði Músiktilraunir árið 2010 og hefur síðan gert góða hluti erlendis jafnt sem hér heima, hefur gefið út sína þriðju breiðskífu. 26. júlí 2019 15:19 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Of Monsters and Men spila lag af nýrri plötu hjá Kimmel Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men spilaði lag af nýjustu plötu sinni, Fever Dream, í spjallþætti Jimmy Kimmel á miðvikudaginn var. 1. ágúst 2019 08:33
Nönnu í OMAM langaði alltaf að vera strákur Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men segir í viðtali bandaríska tískutímaritið Womens Wear Daily að á sínum yngri árum hafi henni alltaf langað til að vera strákur. Á seinni árum hafi hún þó fundið eigin kvenleika, eitthvað sem finna megi merki um á nýjustu plötu hljómsveitarinnar sem kom nýverið út. 19. júní 2019 20:52
Þriðja plata Of Monsters and Men komin út Hljómsveitin úr Garðabænum, Of Monsters and Men, sem sigraði Músiktilraunir árið 2010 og hefur síðan gert góða hluti erlendis jafnt sem hér heima, hefur gefið út sína þriðju breiðskífu. 26. júlí 2019 15:19