Skattahækkun á mannamáli Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 26. september 2019 07:15 Undanfarið hefur eitthvað borið á því að staðhæft sé að veiðigjald í sjávarútvegi hafi verið lækkað með breytingum sem gerðar voru á lögum um veiðigjald í lok síðasta árs. Engin rök hafa því miður fylgt þessari staðhæfingu, en ef til vill má finna fólk sem telur betra að veifa röngu tré en öngu. Hér verður leitast við að leiða fram hið rétta í málinu. Veiðigjald í sjávarútvegi var hækkað með nýjum lögum sem tóku gildi í lok síðasta árs. Fjárhæð gjaldsins fer eftir afkomu fiskveiða hverju sinni; ef afkoman er léleg lækkar gjaldið en ef afkoman er góð hækkar það. Kíkjum nánar á þetta.Veiðigjald er 33% af hagnaði Veiðigjald er, og hefur verið, tengt afkomu greinarinnar. Til samanburðar má nefna, að ef launamaður lækkar í launum lækka tekjuskattsgreiðslur hans að sama skapi. Samt sem áður er rangt að halda því fram að hann hafi notið skattalækkunar ef skattprósentan er sú sama og áður. Skatthlutfall veiðigjalds var 33% og verður áfram 33%. Hagnaður fiskveiða fyrir skatt var 33,2 milljarðar króna árið 2016 en lækkaði í 6,9 milljarða árið 2017. Lækkunin nemur 79% og af þeim sökum verður heildarfjárhæð gjaldsins eðli máls samkvæmt lægri. Svo einfalt er það.Skattahækkun með breyttum lögum Veiðigjald var hækkað með breyttum lögum síðastliðinn vetur. Tvær ástæður skýra það að mestu. Í fyrsta lagi er veiðigjaldið sjálft ekki lengur frádráttarbært frá gjaldstofni. Þar sem veiðigjaldið hefur verið 33% af hagnaði fyrir skatt hækkar þessi breyting gjaldstofninn til muna. Þannig verður veiðigjaldið mun hærra hlutfall af afkomu en verið hefur, þrátt fyrir að prósentan sé óbreytt. Skattstofninn er sem sagt stækkaður. Í öðru lagi er bætt 10% álagi ofan á tekjur af uppsjávarveiðum. Kostnaðarliðir haldast óbreyttir. Þetta leiðir til þess að sú staða gæti jafnvel komið upp að greiða þyrfti veiðigjald af uppsjávarveiðum þó að þær væru reknar með tapi, eins fráleitt og það er.Hvernig hefði veiðigjald orðið? Áætlað er að veiðigjald muni nema um sjö milljörðum króna á árinu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að gjaldið nemi einnig um sjö milljörðum á næsta ári. Ef eldri lög um veiðigjald hefðu haldið gildi í stað þeirra breytinga sem urðu síðastliðinn vetur, hefði veiðigjaldið orðið tveir og hálfur milljarður króna á yfirstandandi fiskveiðiári. Veiðigjald er því áætlað tæplega þrisvar sinnum hærra en það hefði orðið samkvæmt eldri lögum. Allt tal um að veiðigjald hafi verið lækkað vegna þeirra breytinga sem gerðar voru á lögum, er því augljóslega rangt.Arðgreiðslur í sjávarútvegi lægri Þessu til viðbótar má nefna að arðgreiðslur í sjávarútvegi námu 27% af hagnaði á árunum 2010-2017. Arðgreiðslur í viðskiptahagkerfinu, án sjávarútvegs, námu 40% fyrir sama tímabil. Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru því hlutfallslega umtalsvert lægri en í viðskiptahagkerfinu í heild sinni. Þetta vill oft gleymast í umræðunni, því miður. Af því sem hér hefur verið ritað má sjá, að gjöld á sjávarútveg hafa ekki verið lækkuð, heldur hækkuð og að arðgreiðslur í sjávarútvegi eru lægri en almennt gerist í viðskiptahagkerfinu. Þó allt sé í heimi hverfult, þá verður sannleikurinn vonandi alltaf sagna bestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur eitthvað borið á því að staðhæft sé að veiðigjald í sjávarútvegi hafi verið lækkað með breytingum sem gerðar voru á lögum um veiðigjald í lok síðasta árs. Engin rök hafa því miður fylgt þessari staðhæfingu, en ef til vill má finna fólk sem telur betra að veifa röngu tré en öngu. Hér verður leitast við að leiða fram hið rétta í málinu. Veiðigjald í sjávarútvegi var hækkað með nýjum lögum sem tóku gildi í lok síðasta árs. Fjárhæð gjaldsins fer eftir afkomu fiskveiða hverju sinni; ef afkoman er léleg lækkar gjaldið en ef afkoman er góð hækkar það. Kíkjum nánar á þetta.Veiðigjald er 33% af hagnaði Veiðigjald er, og hefur verið, tengt afkomu greinarinnar. Til samanburðar má nefna, að ef launamaður lækkar í launum lækka tekjuskattsgreiðslur hans að sama skapi. Samt sem áður er rangt að halda því fram að hann hafi notið skattalækkunar ef skattprósentan er sú sama og áður. Skatthlutfall veiðigjalds var 33% og verður áfram 33%. Hagnaður fiskveiða fyrir skatt var 33,2 milljarðar króna árið 2016 en lækkaði í 6,9 milljarða árið 2017. Lækkunin nemur 79% og af þeim sökum verður heildarfjárhæð gjaldsins eðli máls samkvæmt lægri. Svo einfalt er það.Skattahækkun með breyttum lögum Veiðigjald var hækkað með breyttum lögum síðastliðinn vetur. Tvær ástæður skýra það að mestu. Í fyrsta lagi er veiðigjaldið sjálft ekki lengur frádráttarbært frá gjaldstofni. Þar sem veiðigjaldið hefur verið 33% af hagnaði fyrir skatt hækkar þessi breyting gjaldstofninn til muna. Þannig verður veiðigjaldið mun hærra hlutfall af afkomu en verið hefur, þrátt fyrir að prósentan sé óbreytt. Skattstofninn er sem sagt stækkaður. Í öðru lagi er bætt 10% álagi ofan á tekjur af uppsjávarveiðum. Kostnaðarliðir haldast óbreyttir. Þetta leiðir til þess að sú staða gæti jafnvel komið upp að greiða þyrfti veiðigjald af uppsjávarveiðum þó að þær væru reknar með tapi, eins fráleitt og það er.Hvernig hefði veiðigjald orðið? Áætlað er að veiðigjald muni nema um sjö milljörðum króna á árinu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að gjaldið nemi einnig um sjö milljörðum á næsta ári. Ef eldri lög um veiðigjald hefðu haldið gildi í stað þeirra breytinga sem urðu síðastliðinn vetur, hefði veiðigjaldið orðið tveir og hálfur milljarður króna á yfirstandandi fiskveiðiári. Veiðigjald er því áætlað tæplega þrisvar sinnum hærra en það hefði orðið samkvæmt eldri lögum. Allt tal um að veiðigjald hafi verið lækkað vegna þeirra breytinga sem gerðar voru á lögum, er því augljóslega rangt.Arðgreiðslur í sjávarútvegi lægri Þessu til viðbótar má nefna að arðgreiðslur í sjávarútvegi námu 27% af hagnaði á árunum 2010-2017. Arðgreiðslur í viðskiptahagkerfinu, án sjávarútvegs, námu 40% fyrir sama tímabil. Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru því hlutfallslega umtalsvert lægri en í viðskiptahagkerfinu í heild sinni. Þetta vill oft gleymast í umræðunni, því miður. Af því sem hér hefur verið ritað má sjá, að gjöld á sjávarútveg hafa ekki verið lækkuð, heldur hækkuð og að arðgreiðslur í sjávarútvegi eru lægri en almennt gerist í viðskiptahagkerfinu. Þó allt sé í heimi hverfult, þá verður sannleikurinn vonandi alltaf sagna bestur.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun