Kolefnisjöfnum ferðalagið Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 27. september 2019 09:30 Mikil vitundarvakning hefur verið undanfarið um loftslagsmál út um allan heim. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum, og stefnt er að kolefnishlutleysi árið 2040. En auðvitað er þetta ekki einvörðungu verkefni stjórnvalda, við verðum öll að koma að málum, almenningur, opinberir aðilar og atvinnulífið. Í vikunni mælti ég fyrir þingsályktunartillögu um að skylda ferðaþjónustufyrirtæki til að bjóða upp á kolefnisjöfnun. Málið er eitt forgangsmála þingflokks Vinstri grænna á þessu þingi. Ég tel að þetta sé mikilvægt skref fyrir land eins og Ísland sem ætlar sér á næstu árum og áratugum að hafa ferðaþjónustuna sem eina af stærstu atvinnugreinum landsins. Tillagan gengur út á að fela ráðherrum ferðamála, umhverfis og samgangna að flytja lagafrumvarp sem leggur þessa skyldu á fyrirtæki og þjónustuaðila. Flugfélög sem selja ferðir, bílaleigur sem leigja bíla, rútufyrirtæki, ferðaskrifstofur og fleiri myndu þá til dæmis á heimasíðum sínum bjóða fólki að kolefnisjafna ferðina eða þjónustuna sem þau kaupa eftir vottuðu ferli. Þetta væri ekki íþyngjandi fyrir söluaðilana sem uppfæra allt sitt kynningarefni og sölusíður með reglubundnum hætti og valið væri neytandans.Ákvarðanir í þágu umhverfis Með þessari aðferð valdeflum við neytandann, auðveldum honum að leggja sitt af mörkum til að jafna kolefnisfótsporið sem óhjákvæmilega hlýst af nútíma ferðalögum. Að svo stöddu er ekki lagt til að það verði skylda að leggja gjald á þjónustuna, heldur hafa kostnaðinn valkvæðan. Umræða um flugviskubit hefur stungið upp kollinum á undanförnum misserum. Nagandi samviskubit sem fylgir þeirri mengun sem fæst af flugferðum. Það er ljóst að við verðum að breyta ferðavenjum okkar, en það er einnig ljóst að flugsamgöngur og aðrar mengandi samgöngur verða ekki lagðar niður með öllu. Ég tel að með þessu hvetjum við fólk til að taka sjálft jákvæðar ákvarðanir í þágu umhverfisins en skylda ferðaþjónustuaðilans verður að gera fólki auðveldara að taka slíkar ákvarðanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Mikil vitundarvakning hefur verið undanfarið um loftslagsmál út um allan heim. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum, og stefnt er að kolefnishlutleysi árið 2040. En auðvitað er þetta ekki einvörðungu verkefni stjórnvalda, við verðum öll að koma að málum, almenningur, opinberir aðilar og atvinnulífið. Í vikunni mælti ég fyrir þingsályktunartillögu um að skylda ferðaþjónustufyrirtæki til að bjóða upp á kolefnisjöfnun. Málið er eitt forgangsmála þingflokks Vinstri grænna á þessu þingi. Ég tel að þetta sé mikilvægt skref fyrir land eins og Ísland sem ætlar sér á næstu árum og áratugum að hafa ferðaþjónustuna sem eina af stærstu atvinnugreinum landsins. Tillagan gengur út á að fela ráðherrum ferðamála, umhverfis og samgangna að flytja lagafrumvarp sem leggur þessa skyldu á fyrirtæki og þjónustuaðila. Flugfélög sem selja ferðir, bílaleigur sem leigja bíla, rútufyrirtæki, ferðaskrifstofur og fleiri myndu þá til dæmis á heimasíðum sínum bjóða fólki að kolefnisjafna ferðina eða þjónustuna sem þau kaupa eftir vottuðu ferli. Þetta væri ekki íþyngjandi fyrir söluaðilana sem uppfæra allt sitt kynningarefni og sölusíður með reglubundnum hætti og valið væri neytandans.Ákvarðanir í þágu umhverfis Með þessari aðferð valdeflum við neytandann, auðveldum honum að leggja sitt af mörkum til að jafna kolefnisfótsporið sem óhjákvæmilega hlýst af nútíma ferðalögum. Að svo stöddu er ekki lagt til að það verði skylda að leggja gjald á þjónustuna, heldur hafa kostnaðinn valkvæðan. Umræða um flugviskubit hefur stungið upp kollinum á undanförnum misserum. Nagandi samviskubit sem fylgir þeirri mengun sem fæst af flugferðum. Það er ljóst að við verðum að breyta ferðavenjum okkar, en það er einnig ljóst að flugsamgöngur og aðrar mengandi samgöngur verða ekki lagðar niður með öllu. Ég tel að með þessu hvetjum við fólk til að taka sjálft jákvæðar ákvarðanir í þágu umhverfisins en skylda ferðaþjónustuaðilans verður að gera fólki auðveldara að taka slíkar ákvarðanir.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun