Af kolefnisfótspori sauðfjárræktar á Íslandi Þórólfur Matthíasson skrifar 26. september 2019 07:00 Sumarið 2019 brá svo við að stórar verslanakeðjur gátu ekki boðið viðskiptavinum sínum lambakjöt á grillið svo vikum skipti. Kjötheildsalar sá þann leik einan í stöðunni að flytja inn nokkuð magn ný-sjálensks lambakjöts. Að því tilefni skrifaði fyrrverandi landbúnaðarráðherra harðorða grein í Fréttablaðið þann 29. ágúst 2019 þar sem umhverfisráðherra er beðinn að reikna út kolefnisfótspor þess að flytja 100 tonn af lambakjöti frá Nýja-Sjálandi til Íslands. Umhverfisráðuneytið hefur ekki birt slíka reikninga enn sem komið er. Ég vil því reyna að aðstoða ráðherrann fyrrverandi við að finna lausn á reikningsdæminu. Árið 2017 fengu Landssamtök sauðfjárbænda ráðgjafarfyrirtækið Environice til að meta kolefnisfótspor ræktunar sauðfjárbúa á Íslandi. Niðurstaða þeirrar úttektar eru að ræktun „frá vöggu að brúsapalli“ losi 28,6 kg CO2-ígilda á hvert kíló lambakjöts. Flutningur innanlands og frekari vinnsla hækkar síðan þessa tölu. Samanburðarhæfar tölur um losun á ný-sjálenskum búum benda til að losun þar sé um 19 kg CO2-ígilda á hvert kg. Aðrar heimildir benda til CO2-ígildalosun flutnings frá Nýja-Sjálandi til Evrópu svari til 4 kg á hvert lambakjötskíló. Heildarkolefnislosun ný-sjálensku tonnanna 100 sem ráðherrann fyrrverandi spyr um er því sem nemur 2.300 tonnum af CO2-ígildum. Framleiðsla 100 tonna af íslensku lambakjöti losar til samanburðar 2.860 tonn af CO2-ígildum. Með því að minnka íslenska framleiðslu á lambakjöti um 100 tonn og flytja kjötið þess í stað beint frá Nýja-Sjálandi má draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem svarar 560 tonnum af CO2-ígildum! Sé þessi reiknilopi teygður áfram má geta þess að Ísland framleiðir 9.000 tonn af lambakjöti árlega. Innanlandsneyslan er hins vegar um 6.000 tonn. Það er því einfalt reikningsdæmi að væri alfarið hætt að framleiða íslenskt lambakjöt og kjötið þess í stað flutt inn frá Nýja-Sjálandi myndi myndast jákvæð inneign í CO2-búskap heimsins sem svarar tæpum 120 þúsund tonnum af CO2-ígildum! Það jafngildir um fimmtungi allrar losunar frá landbúnaði árið 2017! Það hefur lengi verið kappsmál forsvarsmanna í íslenskum landbúnaði að finna fleiri markaði fyrir íslenkst lambakjöt. Þannig fagna Landssamtök sauðfjárbænda sérstaklega undirritun viðskiptasamnings við Kína 7. september 2018 með þeirri fullyrðingu að með samningnum sé mikilvægri hindrun fyrir flutningi lambakjöts til Kína verið rutt úr vegi. Grillkjötsskort sumarsins má reyndar skýra með miklum útflutningi lambahryggja til Japan og Víetnam (sjá grein Andrésar Magnússonar í Fréttablaðinu 29. ágúst 2019). Spurning landbúnaðarráðherrans um kolefnisfótspor innflutts (og þar með útflutts) lambakjöts setur þessar útflutningsáherslur forsvarsmanna landbúnaðarins í nýtt og fremur óhagstætt ljós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Loftslagsmál Þórólfur Matthíasson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Sumarið 2019 brá svo við að stórar verslanakeðjur gátu ekki boðið viðskiptavinum sínum lambakjöt á grillið svo vikum skipti. Kjötheildsalar sá þann leik einan í stöðunni að flytja inn nokkuð magn ný-sjálensks lambakjöts. Að því tilefni skrifaði fyrrverandi landbúnaðarráðherra harðorða grein í Fréttablaðið þann 29. ágúst 2019 þar sem umhverfisráðherra er beðinn að reikna út kolefnisfótspor þess að flytja 100 tonn af lambakjöti frá Nýja-Sjálandi til Íslands. Umhverfisráðuneytið hefur ekki birt slíka reikninga enn sem komið er. Ég vil því reyna að aðstoða ráðherrann fyrrverandi við að finna lausn á reikningsdæminu. Árið 2017 fengu Landssamtök sauðfjárbænda ráðgjafarfyrirtækið Environice til að meta kolefnisfótspor ræktunar sauðfjárbúa á Íslandi. Niðurstaða þeirrar úttektar eru að ræktun „frá vöggu að brúsapalli“ losi 28,6 kg CO2-ígilda á hvert kíló lambakjöts. Flutningur innanlands og frekari vinnsla hækkar síðan þessa tölu. Samanburðarhæfar tölur um losun á ný-sjálenskum búum benda til að losun þar sé um 19 kg CO2-ígilda á hvert kg. Aðrar heimildir benda til CO2-ígildalosun flutnings frá Nýja-Sjálandi til Evrópu svari til 4 kg á hvert lambakjötskíló. Heildarkolefnislosun ný-sjálensku tonnanna 100 sem ráðherrann fyrrverandi spyr um er því sem nemur 2.300 tonnum af CO2-ígildum. Framleiðsla 100 tonna af íslensku lambakjöti losar til samanburðar 2.860 tonn af CO2-ígildum. Með því að minnka íslenska framleiðslu á lambakjöti um 100 tonn og flytja kjötið þess í stað beint frá Nýja-Sjálandi má draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem svarar 560 tonnum af CO2-ígildum! Sé þessi reiknilopi teygður áfram má geta þess að Ísland framleiðir 9.000 tonn af lambakjöti árlega. Innanlandsneyslan er hins vegar um 6.000 tonn. Það er því einfalt reikningsdæmi að væri alfarið hætt að framleiða íslenskt lambakjöt og kjötið þess í stað flutt inn frá Nýja-Sjálandi myndi myndast jákvæð inneign í CO2-búskap heimsins sem svarar tæpum 120 þúsund tonnum af CO2-ígildum! Það jafngildir um fimmtungi allrar losunar frá landbúnaði árið 2017! Það hefur lengi verið kappsmál forsvarsmanna í íslenskum landbúnaði að finna fleiri markaði fyrir íslenkst lambakjöt. Þannig fagna Landssamtök sauðfjárbænda sérstaklega undirritun viðskiptasamnings við Kína 7. september 2018 með þeirri fullyrðingu að með samningnum sé mikilvægri hindrun fyrir flutningi lambakjöts til Kína verið rutt úr vegi. Grillkjötsskort sumarsins má reyndar skýra með miklum útflutningi lambahryggja til Japan og Víetnam (sjá grein Andrésar Magnússonar í Fréttablaðinu 29. ágúst 2019). Spurning landbúnaðarráðherrans um kolefnisfótspor innflutts (og þar með útflutts) lambakjöts setur þessar útflutningsáherslur forsvarsmanna landbúnaðarins í nýtt og fremur óhagstætt ljós.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun