Lítur eineltismál hjá embætti ríkislögreglustjóra alvarlegum augum Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 25. september 2019 10:36 Dómsmálaráðherra ræðir við fjölmiðla að loknum fundi í morgun. vísir/einar árnason Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, ræddi þá stöðu sem upp er komin innan lögreglunnar í landinu á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun. Mikil ólga er innan lögreglunnar vegna stöðu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, en átta af níu lögreglustjórum landsins hafa lýst yfir vantrausti á hann auk Landssambands lögreglumanna. Dómsmálaráðherra ræddi við fréttastofu eftir nefndarfundinn í morgun. Fram kom í Fréttablaðinu í morgun að að minnsta kosti tveir sérsveitarmenn hafi kvartað undan einelti af hálfu Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Hafa kvartanirnar borist alla leið inn í dómsmálaráðuneytið þar sem málin eru nú til skoðunar. Spurð út í þetta og hvort eineltismál væru til skoðunar hjá ráðuneytinu sagði Áslaug að það hefðu komið upp mál sem væru á borði ráðuneytisins. En svona eineltismál, eru þau litin alvarlegum augum? „Að sjálfsögðu og þau fara í ákveðið ferli,“ sagði ráðherra. Á fundinum með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun ræddi Áslaug um hugmyndir sínar um skipulagsbreytingar á löggæslumálum í landinu. Meðal þess sem ráðherra hefur rætt að komi til greina er að sameina embætti ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sagði Áslaug það vel raunhæft að sameina þau embætti þar sem gjarnan væru til dæmis tvíverknaðir í kerfinu. Þá sér Áslaug fyrir sér að færa verkefni frá ríkislögreglustjóra til annarra embætta lögreglunnar og sér tækifæri í því að gera breytingarnar í skrefum. Sumar breytingarnar þurfi að gera hratt en aðrar þurfi meiri vinnu fram á næsta ár. Til að mynda taki lagabreytingar alltaf sinn tíma en aðspurð hvort hún treysti Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra, í embætti á meðan verið sé að vinna að breytingum sagði Áslaug að hún treysti ríkislögreglustjóraembættinu og ekkert benti til þess að þar væri ekki verið að sinna löggæslumálum vel. Þá sagði hún að embættismenn njóti réttarverndar og mál Haraldar séu í skoðun eftir það sem hefur komið upp síðustu daga.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27 Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, ræddi þá stöðu sem upp er komin innan lögreglunnar í landinu á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun. Mikil ólga er innan lögreglunnar vegna stöðu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, en átta af níu lögreglustjórum landsins hafa lýst yfir vantrausti á hann auk Landssambands lögreglumanna. Dómsmálaráðherra ræddi við fréttastofu eftir nefndarfundinn í morgun. Fram kom í Fréttablaðinu í morgun að að minnsta kosti tveir sérsveitarmenn hafi kvartað undan einelti af hálfu Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Hafa kvartanirnar borist alla leið inn í dómsmálaráðuneytið þar sem málin eru nú til skoðunar. Spurð út í þetta og hvort eineltismál væru til skoðunar hjá ráðuneytinu sagði Áslaug að það hefðu komið upp mál sem væru á borði ráðuneytisins. En svona eineltismál, eru þau litin alvarlegum augum? „Að sjálfsögðu og þau fara í ákveðið ferli,“ sagði ráðherra. Á fundinum með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun ræddi Áslaug um hugmyndir sínar um skipulagsbreytingar á löggæslumálum í landinu. Meðal þess sem ráðherra hefur rætt að komi til greina er að sameina embætti ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sagði Áslaug það vel raunhæft að sameina þau embætti þar sem gjarnan væru til dæmis tvíverknaðir í kerfinu. Þá sér Áslaug fyrir sér að færa verkefni frá ríkislögreglustjóra til annarra embætta lögreglunnar og sér tækifæri í því að gera breytingarnar í skrefum. Sumar breytingarnar þurfi að gera hratt en aðrar þurfi meiri vinnu fram á næsta ár. Til að mynda taki lagabreytingar alltaf sinn tíma en aðspurð hvort hún treysti Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra, í embætti á meðan verið sé að vinna að breytingum sagði Áslaug að hún treysti ríkislögreglustjóraembættinu og ekkert benti til þess að þar væri ekki verið að sinna löggæslumálum vel. Þá sagði hún að embættismenn njóti réttarverndar og mál Haraldar séu í skoðun eftir það sem hefur komið upp síðustu daga.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27 Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Sjá meira
Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19
Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27
Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00