Íslendingar leita reglulega á bráðamóttöku vegna avókadóslysa Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. september 2019 20:30 Nokkuð er um að fólk leiti á bráðamóttöku Landspítalans eftir að hafa skorið sig í lófann við að skera avókadó. Svokölluð avókadóslys gerast daglega í Bandaríkjunum. Yfirlæknir segir að best sé að fara gætilega þegar skera á ávöxtinn. Vinsældir lárperunnar hafa aukist hratt á undanförnum árum. Áætlað er að neysla ávaxtarins hafi fjórfaldast í Bandaríkjunum frá aldamótum og skyldi engan undra. Þroskað avókadó þykir af mörgum mjög bragðgott og þá benda rannsóknir til þess að avókadó innihaldi hjartvænar fitur, geti hjálpað við þyndarstjórnun lækkað kólesteról. Lárperuát hefur þó endað illa hjá sumum sem enda á bráðamóttökunni eftir að hafa ætlað að gæða sér á ávextinum. Síðustu misseri hefur verið fjallað um svokölluð avókadóslys á erlendum miðlum. Í síðasta mánuði sagði Bandaríski miðilinn Insider frá því að árlega væru 8900 komur á bráðamóttökur í Bandaríkjunum vegna avókadóslysa. Það gera 24 slys á dag.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala.Vísir/Anton BrinkÍslendingar slasa sig einnig með þessum hætti og þekkir starfsfólk bráðamóttökunnar í Fossvogi slysin. „Við höfum séð nokkuð af avókadóslysum þar sem fólk sker sig eftir að hafa opnað avókadó,“ segir Jón Magnús Kristinsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. Þetta komi ekki upp daglega, en starfsmenn bráðamóttökunnar þekki vel til þessara slysa. „Yfirleitt fer þetta þannig fram að viðkomandi heldur á avókadó í annarri hendi og hnífurinn hrekkur til í lófa eða fingur viðkomandi,“ segir Jón Magnús. Þá gerast alvarlegustu slysin þegar fólk stingur í steininn í þeim tilgangi að fjarlægja hann. „Það má fara gætilega við að skera avókadó og annað,“ segir Jón Magnús. Heilbrigðismál Matur Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Nokkuð er um að fólk leiti á bráðamóttöku Landspítalans eftir að hafa skorið sig í lófann við að skera avókadó. Svokölluð avókadóslys gerast daglega í Bandaríkjunum. Yfirlæknir segir að best sé að fara gætilega þegar skera á ávöxtinn. Vinsældir lárperunnar hafa aukist hratt á undanförnum árum. Áætlað er að neysla ávaxtarins hafi fjórfaldast í Bandaríkjunum frá aldamótum og skyldi engan undra. Þroskað avókadó þykir af mörgum mjög bragðgott og þá benda rannsóknir til þess að avókadó innihaldi hjartvænar fitur, geti hjálpað við þyndarstjórnun lækkað kólesteról. Lárperuát hefur þó endað illa hjá sumum sem enda á bráðamóttökunni eftir að hafa ætlað að gæða sér á ávextinum. Síðustu misseri hefur verið fjallað um svokölluð avókadóslys á erlendum miðlum. Í síðasta mánuði sagði Bandaríski miðilinn Insider frá því að árlega væru 8900 komur á bráðamóttökur í Bandaríkjunum vegna avókadóslysa. Það gera 24 slys á dag.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala.Vísir/Anton BrinkÍslendingar slasa sig einnig með þessum hætti og þekkir starfsfólk bráðamóttökunnar í Fossvogi slysin. „Við höfum séð nokkuð af avókadóslysum þar sem fólk sker sig eftir að hafa opnað avókadó,“ segir Jón Magnús Kristinsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. Þetta komi ekki upp daglega, en starfsmenn bráðamóttökunnar þekki vel til þessara slysa. „Yfirleitt fer þetta þannig fram að viðkomandi heldur á avókadó í annarri hendi og hnífurinn hrekkur til í lófa eða fingur viðkomandi,“ segir Jón Magnús. Þá gerast alvarlegustu slysin þegar fólk stingur í steininn í þeim tilgangi að fjarlægja hann. „Það má fara gætilega við að skera avókadó og annað,“ segir Jón Magnús.
Heilbrigðismál Matur Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira