Efnahagur og heilbrigði Þorvaldur Gylfason skrifar 26. september 2019 07:00 Reykjavík – Hrun Sovétríkjanna og annarra kommúnistaríkja í Evrópu 1989-1991 vakti bjartar vonir sem hafa sumar rætzt. Sum þessara ríkja, einkum Austur-Þýzkaland, önnur Mið- og Austur-Evrópuríki og Eystrasaltslöndin þrjú, tóku upp lýðræði og markaðsbúskap að hætti Bandaríkjanna og ESB, sigurvegara Kalda stríðsins 1947-1991. Þessi ríki hafa öll tekið miklum framförum. Önnur fv. kommúnistaríki álfunnar fóru aðrar leiðir, einkum Rússland og önnur fv. Sovétríki þar sem lýðræði hefur átt örðugt uppdráttar. Munurinn á hópunum tveim sést glöggt t.d. á Eistlandi og Rússlandi. Kaupmáttur landsframleiðslu á mann í Eistlandi var 11% minni en í Rússlandi 1995 þegar bæði löndin voru að byrja að rétta úr kútnum eftir hrunið, en nú er kaupmáttur framleiðslu á mann í Eistlandi orðinn 21% meiri en í Rússlandi skv. gögnum Alþjóðabankans. Heilbrigðisvísar segja sömu sögu og hagvísarnir. Eistar lifðu að jafnaði tveim árum lengur en Rússar 1960 en nú er munurinn á meðalævi Eista og Rússa kominn upp fyrir fimm ár Eistum í vil. Eistar standa með pálmann í höndunum þótt þeir eigi enga olíu eða aðrar náttúruauðlindir eins og Rússar.Markaðsbúskapur án lýðræðis Þótt kommúnisminn færi halloka í Evrópu hélt hann velli í Kína og Víetnam þar eð bæði löndin hófu gagngerar efnahagsumbætur með markaðsbúskap án lýðræðis að leiðarljósi, Kína 1978 og Víetnam 1979. Kaupmáttur landsframleiðslu á mann í Bandaríkjunum var 25-faldur á við Kína 1990 en nú er hann ekki nema rösklega þrefaldur enda er hagkerfi Kína nú orðið stærra en hagkerfi Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn lifðu að jafnaði 26 árum lengur en Kínverjar 1960 en nú er munurinn á meðalævi Bandaríkjamanna og Kínverja kominn niður í tvö ár Kananum í vil, 78,5 ár í Bandaríkjunum á móti 76,5 í Kína. Það skiptir þó einnig máli hvernig lífsgæðunum, þ.m.t. langlífi, er skipt milli manna. Í fátækasta fylki Bandaríkjanna, suðurríkinu Mississippi, lifir fólkið 74,5 ár að jafnaði borið saman við 80 ár í ríkasta fylkinu, Massachusetts, þar sem meðaltekjur heimilanna eru 86.300 dalir á ári á móti 42.800 dölum í Mississippi. Tvisvar sinnum hærri tekjur í Massachusetts haldast í hendur við næstum sex árum lengri meðalævi en í Mississippi. Lengstar eru ævirnar á Havaí, 81,5 ár. Hækkun meðalárstekna heimilanna um 10.000 dali frá einu fylki til annars helzt í hendur við lengingu meðalævinnar um eitt ár. Munurinn á ríkasta fylkinu og hinu fátækasta er tvöfaldur tekjumunur og næstum sex ára munur á meðallanglífi. Meðaltekjur heimilanna í Bandaríkjunum 2018 voru 63.200 dalir, eða 650.000 kr. á mánuði.Mislangar ævir Hvernig er þetta í Kína? Fólkið í mörgum stærstu borgum Kína lifir nú lengur að jafnaði en Bandaríkjamenn og býr við betri heilsu á efri árum. En misskipting meðalævinnar er meiri í Kína. Fólkið í Macau lifir nú lengst, 84,5 ár. Íbúar Sjanghæ og Hong Kong ná 83 ára aldri að jafnaði og íbúar Beijing 82 árum en í Tíbet sem Kínverjar stjórna með harðri hendi er meðalævin aðeins 64 ár. Meðalárstekjur