

Fjármálaráðherra líti sér nær
Veitingastaðir eru lítil fyrirtæki sem veita mikla þjónustu, oft í fallegum húsakynnum. Þjónn kemur til viðskiptavinarins, fær pöntun um bjór, hellir í glasið og kemur með það á borðið. Nokkru seinna er glasið þrifið.
Það má ekki líkja veitingahúsum við stórmarkað þar sem álagningin er lág því framlegðin fæst með því að selja mikið magn án þjónustu. Það er eðlilegt að álagning bjórglass sé jafnvel nokkur hundruð prósent enda þarf framlegðin að standa straum af miklum kostnaði; húsnæði, starfsfólki, sköttum, hagnaði og bjórnum sjálfum. Ef um dýrari vöru væri að ræða með sömu þjónustu gæti álagningin verið minni.
Hvað varðar verðlag verður ekki fram hjá því litið að skattar hérlendis sem hlutfall af landsframleiðslu eru með þeim hæstu í OECD-ríkjunum og áfengisgjaldið er mun hærra en þekkist hjá öðrum ríkjum. Jafnvel þeim sem beita skattheimtu til að stemma stigum við ofneyslu áfengis. Áfengisgjaldið á bjór er tvöfalt hærra en í Svíþjóð þar sem álögurnar eru hæstar í Evrópusambandinu. Fjármunirnir sem standa undir háum skattgreiðslum eru sóttir í vasa neytenda.
Rekstur veitingastaða í Reykjavík á undir högg að sækja. Laun hafa hækkað verulega sem meðal annars má rekja til launaskriðs opinberra starfsmanna. Til að bæta gráu ofan á svart eru skattar háir, til að mynda tryggingargjaldið sem eykur launakostnað og fasteignagjöld hafa hækkað verulega. Birgjar veitingastaða glíma að sjálfsögðu við sama vanda sem setur þrýsting á innkaupsverð.
Svo haldið sé áfram að þusa um háa skatta má nefna að aka þarf bjórnum á veitingastaði en álögur á bifreiðar og eldsneyti eru með því hæsta sem þekkist. Allt leggst þetta saman á eitt.
Eftir ferðamannasprengjuna er offramboð af veitingastöðum. Margir þeirra standa á brauðfótum. Eigendurnir horfa því væntanlega fremur til þess að hækka verð eftir því sem veitingahúsum fækkar í stað þess að lækka það.
Það væri því einfaldlega sanngjarnara ef fjármálaráðherra myndi lækka skatta almennilega í stað þess að röfla í barþjóni um hvað bjórglasið sé dýrt, eins og hann segist hafa gert.
Tengdar fréttir

Fjögurra króna hækkun muni ekki miklu þegar horft er á 350 prósenta álagningu
Fjármálaráðherra segir vert að skoða hvað það sé sem raunverulega þrengir að veitingageiranum. Áfengisverð er þrefalt hærra hér en í Evrópu og eru yfirvöld gagnrýnd fyrir hátt áfengisgjald.

Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina.

Segir ekki mikið svigrúm til að lækka verðið á bjór
Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar, segir samanburð fjármálaráðherra hafa verið full einfaldan.
Skoðun

Samfélagsþjónusta á röngum forsendum
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd
Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar

Stækkum Skógarlund!
Elsa María Guðmundsdóttir skrifar

Hvað eru strandveiðar?
Gísli Gunnar Marteinsson skrifar

Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins
Bolli Héðinsson skrifar

Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz
Hallveig Rúnarsdóttir skrifar

Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum
Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar

Eldurinn og slökkvitækið
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag!
Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar

Umbun er sama og afleiðing
Helgi S. Karlsson skrifar

Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna?
Valdimar Óskarsson skrifar

Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur?
Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar

Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag!
Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar

Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn!
Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar

Við viljum jafnan rétt foreldra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Háskóli er samfélag
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi
Axel Sigurðsson skrifar

Auðlind þjóðarinnar
Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar

Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra
Bergljót Borg skrifar

Leiðrétt veiðigjöld
Hanna Katrín Friðriksson skrifar

Táknmálstúlkun
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar

Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Tesluvandinn
Alexandra Briem skrifar

Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ
Sóllilja Bjarnadóttir skrifar

Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda
Engilbert Sigurðsson skrifar

Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn
Pétur Henry Petersen skrifar

Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma
Þröstur Ólafsson skrifar

Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael
Ingólfur Gíslason skrifar

Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert
Gabríel Ingimarsson skrifar