heimilanna í Tíbet eru nú rösklega 7.000 Bandaríkjadalir borið saman við 17.500 til 18.000 dali í Sjanghæ og Beijing. Tekjumunurinn á ríkasta og fátækasta hluta Kína er því rösklega tvöfaldur líkt og í Bandaríkjunum en munurinn á meðallanglífi ríkasta og fátækasta hluta Kína er 20 ár á móti sjö árum í Bandaríkjunum, 16 í Rússlandi og 11 á Indlandi. Minna er vitað um þennan mun í Evrópulöndum enn sem komið er. Hann er þó næstum örugglega mun minni en í Bandaríkjunum að ekki sé talað um Kína, Rússland og Indland.Falskar andstæður Meðaltöl tekna og langlífis segja ekki alla söguna um velferð fólks. Engum dytti í hug að meta verðbréf til fjár með því einu að skoða afraksturinn án þess að taka áhættuna með í reikninginn. Verðbréf eru því ævinlega metin í tveim víddum: afraksturinn er veginn á móti áhættunni. Sama máli kann að gegna um ýmsar hagstærðir og heilbrigðisvísa. Það er ekki nóg að vita að meðaltekjur eins lands séu svo eða svo miklu meiri en í öðru landi ef það fylgir ekki sögunni hvernig tekjurnar skiptast milli manna í löndunum tveim. Mörg okkar kysu heldur að búa í landi með ívið lægri tekjur og jafna skiptingu en í landi með hærri tekjur og meiri misskiptingu, þyrftum við að velja. Nýjar rannsóknir benda til að við þurfum ekki að velja milli slíkra kosta þar eð þokkalegur jöfnuður í skiptingu tekna, eigna og einnig heilbrigðis virðist hlúa að sátt og samlyndi og haldast í hendur við háar meðaltekjur um heiminn. Kenningin um að jöfnuður grafi undan velsæld stillir upp fölskum andstæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Reykjavík – Hrun Sovétríkjanna og annarra kommúnistaríkja í Evrópu 1989-1991 vakti bjartar vonir sem hafa sumar rætzt. Sum þessara ríkja, einkum Austur-Þýzkaland, önnur Mið- og Austur-Evrópuríki og Eystrasaltslöndin þrjú, tóku upp lýðræði og markaðsbúskap að hætti Bandaríkjanna og ESB, sigurvegara Kalda stríðsins 1947-1991. Þessi ríki hafa öll tekið miklum framförum. Önnur fv. kommúnistaríki álfunnar fóru aðrar leiðir, einkum Rússland og önnur fv. Sovétríki þar sem lýðræði hefur átt örðugt uppdráttar. Munurinn á hópunum tveim sést glöggt t.d. á Eistlandi og Rússlandi. Kaupmáttur landsframleiðslu á mann í Eistlandi var 11% minni en í Rússlandi 1995 þegar bæði löndin voru að byrja að rétta úr kútnum eftir hrunið, en nú er kaupmáttur framleiðslu á mann í Eistlandi orðinn 21% meiri en í Rússlandi skv. gögnum Alþjóðabankans. Heilbrigðisvísar segja sömu sögu og hagvísarnir. Eistar lifðu að jafnaði tveim árum lengur en Rússar 1960 en nú er munurinn á meðalævi Eista og Rússa kominn upp fyrir fimm ár Eistum í vil. Eistar standa með pálmann í höndunum þótt þeir eigi enga olíu eða aðrar náttúruauðlindir eins og Rússar.Markaðsbúskapur án lýðræðis Þótt kommúnisminn færi halloka í Evrópu hélt hann velli í Kína og Víetnam þar eð bæði löndin hófu gagngerar efnahagsumbætur með markaðsbúskap án lýðræðis að leiðarljósi, Kína 1978 og Víetnam 1979. Kaupmáttur landsframleiðslu á mann í Bandaríkjunum var 25-faldur á við Kína 1990 en nú er hann ekki nema rösklega þrefaldur enda er hagkerfi Kína nú orðið stærra en hagkerfi Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn lifðu að jafnaði 26 árum lengur en Kínverjar 1960 en nú er munurinn á meðalævi Bandaríkjamanna og Kínverja kominn niður í tvö ár Kananum í vil, 78,5 ár í Bandaríkjunum á móti 76,5 í Kína. Það skiptir þó einnig máli hvernig lífsgæðunum, þ.m.t. langlífi, er skipt milli manna. Í fátækasta fylki Bandaríkjanna, suðurríkinu Mississippi, lifir fólkið 74,5 ár að jafnaði borið saman við 80 ár í ríkasta fylkinu, Massachusetts, þar sem meðaltekjur heimilanna eru 86.300 dalir á ári á móti 42.800 dölum í Mississippi. Tvisvar sinnum hærri tekjur í Massachusetts haldast í hendur við næstum sex árum lengri meðalævi en í Mississippi. Lengstar eru ævirnar á Havaí, 81,5 ár. Hækkun meðalárstekna heimilanna um 10.000 dali frá einu fylki til annars helzt í hendur við lengingu meðalævinnar um eitt ár. Munurinn á ríkasta fylkinu og hinu fátækasta er tvöfaldur tekjumunur og næstum sex ára munur á meðallanglífi. Meðaltekjur heimilanna í Bandaríkjunum 2018 voru 63.200 dalir, eða 650.000 kr. á mánuði.Mislangar ævir Hvernig er þetta í Kína? Fólkið í mörgum stærstu borgum Kína lifir nú lengur að jafnaði en Bandaríkjamenn og býr við betri heilsu á efri árum. En misskipting meðalævinnar er meiri í Kína. Fólkið í Macau lifir nú lengst, 84,5 ár. Íbúar Sjanghæ og Hong Kong ná 83 ára aldri að jafnaði og íbúar Beijing 82 árum en í Tíbet sem Kínverjar stjórna með harðri hendi er meðalævin aðeins 64 ár. Meðalárstekjur heimilanna í Tíbet eru nú rösklega 7.000 Bandaríkjadalir borið saman við 17.500 til 18.000 dali í Sjanghæ og Beijing. Tekjumunurinn á ríkasta og fátækasta hluta Kína er því rösklega tvöfaldur líkt og í Bandaríkjunum en munurinn á meðallanglífi ríkasta og fátækasta hluta Kína er 20 ár á móti sjö árum í Bandaríkjunum, 16 í Rússlandi og 11 á Indlandi. Minna er vitað um þennan mun í Evrópulöndum enn sem komið er. Hann er þó næstum örugglega mun minni en í Bandaríkjunum að ekki sé talað um Kína, Rússland og Indland.Falskar andstæður Meðaltöl tekna og langlífis segja ekki alla söguna um velferð fólks. Engum dytti í hug að meta verðbréf til fjár með því einu að skoða afraksturinn án þess að taka áhættuna með í reikninginn. Verðbréf eru því ævinlega metin í tveim víddum: afraksturinn er veginn á móti áhættunni. Sama máli kann að gegna um ýmsar hagstærðir og heilbrigðisvísa. Það er ekki nóg að vita að meðaltekjur eins lands séu svo eða svo miklu meiri en í öðru landi ef það fylgir ekki sögunni hvernig tekjurnar skiptast milli manna í löndunum tveim. Mörg okkar kysu heldur að búa í landi með ívið lægri tekjur og jafna skiptingu en í landi með hærri tekjur og meiri misskiptingu, þyrftum við að velja. Nýjar rannsóknir benda til að við þurfum ekki að velja milli slíkra kosta þar eð þokkalegur jöfnuður í skiptingu tekna, eigna og einnig heilbrigðis virðist hlúa að sátt og samlyndi og haldast í hendur við háar meðaltekjur um heiminn. Kenningin um að jöfnuður grafi undan velsæld stillir upp fölskum andstæðum.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun